Samskipti við Bretland í aðalhlutverki á fundi EFTA-ríkjanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2016 13:03 Utanríkisráðherra ásamt hinum ráðherrum EFTA-ríkjanna Vísir/EFTA Á fundi ráðherra EFTA-ríkjanna í dag voru samskiptin við Bretland í brennidepli. Ísland leiðir starf samtakanna um þessar mundir og stýrði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fundi ráðherra ríkjanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Ákveðið var að ráðherrar ríkjanna fjögurra muni vinna nánar saman svo hagsmunir EFTA-ríkjanna verði tryggðir við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þar kemur fram að Ísland muni hafa frumkvæði að því að boða til fundar þar sem viðbrögð EFTA-ríkjanna við Brexit verða undirbúin enn frekar. Kom fram í máli Lilju Alfreðsdóttur að mikilvægt væri að EFTA stæði vörð um fríverslun í heiminum á sama tíma og hún undirstrikaði mikilvægi þess að ríkin sýndu samstöðu. „Útganga Breta úr Evrópusambandinu er bæði söguleg og flókin í framkvæmd. Við þurfum að fylgjast mjög vandlega með þróun mála og vera viðbúin, sama hvernig Bretar ákveða að haga sinni útgöngu. Það er mikilvægt að EFTA-ríkin séu samstíga og láti ekki ólíka hagsmuni eða samkeppni sín á milli hafa áhrif á samstarfið.” segir Lilja. Hún tók jafnframt fram að samskiptin og viðskiptin við Bretland væru eitt allra mikilvægasta utanríkismál Íslands. Á fundinum var jafnframt farið yfir stöðu bæði eldri og nýrri fríverslunarsamninga sambandsins við önnur ríki. Þar á meðal var farið yfir stöðu yfirstandandi fríverslunarviðræðna við Víetnam, Malasíu og Indónesíu og stöðu endurskoðunar og uppfærslu gildandi samninga við Mexíkó. Fundinn sátu auk Lilju; Johann Schneider-Ammann, efnahagsráðherra Sviss, Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein og Monica Mæland viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs. Brexit Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira
Á fundi ráðherra EFTA-ríkjanna í dag voru samskiptin við Bretland í brennidepli. Ísland leiðir starf samtakanna um þessar mundir og stýrði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fundi ráðherra ríkjanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Ákveðið var að ráðherrar ríkjanna fjögurra muni vinna nánar saman svo hagsmunir EFTA-ríkjanna verði tryggðir við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þar kemur fram að Ísland muni hafa frumkvæði að því að boða til fundar þar sem viðbrögð EFTA-ríkjanna við Brexit verða undirbúin enn frekar. Kom fram í máli Lilju Alfreðsdóttur að mikilvægt væri að EFTA stæði vörð um fríverslun í heiminum á sama tíma og hún undirstrikaði mikilvægi þess að ríkin sýndu samstöðu. „Útganga Breta úr Evrópusambandinu er bæði söguleg og flókin í framkvæmd. Við þurfum að fylgjast mjög vandlega með þróun mála og vera viðbúin, sama hvernig Bretar ákveða að haga sinni útgöngu. Það er mikilvægt að EFTA-ríkin séu samstíga og láti ekki ólíka hagsmuni eða samkeppni sín á milli hafa áhrif á samstarfið.” segir Lilja. Hún tók jafnframt fram að samskiptin og viðskiptin við Bretland væru eitt allra mikilvægasta utanríkismál Íslands. Á fundinum var jafnframt farið yfir stöðu bæði eldri og nýrri fríverslunarsamninga sambandsins við önnur ríki. Þar á meðal var farið yfir stöðu yfirstandandi fríverslunarviðræðna við Víetnam, Malasíu og Indónesíu og stöðu endurskoðunar og uppfærslu gildandi samninga við Mexíkó. Fundinn sátu auk Lilju; Johann Schneider-Ammann, efnahagsráðherra Sviss, Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein og Monica Mæland viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs.
Brexit Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Sjá meira