Ótrúleg heppni mótorhjólamanns Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2016 13:27 Sá heppni að taka flugið. Því fylgir alltaf nokkur hætta að aka mótorhjóli, enda ökumenn þeirra bæði berskjaldaðri og ekki eins sýnilegir og bílar. Skertum sýnileika var þó ekki fyrir að fara í þessu tilfelli þar sem ökumaður mótorhjóls ekur bæði alltof hratt að gatnamótum og dúndrar líkt og viljandi beint á saklausan ökumann Lada leigubíls. Þetta gerðist í umferðinni í Rússlandi um daginn, eins og reyndar margt annað skrautlegt sem endar á vefnum. Það sem er þó merkilegast við þennan árekstur eru afdrif mótorhjólamannsins, en hann verður að teljast með heppnari mönnum. Við áreksturinn svífur hann í loft upp og fær þægilega lendingu uppá þaki Lada bílsins, eins og þangað hafi alltaf verið meiningin að fara. Hann rennur sér að lokum ofan af bílnum, alveg stráheill. Í flestum svona árekstrum eru afdrif ökumanna mótorhjóla ekki á þessa lund, en þessi virðist eiga sér nokkur líf. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent
Því fylgir alltaf nokkur hætta að aka mótorhjóli, enda ökumenn þeirra bæði berskjaldaðri og ekki eins sýnilegir og bílar. Skertum sýnileika var þó ekki fyrir að fara í þessu tilfelli þar sem ökumaður mótorhjóls ekur bæði alltof hratt að gatnamótum og dúndrar líkt og viljandi beint á saklausan ökumann Lada leigubíls. Þetta gerðist í umferðinni í Rússlandi um daginn, eins og reyndar margt annað skrautlegt sem endar á vefnum. Það sem er þó merkilegast við þennan árekstur eru afdrif mótorhjólamannsins, en hann verður að teljast með heppnari mönnum. Við áreksturinn svífur hann í loft upp og fær þægilega lendingu uppá þaki Lada bílsins, eins og þangað hafi alltaf verið meiningin að fara. Hann rennur sér að lokum ofan af bílnum, alveg stráheill. Í flestum svona árekstrum eru afdrif ökumanna mótorhjóla ekki á þessa lund, en þessi virðist eiga sér nokkur líf.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent