Best klæddu stjörnurnar á AMA verðlaunahátíðinni Ritstjórn skrifar 21. nóvember 2016 11:00 Stjörnurnar sem sigruðu rauða dregilinn í gærkvöldi. Myndir/Getty Verðlaunahátíðin American Music Awards fór fram í gær með pompo og prakt í gærkvöldi. Þar komu saman allar helstu stjörnur tónlistarbransans sem kepptust um aðalverðlaun kvöldsins. Á meðan sumir sigruðu uppi á sviðinu þá voru aðrir sem báru sigur úr bítum á rauða dreglinum. Við höfum tekið saman okkar uppáhalds dress frá kvöldinu hér fyrir neðan. Það er áhugavert að sjá að það er ansi lítið um liti á dreglinum í ár. Flestir klæddust annaðhvort svörtu eða hvítu en þær Selena Gomez og Hailee Steinfeld eru þær einu á þessum lista sem klæddust sterkum litum.Selena Gomez var með endurkomu ársins í fallegum rauðum Prada kjól.Mynd/GettyHailee Steinfeld var í fallegum grænum pallíettu kjól frá Elie Saab sem sló í gegn.Ariana Grande klæddist hvítum buxum við blúndu topp. Ekkert nýtt að frétta en hún nær þó að rokka það.Taraji P. Henson ákvað að vera afslöppuð í hvítri skyrtu frá Celine og skóm frá Jimmy Choo. Þetta er algjör negla.Dansarinn og söngkonan Teyana Taylor mætti í þessum kynþokkafulla svarta blúndukjól sem hittir beint í mark.Chrissy Teigen mætti í kjól með hæstu klaufum í manna minnum. Mikil áhætta sem borgaði sig.Kynnir kvöldsins, Gigi Hadid, var glæsileg á rauða dreglinum í þessum hvíta blúndu Roberto Cavalli kjól.One Direction söngvarinn Nail Horan bar af hvað varðar karlmennina á hátíðinni. Mest lesið Nike og H&M eru verðmætustu fatafyrirtækin Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Kate Hudson andlit Jimmy Choo Glamour Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Óþarfi að mása og blása Glamour Bob afhendir UNICEF ullarteppi Glamour Bloggarar fögnuðu nýju ári með nýju útliti Glamour #virðing Glamour Brot af því besta frá götutískunni í New York Glamour
Verðlaunahátíðin American Music Awards fór fram í gær með pompo og prakt í gærkvöldi. Þar komu saman allar helstu stjörnur tónlistarbransans sem kepptust um aðalverðlaun kvöldsins. Á meðan sumir sigruðu uppi á sviðinu þá voru aðrir sem báru sigur úr bítum á rauða dreglinum. Við höfum tekið saman okkar uppáhalds dress frá kvöldinu hér fyrir neðan. Það er áhugavert að sjá að það er ansi lítið um liti á dreglinum í ár. Flestir klæddust annaðhvort svörtu eða hvítu en þær Selena Gomez og Hailee Steinfeld eru þær einu á þessum lista sem klæddust sterkum litum.Selena Gomez var með endurkomu ársins í fallegum rauðum Prada kjól.Mynd/GettyHailee Steinfeld var í fallegum grænum pallíettu kjól frá Elie Saab sem sló í gegn.Ariana Grande klæddist hvítum buxum við blúndu topp. Ekkert nýtt að frétta en hún nær þó að rokka það.Taraji P. Henson ákvað að vera afslöppuð í hvítri skyrtu frá Celine og skóm frá Jimmy Choo. Þetta er algjör negla.Dansarinn og söngkonan Teyana Taylor mætti í þessum kynþokkafulla svarta blúndukjól sem hittir beint í mark.Chrissy Teigen mætti í kjól með hæstu klaufum í manna minnum. Mikil áhætta sem borgaði sig.Kynnir kvöldsins, Gigi Hadid, var glæsileg á rauða dreglinum í þessum hvíta blúndu Roberto Cavalli kjól.One Direction söngvarinn Nail Horan bar af hvað varðar karlmennina á hátíðinni.
Mest lesið Nike og H&M eru verðmætustu fatafyrirtækin Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Kate Hudson andlit Jimmy Choo Glamour Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Óþarfi að mása og blása Glamour Bob afhendir UNICEF ullarteppi Glamour Bloggarar fögnuðu nýju ári með nýju útliti Glamour #virðing Glamour Brot af því besta frá götutískunni í New York Glamour