Engin merki sjást um yfirvofandi eldgos Birgir Olgeirsson skrifar 30. ágúst 2016 17:28 Hér er Svava Björk Þorláksdóttir náttúruvársérfræðingur að handmæla fremur fúlt vatn í Múlakvísl í gærkvöldi. Veðurstofan/Njáll Fannar Reynisson Talsverð skjálftavirkni hefur verið í Kötluösku síðan í júní, sem Veðurstofa Íslands segir vera hefðbundna sumarhegðun Kötlu. Samfara skjálftavirkninni hefur verið viðvarandi há rafleiðni í Múlakvísl í allt sumar. Þá hafa margar tilkynningar borist til Veðurstofunnar um brennisteinslykt þaðan. Í kjölfar snarprar skjálftahrinu í Kötluöskjunni 29. ágúst síðastliðinn voru gerðar gasmælingar við Múlakvísl í gær sem sýndu talsverðan styrk breinnisteinsdíoxíð og brennisteinsvetnis. Mælingin var endurtekin í dag og sýndi hún svipuð gildi. Veðurstofan segir gasmengun við jarðhitasvæði ekki óalgenga og þar sem í Múlakvísl rennur vatn úr jarðhitakötlum í Kötlu er við því að búast að gas mælist við ána. Mælingarnar hafa sýnt há gildi og mælir þess vegna Veðurstofan ekki með því að fólk dvelji lengi nálægt bökkum Múlakvíslar að svo stöddu. Ekki er vitað hvort þessi gasmengun tengist skjálftahrinunni. Verið er að setja upp nema til að mæla samfellt gas við ána svo hægt sé að fylgjast betur með þróuninni. Stærsti skjálftinn eftir meginhrinuna var af stærð 3,3 og varð síðdegis í gær. Ekki virðist vera áframhald á þessari skjálftavirkni og engin merki sjást um yfirvofandi eldgos. Katla er vel vöktuð allan sólarhringinn og mun Veðurstofan tilkynna breytingar þegar þeirra verður vart. Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Talsverð skjálftavirkni hefur verið í Kötluösku síðan í júní, sem Veðurstofa Íslands segir vera hefðbundna sumarhegðun Kötlu. Samfara skjálftavirkninni hefur verið viðvarandi há rafleiðni í Múlakvísl í allt sumar. Þá hafa margar tilkynningar borist til Veðurstofunnar um brennisteinslykt þaðan. Í kjölfar snarprar skjálftahrinu í Kötluöskjunni 29. ágúst síðastliðinn voru gerðar gasmælingar við Múlakvísl í gær sem sýndu talsverðan styrk breinnisteinsdíoxíð og brennisteinsvetnis. Mælingin var endurtekin í dag og sýndi hún svipuð gildi. Veðurstofan segir gasmengun við jarðhitasvæði ekki óalgenga og þar sem í Múlakvísl rennur vatn úr jarðhitakötlum í Kötlu er við því að búast að gas mælist við ána. Mælingarnar hafa sýnt há gildi og mælir þess vegna Veðurstofan ekki með því að fólk dvelji lengi nálægt bökkum Múlakvíslar að svo stöddu. Ekki er vitað hvort þessi gasmengun tengist skjálftahrinunni. Verið er að setja upp nema til að mæla samfellt gas við ána svo hægt sé að fylgjast betur með þróuninni. Stærsti skjálftinn eftir meginhrinuna var af stærð 3,3 og varð síðdegis í gær. Ekki virðist vera áframhald á þessari skjálftavirkni og engin merki sjást um yfirvofandi eldgos. Katla er vel vöktuð allan sólarhringinn og mun Veðurstofan tilkynna breytingar þegar þeirra verður vart.
Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira