Smitaðist af mislingum í flugvél Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 12:19 Mislingar eru bráðsmitandi en óvenjulegt er að fólk smitist af veikinni í flugvél. grafík/garðar Íslendingur á sextugsaldri greindist með mislinga fyrr í mánuðinum en hann smitaðist af bresku barni í flugvél Icelandair þar sem þau voru bæði farþegar. Barnið greindist með mislinga í Bretlandi en mislingar greindust síðast hér á landi árið 2014. Maðurinn var ekki bólusettur og hafði ekki fengið mislinga áður en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög óvenjulegt að smitast af mislingum um borð í flugvél en það sýni hversu bráðsmitandi sjúkdómurinn er. „Það er þarna barn sem er á ferðalagi frá Kanada og er greinilega eitthvað veikt í vélinni. Svo þegar það kemur til Bretlands þá greinist það með mislinga. Þá er farið að leggja línurnar með það hvar það hafi komið og þegar þeir komast að því að það hafi verið í vél Flugleiða þá hafa þau samband við okkur og þá fer boltinn að rúlla,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann hafði í kjölfarið samband við Icelandair, fékk farþegalistann og hafði samband við farþega vélarinnar. Þegar maðurinn fór að veikjast hafði hann samband við landlæknisembættið og fór til læknis en dæmigerð einkenni mislinga komu ekki fram strax. Maðurinn var þó settur strax í einangrun, einkenni mislinga komu svo fram eftir nokkra daga og voru þau staðfest með blóðprufu. Engin meðferð eða lyf eru til við mislingum en fólk getur orðið alvarlega veikt smitist það af veikinni, fengið til dæmis heilabólgu og lungnabólgu. Það var sem betur fer ekki raunin í þessu tilfelli og er maðurinn nú við góða heilsu. Þá er ekki grunur um frekara smit hér á landi. Þórólfur segir þetta tilfelli um smit sýna hversu bráðsmitandi mislingar eru. „Þetta er mjög óvenjulegt að mislingar smitist í flugvél en það sýnir hversu smitandi þessi veiki er. Það sýnir líka að þegar menn eru mikið á faraldsfæti þá geta menn veikst af alls konar sýkingum en það er sem betur fer fátítt.“ Meirihluti Íslendinga er bólusettur fyrir mislingum en Þórólfur segir að það sé alltaf ákveðinn hópur í hverjum árgangi sem ekki er bólusettur. Þórólfur brýnir það hins vegar fyrir foreldrum að bólusetja börn sín en börn hér á landi eru bólusett við 18 mánaða aldur og svo aftur við 12 ára aldur.Nánar má lesa um mislinga á vef Landlæknis. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Íslendingur á sextugsaldri greindist með mislinga fyrr í mánuðinum en hann smitaðist af bresku barni í flugvél Icelandair þar sem þau voru bæði farþegar. Barnið greindist með mislinga í Bretlandi en mislingar greindust síðast hér á landi árið 2014. Maðurinn var ekki bólusettur og hafði ekki fengið mislinga áður en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög óvenjulegt að smitast af mislingum um borð í flugvél en það sýni hversu bráðsmitandi sjúkdómurinn er. „Það er þarna barn sem er á ferðalagi frá Kanada og er greinilega eitthvað veikt í vélinni. Svo þegar það kemur til Bretlands þá greinist það með mislinga. Þá er farið að leggja línurnar með það hvar það hafi komið og þegar þeir komast að því að það hafi verið í vél Flugleiða þá hafa þau samband við okkur og þá fer boltinn að rúlla,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann hafði í kjölfarið samband við Icelandair, fékk farþegalistann og hafði samband við farþega vélarinnar. Þegar maðurinn fór að veikjast hafði hann samband við landlæknisembættið og fór til læknis en dæmigerð einkenni mislinga komu ekki fram strax. Maðurinn var þó settur strax í einangrun, einkenni mislinga komu svo fram eftir nokkra daga og voru þau staðfest með blóðprufu. Engin meðferð eða lyf eru til við mislingum en fólk getur orðið alvarlega veikt smitist það af veikinni, fengið til dæmis heilabólgu og lungnabólgu. Það var sem betur fer ekki raunin í þessu tilfelli og er maðurinn nú við góða heilsu. Þá er ekki grunur um frekara smit hér á landi. Þórólfur segir þetta tilfelli um smit sýna hversu bráðsmitandi mislingar eru. „Þetta er mjög óvenjulegt að mislingar smitist í flugvél en það sýnir hversu smitandi þessi veiki er. Það sýnir líka að þegar menn eru mikið á faraldsfæti þá geta menn veikst af alls konar sýkingum en það er sem betur fer fátítt.“ Meirihluti Íslendinga er bólusettur fyrir mislingum en Þórólfur segir að það sé alltaf ákveðinn hópur í hverjum árgangi sem ekki er bólusettur. Þórólfur brýnir það hins vegar fyrir foreldrum að bólusetja börn sín en börn hér á landi eru bólusett við 18 mánaða aldur og svo aftur við 12 ára aldur.Nánar má lesa um mislinga á vef Landlæknis.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira