Rut Guðnadóttir opnar sig: Eyddi kynlífsblogginu því hún vildi ekki smána framboð föður síns Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. ágúst 2016 11:55 Rut Guðnadóttir ásamt Guðna Th. Jóhannessyni föður sínum og Elizu Reid stjúpmóður sinni á kosningavöku pabba síns í júní síðastliðnum. vísir/hanna Rut Guðnadóttir háskólanemi og dóttir Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands hefur opnað nýja bloggsíðu undir heitinu „My Awesome, Awkward Sex Life“ sem á íslensku gæti útlagst sem „Hið stórkostlega og vandræðalega ástarlíf mitt.“ Rut skrifar á ensku en í fyrstu færslunni er hún á einlægu nótunum þar sem hún lýsir því hvernig hún hafi nú í dálítinn tíma verið mjög leitandi varðandi það hvað hún vill gera í framtíðinni, hvað hún vill læra og starfa við. Nú er hún hins vegar búin að komast að niðurstöðu og hún ætlar að láta draum sinn rætast þó að það muni vissulega taka tíma, kosta peninga og mikla vinnu. Það sem truflar Rut er þó það að ef hún uppfyllir draum sinn þá muni það jafnvel koma fólki í uppnám, en hér á eftir fer þýðing blaðamanns á hluta úr bloggfærslu Rutar:„Mér líkar að vera ég og mér líkar við drauminn minn“ „Draumurinn minn er alls ekki samþykktur í samfélaginu og ég skammast mín fyrir að vilja uppfylla hann. Draumur minn er kynlíf. Getið þið ímyndað ykkur? Að hafa eytt öllum þessum tíma í að hugsa, berjast, vesenast fram og til baka, leita inn á við og hugleiða og niðurstaðan er: kynlíf. Hvernig útskýrirðu þetta fyrir foreldrum þínum? Sérstaklega þegar annað þeirra er allt í einu orðinn mjög opinber persóna og þú þarft að viðhalda einhverri ímynd. Ég er ekki góð í að viðhalda ímynd. Ég er hávær og þrjósk og ódömuleg, og ég vil ekki breyta neinu af þessu. Mér líkar að vera ég og mér líkar við drauminn minn.“Rut ásamt systkinum sínum á afmælisdegi föður þeirra þegar mannfjöldi kom saman við heimili fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi til að hylla nýkjörinn forseta.Ætlar í nám í kynlífsfræðum Rut greinir síðan frá því að nú þegar styttist í að hún ljúki háskólanámi sínu í sálfræði þá sé hún búin að ákveða að fara erlendis í mastersnám í kynlífsfræðum. Hún hafi mikinn áhuga á kynlífi, eigi margar bækur sem fjalla um það og vilji gera það að lifibrauði sínu. Það er þó greinilegt af lestri færslunnar að það hefur ekki verið auðvelt fyrir Rut að láta slag standa og láta draum sinn rætast þar sem henni hefur kannski ekki alltaf þótt auðvelt að vera bara hún sjálf: „Í kosningabaráttu pabba míns brotnaði ég saman; ég eyddi bloggsíðunum mínum tveimur, önnur var mjög kynferðisleg, hin bara heimskuleg, ég eyddi Twitter-aðgangnum mínum og Tinder-aðgangnum. Ég vildi ekki að fólk myndi horfa til pabba míns með svona mikilli aðdáun og sæi síðan mig, svarta sauðinn í horninu og smán á göfugum málstað hans. Síðan vann hann kosningarnar og fékk vinnuna næstu fjögur árin, algjörlega óháð mér, og mér fór að líða aðeins betur í eigin skinni. Ég fór því aftur á Tinder og var á hverju kvöldi næstu vikuna með nýjum bólfélaga. Það er ótrúlegt hvað kynlíf getur hjálpað til við að hreinsa hugann.“ Í lok bloggfærslu sinnar segir Rut að hennar niðurstaða sé sú að þó að hún vilji ekki móðga fólk eða láta þeim líða illa þá vilji hún meira vera hún sjálf. Hún segist trúa því að sögurnar hennar eigi eftir að lífga upp á tilveruna hjá fólki og að hún verði einn daginn góður kynlífsráðgjafi. Þá trúir Rut því einnig að hún muni geta hjálpað fólki og svarað spurningum þeirra á faglegan og opinn hátt. Bloggfærslu Rutar má sjá í heild sinni hér. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira
Rut Guðnadóttir háskólanemi og dóttir Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands hefur opnað nýja bloggsíðu undir heitinu „My Awesome, Awkward Sex Life“ sem á íslensku gæti útlagst sem „Hið stórkostlega og vandræðalega ástarlíf mitt.“ Rut skrifar á ensku en í fyrstu færslunni er hún á einlægu nótunum þar sem hún lýsir því hvernig hún hafi nú í dálítinn tíma verið mjög leitandi varðandi það hvað hún vill gera í framtíðinni, hvað hún vill læra og starfa við. Nú er hún hins vegar búin að komast að niðurstöðu og hún ætlar að láta draum sinn rætast þó að það muni vissulega taka tíma, kosta peninga og mikla vinnu. Það sem truflar Rut er þó það að ef hún uppfyllir draum sinn þá muni það jafnvel koma fólki í uppnám, en hér á eftir fer þýðing blaðamanns á hluta úr bloggfærslu Rutar:„Mér líkar að vera ég og mér líkar við drauminn minn“ „Draumurinn minn er alls ekki samþykktur í samfélaginu og ég skammast mín fyrir að vilja uppfylla hann. Draumur minn er kynlíf. Getið þið ímyndað ykkur? Að hafa eytt öllum þessum tíma í að hugsa, berjast, vesenast fram og til baka, leita inn á við og hugleiða og niðurstaðan er: kynlíf. Hvernig útskýrirðu þetta fyrir foreldrum þínum? Sérstaklega þegar annað þeirra er allt í einu orðinn mjög opinber persóna og þú þarft að viðhalda einhverri ímynd. Ég er ekki góð í að viðhalda ímynd. Ég er hávær og þrjósk og ódömuleg, og ég vil ekki breyta neinu af þessu. Mér líkar að vera ég og mér líkar við drauminn minn.“Rut ásamt systkinum sínum á afmælisdegi föður þeirra þegar mannfjöldi kom saman við heimili fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi til að hylla nýkjörinn forseta.Ætlar í nám í kynlífsfræðum Rut greinir síðan frá því að nú þegar styttist í að hún ljúki háskólanámi sínu í sálfræði þá sé hún búin að ákveða að fara erlendis í mastersnám í kynlífsfræðum. Hún hafi mikinn áhuga á kynlífi, eigi margar bækur sem fjalla um það og vilji gera það að lifibrauði sínu. Það er þó greinilegt af lestri færslunnar að það hefur ekki verið auðvelt fyrir Rut að láta slag standa og láta draum sinn rætast þar sem henni hefur kannski ekki alltaf þótt auðvelt að vera bara hún sjálf: „Í kosningabaráttu pabba míns brotnaði ég saman; ég eyddi bloggsíðunum mínum tveimur, önnur var mjög kynferðisleg, hin bara heimskuleg, ég eyddi Twitter-aðgangnum mínum og Tinder-aðgangnum. Ég vildi ekki að fólk myndi horfa til pabba míns með svona mikilli aðdáun og sæi síðan mig, svarta sauðinn í horninu og smán á göfugum málstað hans. Síðan vann hann kosningarnar og fékk vinnuna næstu fjögur árin, algjörlega óháð mér, og mér fór að líða aðeins betur í eigin skinni. Ég fór því aftur á Tinder og var á hverju kvöldi næstu vikuna með nýjum bólfélaga. Það er ótrúlegt hvað kynlíf getur hjálpað til við að hreinsa hugann.“ Í lok bloggfærslu sinnar segir Rut að hennar niðurstaða sé sú að þó að hún vilji ekki móðga fólk eða láta þeim líða illa þá vilji hún meira vera hún sjálf. Hún segist trúa því að sögurnar hennar eigi eftir að lífga upp á tilveruna hjá fólki og að hún verði einn daginn góður kynlífsráðgjafi. Þá trúir Rut því einnig að hún muni geta hjálpað fólki og svarað spurningum þeirra á faglegan og opinn hátt. Bloggfærslu Rutar má sjá í heild sinni hér.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sjá meira