Airbnb 3.500 milljarða virði Sæunn Gísladóttir skrifar 9. ágúst 2016 11:49 Airbnb gerir fólki kleift að leigja út og leigja heimili annarra til skamms tíma í yfir 34 þúsund borgum í 191 landi. Vísir/Vilhelm Eftir nýja 850 milljón dollara fjármögnun er fyrirtækið Airbnb metið á þrjátíu milljarða dollara, jafnvirði 3.584 milljarða íslenskra króna. CNN greinir frá því að virði fyrirtækisins hafi hækkað um fimm milljarða dollara, tæplega 600 milljarða króna, á einungis einu ári. Airbnb, sem var stofnað árið 2008, er nú eitt af fjórum verðmætustu fyrirtækjum heims sem eru ekki á markaði. Uber, Xiaomi, og Didi Chuxing eru einnig á þeim lista. Airbnb gerir fólki kleift að leigja út og leigja heimili annarra til skamms tíma í yfir 34 þúsund borgum í 191 landi. Víðsvegar um heiminn eru borgir að takast á við erfiða leigumarkaði og þar hefur starfsemi Airbnb verið gagnrýnd. Í San Francisco þurfa gestgjafar Airbnb að borga yfir hundrað þúsund krónur á dag fyrir óskráðar eignir og í Chicago er sett fjögur prósent álag ofan á skammtímaleigu, og gestgjafar verða að skrá eignir sínar.Sjá einnig: Airbnb-lögin samþykkt: Heimilt að sekta um allt að milljón Hér á landi taka ný Airbnb lög í gildi 1. janúar. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Þá mega heildartekjur af útleigunni ekki fara yfir eina milljón króna. Með öðrum orðum, til að leigja íbúðina út alla dagana níutíu, án þess að fara yfir tekjuhármarkið, má verð fyrir nóttina ekki fara yfir 11.111 krónur fyrir hverja nótt. Tengdar fréttir Sameinast um reglur fyrir deilihagkerfið Tíu af stærstu borgum heims, meðal annars París, Seúl og Toronto, ætla að sameinast um reglur fyrir fyrirtæki eins og Airbnb og Uber. 22. júní 2016 11:00 Aðgerðir yfirvalda of harkalegar og meðalhófi ekki gætt vegna Airbnb leigusala Formaður Samtaka um skammtímaleigu á Íslandi gagnrýnir aðgerðir lögreglu og ríkisskattstjóra gegn Airbnb leigusölum og segir þær hafi verið og harkalegar og að meðalhófi hafi ekki verið gætt. 22. júlí 2016 20:22 Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í Reykjavík. 29. febrúar 2016 10:28 Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Eftir nýja 850 milljón dollara fjármögnun er fyrirtækið Airbnb metið á þrjátíu milljarða dollara, jafnvirði 3.584 milljarða íslenskra króna. CNN greinir frá því að virði fyrirtækisins hafi hækkað um fimm milljarða dollara, tæplega 600 milljarða króna, á einungis einu ári. Airbnb, sem var stofnað árið 2008, er nú eitt af fjórum verðmætustu fyrirtækjum heims sem eru ekki á markaði. Uber, Xiaomi, og Didi Chuxing eru einnig á þeim lista. Airbnb gerir fólki kleift að leigja út og leigja heimili annarra til skamms tíma í yfir 34 þúsund borgum í 191 landi. Víðsvegar um heiminn eru borgir að takast á við erfiða leigumarkaði og þar hefur starfsemi Airbnb verið gagnrýnd. Í San Francisco þurfa gestgjafar Airbnb að borga yfir hundrað þúsund krónur á dag fyrir óskráðar eignir og í Chicago er sett fjögur prósent álag ofan á skammtímaleigu, og gestgjafar verða að skrá eignir sínar.Sjá einnig: Airbnb-lögin samþykkt: Heimilt að sekta um allt að milljón Hér á landi taka ný Airbnb lög í gildi 1. janúar. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Þá mega heildartekjur af útleigunni ekki fara yfir eina milljón króna. Með öðrum orðum, til að leigja íbúðina út alla dagana níutíu, án þess að fara yfir tekjuhármarkið, má verð fyrir nóttina ekki fara yfir 11.111 krónur fyrir hverja nótt.
Tengdar fréttir Sameinast um reglur fyrir deilihagkerfið Tíu af stærstu borgum heims, meðal annars París, Seúl og Toronto, ætla að sameinast um reglur fyrir fyrirtæki eins og Airbnb og Uber. 22. júní 2016 11:00 Aðgerðir yfirvalda of harkalegar og meðalhófi ekki gætt vegna Airbnb leigusala Formaður Samtaka um skammtímaleigu á Íslandi gagnrýnir aðgerðir lögreglu og ríkisskattstjóra gegn Airbnb leigusölum og segir þær hafi verið og harkalegar og að meðalhófi hafi ekki verið gætt. 22. júlí 2016 20:22 Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í Reykjavík. 29. febrúar 2016 10:28 Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Sameinast um reglur fyrir deilihagkerfið Tíu af stærstu borgum heims, meðal annars París, Seúl og Toronto, ætla að sameinast um reglur fyrir fyrirtæki eins og Airbnb og Uber. 22. júní 2016 11:00
Aðgerðir yfirvalda of harkalegar og meðalhófi ekki gætt vegna Airbnb leigusala Formaður Samtaka um skammtímaleigu á Íslandi gagnrýnir aðgerðir lögreglu og ríkisskattstjóra gegn Airbnb leigusölum og segir þær hafi verið og harkalegar og að meðalhófi hafi ekki verið gætt. 22. júlí 2016 20:22
Gistirýmum á Airbnb fjölgaði um 126 prósent Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í Reykjavík. 29. febrúar 2016 10:28