Þátttaka í Gleðigöngunni stór áfangi fyrir BDSM á Íslandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. ágúst 2016 05:00 Að vanda tók fjöldi fólks þátt í Gleðigöngunni sem fram fór síðastliðinn laugardag, þar á meðal fulltrúar BDSM á Íslandi. vísir/hanna „Þetta er í rauninni rosalega stór og mikill áfangi. Það er svo mikilvægt að auka sýnileikann og sýna fjölbreytnina í flórunni,“ segir Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, um þátttöku félagsins í Gleðigöngu Hinsegin daga sem var gengin á laugardaginn. BDSM-fólk tók þá í fyrsta sinn þátt í göngunni undir merkjum félagsins.Magnús Hákonarson, formaður BDSM á ÍslandiUpplifunina af því að ganga í Gleðigöngunni í ár segir Magnús hafa einkennst af hamingju og gleði. Einhverjir hafa þó ekki verið samþykkir tilvist BDSM á Íslandi en hann segir að heyra hafi mátt hóp fólks hrópa að þeim ókvæðisorð. Meðal annars var BDSM-fólk kallað „helvítis perraógeð“. „Þetta sýnir hvað það er mikilvægt að taka þátt. Það, í rauninni, er lykillinn að þessu öllu saman,“ segir Magnús. Þegar tilkynnt var um þátttöku BDSM á Íslandi í Gleðigöngunni skrifaði BDSM á Íslandi eftirfarandi á Facebook-síðu sína: „Atriðið verður frekar lágstemmt og hógvært, engar pyntingar eða svipusmellir, bara fólk að sýna samstöðu með sjálfu sér og öðrum.“ Magnús segir það hafa verið skrifað sem kaldhæðið grín en segir nokkra fjölmiðla hafa gripið þessi orð á lofti og sett þau í fyrirsögn. Hann segir allt sem við kemur BDSM bera með sér sterk og stór orð sem auðvelt sé að nota í svokallaðar smellubrellur (e. clickbait) til að fá sem flesta til að smella á fréttina. „Vandamálið er það að þessar fyrirsagnir fá fólk vissulega til að smella en fólk les ekki niðurlagið og fær ekki þau skilaboð sem fréttin ætti að vera að skila,“ segir hann. Þá segir hann fordóma í garð BDSM-fólks hafa minnkað undanfarið. „Við finnum rosalegan mun á síðustu árum hvað mikið hefur lagast. Það kemur með auknum sýnileika og umfjöllun.“ Magnús segir það hafa verið vandamál að fólk hafi getað fundið sér stað inni í skápnum. Áherslan hafi ekki verið á það að koma út úr honum. „Það má segja að það viðhaldi ástandinu. Það gerir engum gott að vera fastur inni í skápnum með part af sjálfum sér.“ Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. ágúst 2016. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gleðigangan: Risavaxinn einhyrningur Páls Óskars sló í gegn Gríðarlegur fjöldi var samankominn í bænum til þess að fylgjast með Gleðigöngunni. 6. ágúst 2016 15:42 Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30 Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
„Þetta er í rauninni rosalega stór og mikill áfangi. Það er svo mikilvægt að auka sýnileikann og sýna fjölbreytnina í flórunni,“ segir Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, um þátttöku félagsins í Gleðigöngu Hinsegin daga sem var gengin á laugardaginn. BDSM-fólk tók þá í fyrsta sinn þátt í göngunni undir merkjum félagsins.Magnús Hákonarson, formaður BDSM á ÍslandiUpplifunina af því að ganga í Gleðigöngunni í ár segir Magnús hafa einkennst af hamingju og gleði. Einhverjir hafa þó ekki verið samþykkir tilvist BDSM á Íslandi en hann segir að heyra hafi mátt hóp fólks hrópa að þeim ókvæðisorð. Meðal annars var BDSM-fólk kallað „helvítis perraógeð“. „Þetta sýnir hvað það er mikilvægt að taka þátt. Það, í rauninni, er lykillinn að þessu öllu saman,“ segir Magnús. Þegar tilkynnt var um þátttöku BDSM á Íslandi í Gleðigöngunni skrifaði BDSM á Íslandi eftirfarandi á Facebook-síðu sína: „Atriðið verður frekar lágstemmt og hógvært, engar pyntingar eða svipusmellir, bara fólk að sýna samstöðu með sjálfu sér og öðrum.“ Magnús segir það hafa verið skrifað sem kaldhæðið grín en segir nokkra fjölmiðla hafa gripið þessi orð á lofti og sett þau í fyrirsögn. Hann segir allt sem við kemur BDSM bera með sér sterk og stór orð sem auðvelt sé að nota í svokallaðar smellubrellur (e. clickbait) til að fá sem flesta til að smella á fréttina. „Vandamálið er það að þessar fyrirsagnir fá fólk vissulega til að smella en fólk les ekki niðurlagið og fær ekki þau skilaboð sem fréttin ætti að vera að skila,“ segir hann. Þá segir hann fordóma í garð BDSM-fólks hafa minnkað undanfarið. „Við finnum rosalegan mun á síðustu árum hvað mikið hefur lagast. Það kemur með auknum sýnileika og umfjöllun.“ Magnús segir það hafa verið vandamál að fólk hafi getað fundið sér stað inni í skápnum. Áherslan hafi ekki verið á það að koma út úr honum. „Það má segja að það viðhaldi ástandinu. Það gerir engum gott að vera fastur inni í skápnum með part af sjálfum sér.“ Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. ágúst 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gleðigangan: Risavaxinn einhyrningur Páls Óskars sló í gegn Gríðarlegur fjöldi var samankominn í bænum til þess að fylgjast með Gleðigöngunni. 6. ágúst 2016 15:42 Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30 Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Gleðigangan: Risavaxinn einhyrningur Páls Óskars sló í gegn Gríðarlegur fjöldi var samankominn í bænum til þess að fylgjast með Gleðigöngunni. 6. ágúst 2016 15:42
Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30
Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20