Birgitta segist aldrei hafa fengið önnur eins viðbrögð Anton Egilsson skrifar 12. nóvember 2016 13:32 Birgitta var ekki par sátt við framkomu Julian Fellowes. Vísir/Skjáskot Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist aldrei hafa fengið önnur eins viðbrögð við neinu eins og þátttöku hennar í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í gærkvöldi. Þetta segir hún í færslu á Facebook síðu sinni. Vísir greindi frá því í gær að Birgitta hefði sagt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði í lávarðadeild breska þingsins, að skammast sín í miðri útsendingu.Almennur dónaskapurÍ þættinum var Birgitta meðal annars spurð um hlutverk Wikileaks í tengslum við Bandarísku forsetakosningarnar. Birgitta reyndi að útskýra að Wikileaks hafi skipað mikilvægt hlutverk seinustu árin, þótt henni hafi fundist gengið of langt varðandi Hillary Clinton. Greip lávarðurinn stöðugt fram í fyrir Birgittu og talaði um landráð og svikara. „Hann leyfði mér bara aldrei að tala sem er náttúrulega einhver hefð fyrir í breska þinginu. Einhver svona almennur dónaskapur. Þegar hann byrjaði svo að segja að allir uppljóstrarar séu landráðamenn þá var mér bara nóg boðið. Eftir það gat ég ekki setið á mér og sagði honum að skammast sín.“ Sagði Birgitta um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ekki ein um að vera misboðiðÞá sagði Birgitta einnig að hún hafi ekki verið ein um það að hafa misboðið framkoma breska lávarðsins. „Þetta var mjög athyglisverð upplifun að vera í þessum þætti og hún sagði mér það einmitt leikkonan sem sat við hliðina á mér að henni hefði verið svo misboðið hvernig lávarðurinn talaði að hún var við það að grípa inn í en henni fannst ég ná að svara honum nógu vel svo hún þyrfti ekki að tjá sig.“ Í Facebook færslu sinni segir hún að mest hafi farið fyrir brjóst hennar að lávarðurinn hafi þóst tala fyrir hönd þeirra sem eiga ekki til hnífs og skeiðar. Hún segir það minna um margt á silfurskeiðarmenn hér á landi. Tengdar fréttir Birgitta sagði höfundi Downton Abbey að skammast sín Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var gestur í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í kvöld ásamt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði Íhaldsflokksins í lávarðadeild breska þingsins. Þau áttu í nokkuð snörpum orðaskiptum og sagði Birgitta Fellowes á einum tímapunkti að hann ætti að skammast sín. 11. nóvember 2016 21:42 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist aldrei hafa fengið önnur eins viðbrögð við neinu eins og þátttöku hennar í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í gærkvöldi. Þetta segir hún í færslu á Facebook síðu sinni. Vísir greindi frá því í gær að Birgitta hefði sagt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði í lávarðadeild breska þingsins, að skammast sín í miðri útsendingu.Almennur dónaskapurÍ þættinum var Birgitta meðal annars spurð um hlutverk Wikileaks í tengslum við Bandarísku forsetakosningarnar. Birgitta reyndi að útskýra að Wikileaks hafi skipað mikilvægt hlutverk seinustu árin, þótt henni hafi fundist gengið of langt varðandi Hillary Clinton. Greip lávarðurinn stöðugt fram í fyrir Birgittu og talaði um landráð og svikara. „Hann leyfði mér bara aldrei að tala sem er náttúrulega einhver hefð fyrir í breska þinginu. Einhver svona almennur dónaskapur. Þegar hann byrjaði svo að segja að allir uppljóstrarar séu landráðamenn þá var mér bara nóg boðið. Eftir það gat ég ekki setið á mér og sagði honum að skammast sín.“ Sagði Birgitta um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ekki ein um að vera misboðiðÞá sagði Birgitta einnig að hún hafi ekki verið ein um það að hafa misboðið framkoma breska lávarðsins. „Þetta var mjög athyglisverð upplifun að vera í þessum þætti og hún sagði mér það einmitt leikkonan sem sat við hliðina á mér að henni hefði verið svo misboðið hvernig lávarðurinn talaði að hún var við það að grípa inn í en henni fannst ég ná að svara honum nógu vel svo hún þyrfti ekki að tjá sig.“ Í Facebook færslu sinni segir hún að mest hafi farið fyrir brjóst hennar að lávarðurinn hafi þóst tala fyrir hönd þeirra sem eiga ekki til hnífs og skeiðar. Hún segir það minna um margt á silfurskeiðarmenn hér á landi.
Tengdar fréttir Birgitta sagði höfundi Downton Abbey að skammast sín Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var gestur í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í kvöld ásamt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði Íhaldsflokksins í lávarðadeild breska þingsins. Þau áttu í nokkuð snörpum orðaskiptum og sagði Birgitta Fellowes á einum tímapunkti að hann ætti að skammast sín. 11. nóvember 2016 21:42 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Birgitta sagði höfundi Downton Abbey að skammast sín Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, var gestur í Skavlan, vinsælasta spjallþætti Norðurlanda, í kvöld ásamt Julian Fellowes, höfundi Downton Abbey og lávarði Íhaldsflokksins í lávarðadeild breska þingsins. Þau áttu í nokkuð snörpum orðaskiptum og sagði Birgitta Fellowes á einum tímapunkti að hann ætti að skammast sín. 11. nóvember 2016 21:42