Erlent

Facebook „drap“ stofnanda sinn og fjölmarga aðra

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Zuckerberg er sprellifandi þrátt fyrir þessi skilaboð.
Zuckerberg er sprellifandi þrátt fyrir þessi skilaboð. Vísir/Skjáskot
Villa í kerfi Facebook varð þess valdandi að fjölmargir notendur samfélagsmiðilsins ofurvinsæla voru sagðir látnir. Sérstakur minningarborði birtist efst á síðu notenda í gær, þar á meðal Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook.

„Við vonum að þeir sem elska Mark geti fundið hugarró í því sem aðrir deila til minningar og fögnuðar um líf hans,“ stóð á Facebook síðu Suckerberg og svipuð skilaboð biðu fjölmargra í gær.

Facebook var fljótt að komast fyrir villuna og baðst innilegar afsökunar á því að hafa „drepið“ svo marga notendur. Minningarborðin var kynntur til sögunnar á síðasta ári eftir að aðstandendur sem áttu látna ástvini kölluðu eftir því að hægt væri breyta Facebook-síðum þeirra til minningar um líf þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×