Sáttasemjari segir ólgu ríkja á vinnumarkaði Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. nóvember 2016 07:00 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari bendir á að traust sé forsenda þess að hægt sé að byggja upp nýtt samningsmódel á vinnumarkaði. vísir/ernir „Staðan er vissulega alvarleg. Það er alveg ljóst mál að það er mikil ólga sem birtist meðal annars í þessum tvífelldu samningum hjá kennurum og svo eru sjómenn í verkfalli,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Sjómenn fóru í verkfall í fyrrakvöld og kjaradeilu kennara hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Bryndís ræddi nýtt íslenskt samningslíkan að norrænni fyrirmynd á málþingi sem fram fór í gær. Hún sagði meðal annars að norrænu líkönin héngu saman á einu hugtaki, trausti. Þar vísaði hún annars vegar til trausts á milli aðila á vinnumarkaði innbyrðis og svo trausts milli vinnumarkaðarins og stjórnvalda. „Og ef til vill má bæta við trausti almennings á því að allir séu að róa í sömu átt,“ segir hún. Hún benti á nýjustu traustskönnun Gallup sem bendir til þess að lykilstofnanir og stjórnmál í landinu eigi nokkuð í land með að endurheimta það traust sem hefur tapast. Aðspurð hvort nýr úrskurður kjararáðs, þar sem alþingismönnum var úthlutuð 45 prósenta launahækkun, ylli henni áhyggjum vísaði hún til orða forystumanna aðila vinnumarkaðarins. „Það er viðfangsefni stjórnmálanna að meta hvort það sé ástæða til þess að gera eitthvað í því máli,“ sagði hún um það hvort breyta þyrfti úrskurðinum. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvað Alþingi á að gera. Það er ekki mitt hlutverk.“ Í ræðu sinni vakti Bryndís athygli á því að kjaramálum sem vísað er til félagsdóms hafi fjölgað verulega, en hlutverk dómstólsins er að leysa úr réttarágreiningi á vinnumarkaði. Bryndís segir fjöldann hafa náð hámarki í fyrra sé horft aftur til ársins 2000. Þetta sé áhyggjuefni. „Það komu 20 mál fyrir dóminn sem er eins og þið vitið skipaður fólki sem hefur dómsstörf þar sem aukastörf. Þetta ástand getur ekki verið ásættanlegt,“ sagði hún og bætti við að verkfallsboðanir og verkföll væru mjög tíð hér miðað við Norðurlöndin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Staðan er vissulega alvarleg. Það er alveg ljóst mál að það er mikil ólga sem birtist meðal annars í þessum tvífelldu samningum hjá kennurum og svo eru sjómenn í verkfalli,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Sjómenn fóru í verkfall í fyrrakvöld og kjaradeilu kennara hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Bryndís ræddi nýtt íslenskt samningslíkan að norrænni fyrirmynd á málþingi sem fram fór í gær. Hún sagði meðal annars að norrænu líkönin héngu saman á einu hugtaki, trausti. Þar vísaði hún annars vegar til trausts á milli aðila á vinnumarkaði innbyrðis og svo trausts milli vinnumarkaðarins og stjórnvalda. „Og ef til vill má bæta við trausti almennings á því að allir séu að róa í sömu átt,“ segir hún. Hún benti á nýjustu traustskönnun Gallup sem bendir til þess að lykilstofnanir og stjórnmál í landinu eigi nokkuð í land með að endurheimta það traust sem hefur tapast. Aðspurð hvort nýr úrskurður kjararáðs, þar sem alþingismönnum var úthlutuð 45 prósenta launahækkun, ylli henni áhyggjum vísaði hún til orða forystumanna aðila vinnumarkaðarins. „Það er viðfangsefni stjórnmálanna að meta hvort það sé ástæða til þess að gera eitthvað í því máli,“ sagði hún um það hvort breyta þyrfti úrskurðinum. „Ég ætla ekki að hafa skoðun á því hvað Alþingi á að gera. Það er ekki mitt hlutverk.“ Í ræðu sinni vakti Bryndís athygli á því að kjaramálum sem vísað er til félagsdóms hafi fjölgað verulega, en hlutverk dómstólsins er að leysa úr réttarágreiningi á vinnumarkaði. Bryndís segir fjöldann hafa náð hámarki í fyrra sé horft aftur til ársins 2000. Þetta sé áhyggjuefni. „Það komu 20 mál fyrir dóminn sem er eins og þið vitið skipaður fólki sem hefur dómsstörf þar sem aukastörf. Þetta ástand getur ekki verið ásættanlegt,“ sagði hún og bætti við að verkfallsboðanir og verkföll væru mjög tíð hér miðað við Norðurlöndin. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira