Steinar Bragi vill gefa Salvöru færi á að biðjast afsökunar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. nóvember 2016 18:16 Fjölmargir úr bókmenntaheiminum hafa skorað á lektorinn að taka færsluna niður en allt kemur fyrir ekki. Salvör Kristjana Gissurardóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, ýjar að því án þess að fullyrða þar um, á Facebook-síðu sinni að Steinar Bragi rithöfundur sé maðurinn sem Eva Dís Þórðardóttir talar um í opinskáu viðtali – maður sem hún var í ofbeldisfullu sambandi við. Samkvæmt Þórarni Leifssyni rithöfundi ætlar Steinar Bragi að leita réttar síns vegna ummæla Salvarar. Salvör er lektor í upplýsingatækni og færslu sína birtir hún á Facebook síðu sinni. „Er ekki alveg eins gott að segja bara nafnið á manninum sem stúlkan vísar í,“ spyr Salvör. „Þessi sem var á listamannalaunum. Ég er ekki að segja að það sé Steinar Bragi en sögusvið sumra sagna hans er ansi myrkt. En hann er ekki sá eini sem skrifar um ofbeldi gagnvart konum. Glæpasögur er ein vinsælasta sögugerð nútímans og þemað þar er oft kynferðislegt ofbeldi.“Skorað á Salvöru að taka færsluna niðurViðtalið við Evu Dís hefur vakið mikla athygli en þar greinir hún frá tildrögum þess sem hún segir að hafi orðið til þess að hún leiddist út í vændi. Meðal annars var hún í ofbeldisfullu sambandi við eldri mann sem kúgaði hana og vildi láta hana gera eitt og annað sem misbauð blygðunarkennd hennar. Eva Dís segir manninn hafa verið á listamannalaunum og að hennar sögn hafi hann þess vegna haft nægan tíma til að atast í henni.Fjölmargir hafa, nú í allan dag, skorað á Salvöru að taka færslu sína niður.Nokkrir hafa gert athugasemd við ummæli Salvarar í dag fordæmt skrif hennar og skorað á hana að taka þau niður hið fyrsta og biðjast afsökunar á orðum sínum. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur er einn þeirra sem segir: „Þetta eru svo rætin og andstyggileg ummæli að þau eru náttúrlega ekki svaraverð. Ég vil samt benda þér á tvennt: Í fyrsta lagi segir Eva að þetta hafi verið eldri maður. Í öðru lagi þarf fólk að vera verulega illa læst til að sjá ekki að allt það ofbeldi sem lýst er í bókum Steinars er sett fram til að gagnrýna það og fordæma. Ef þú hefur lesið Kötu og dettur í hug að tengja Steinar Braga við ofbeldi af þessu tagi segir það ekkert um Steinar en töluvert um það hvernig þú hugsar.“Steinar Bragi kominn með lögmann í málið Kristján B. Jónasson útgefandi er annar: „Þetta er ótrúlega rætið og ógeðslegt, hvlíkur rógur og vesalmennska í þér.“ Rithöfundurinn Þórarinn Leifsson tilkynnti að hann hafi sett sig í samband við Steinar Braga og að Steinar Bragi hafi falið lögfræðingi að kanna málið. „Mér er ljúft og skilt að skila því frá Steinari Braga Guðmundssyni (Sem er ekki á Facebook) að lögfræðingur hefur verið fenginn til að skoða málið eftir að Salvör Kristjana leiddi algjörlega hjá sér óskir um að efnið yrði tekið út án tafar og um leið beðist afsökunar á dónaskapnum.“Í samtali við DV segir Steinar Bragi að hann íhugi málarekstur en hann vilji afsökunarbeiðni frá Salvör. „Ætli ég gefi henni ekki færi á því enn þá, þótt eflaust hafi fullt af fólki séð færsluna. - Það gleður mig ekkert sérstaklega að þurfa í málarekstur yfir meiðyrðum og sóa með því tíma fjölda manna. En það er jafn erfitt að sitja þegjandi hjá þegar ég er bendlaður við svona hryggilegt mál,“ segir Steinar Bragi. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná tali af Steinari Braga við vinnslu fréttarinnar en án árangurs.Uppfært 22:50:Salvör hefur nú fjarlægt færsluna af Facebook síðu sinni.Uppfært 23:45Salvör Kristjana hefur haft samband við Steinar Braga og beðið hann afsökunar á ummælum sínum. Fyrirsögn fréttarinnar hefur jafnframt verið breytt. Tengdar fréttir Leiddist út í vændi eftir gróft kynferðisofbeldi: Átti að nota kattakassa Eva Dís Þórðardóttir leiddist út í vændi eftir að hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi allt frá barnsaldri. 18. nóvember 2016 22:13 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Salvör Kristjana Gissurardóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, ýjar að því án þess að fullyrða þar um, á Facebook-síðu sinni að Steinar Bragi rithöfundur sé maðurinn sem Eva Dís Þórðardóttir talar um í opinskáu viðtali – maður sem hún var í ofbeldisfullu sambandi við. Samkvæmt Þórarni Leifssyni rithöfundi ætlar Steinar Bragi að leita réttar síns vegna ummæla Salvarar. Salvör er lektor í upplýsingatækni og færslu sína birtir hún á Facebook síðu sinni. „Er ekki alveg eins gott að segja bara nafnið á manninum sem stúlkan vísar í,“ spyr Salvör. „Þessi sem var á listamannalaunum. Ég er ekki að segja að það sé Steinar Bragi en sögusvið sumra sagna hans er ansi myrkt. En hann er ekki sá eini sem skrifar um ofbeldi gagnvart konum. Glæpasögur er ein vinsælasta sögugerð nútímans og þemað þar er oft kynferðislegt ofbeldi.“Skorað á Salvöru að taka færsluna niðurViðtalið við Evu Dís hefur vakið mikla athygli en þar greinir hún frá tildrögum þess sem hún segir að hafi orðið til þess að hún leiddist út í vændi. Meðal annars var hún í ofbeldisfullu sambandi við eldri mann sem kúgaði hana og vildi láta hana gera eitt og annað sem misbauð blygðunarkennd hennar. Eva Dís segir manninn hafa verið á listamannalaunum og að hennar sögn hafi hann þess vegna haft nægan tíma til að atast í henni.Fjölmargir hafa, nú í allan dag, skorað á Salvöru að taka færslu sína niður.Nokkrir hafa gert athugasemd við ummæli Salvarar í dag fordæmt skrif hennar og skorað á hana að taka þau niður hið fyrsta og biðjast afsökunar á orðum sínum. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur er einn þeirra sem segir: „Þetta eru svo rætin og andstyggileg ummæli að þau eru náttúrlega ekki svaraverð. Ég vil samt benda þér á tvennt: Í fyrsta lagi segir Eva að þetta hafi verið eldri maður. Í öðru lagi þarf fólk að vera verulega illa læst til að sjá ekki að allt það ofbeldi sem lýst er í bókum Steinars er sett fram til að gagnrýna það og fordæma. Ef þú hefur lesið Kötu og dettur í hug að tengja Steinar Braga við ofbeldi af þessu tagi segir það ekkert um Steinar en töluvert um það hvernig þú hugsar.“Steinar Bragi kominn með lögmann í málið Kristján B. Jónasson útgefandi er annar: „Þetta er ótrúlega rætið og ógeðslegt, hvlíkur rógur og vesalmennska í þér.“ Rithöfundurinn Þórarinn Leifsson tilkynnti að hann hafi sett sig í samband við Steinar Braga og að Steinar Bragi hafi falið lögfræðingi að kanna málið. „Mér er ljúft og skilt að skila því frá Steinari Braga Guðmundssyni (Sem er ekki á Facebook) að lögfræðingur hefur verið fenginn til að skoða málið eftir að Salvör Kristjana leiddi algjörlega hjá sér óskir um að efnið yrði tekið út án tafar og um leið beðist afsökunar á dónaskapnum.“Í samtali við DV segir Steinar Bragi að hann íhugi málarekstur en hann vilji afsökunarbeiðni frá Salvör. „Ætli ég gefi henni ekki færi á því enn þá, þótt eflaust hafi fullt af fólki séð færsluna. - Það gleður mig ekkert sérstaklega að þurfa í málarekstur yfir meiðyrðum og sóa með því tíma fjölda manna. En það er jafn erfitt að sitja þegjandi hjá þegar ég er bendlaður við svona hryggilegt mál,“ segir Steinar Bragi. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná tali af Steinari Braga við vinnslu fréttarinnar en án árangurs.Uppfært 22:50:Salvör hefur nú fjarlægt færsluna af Facebook síðu sinni.Uppfært 23:45Salvör Kristjana hefur haft samband við Steinar Braga og beðið hann afsökunar á ummælum sínum. Fyrirsögn fréttarinnar hefur jafnframt verið breytt.
Tengdar fréttir Leiddist út í vændi eftir gróft kynferðisofbeldi: Átti að nota kattakassa Eva Dís Þórðardóttir leiddist út í vændi eftir að hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi allt frá barnsaldri. 18. nóvember 2016 22:13 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Leiddist út í vændi eftir gróft kynferðisofbeldi: Átti að nota kattakassa Eva Dís Þórðardóttir leiddist út í vændi eftir að hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi allt frá barnsaldri. 18. nóvember 2016 22:13
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent