Voru skógarnir svona veglegir við landnám? Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2016 12:00 Sveinn Runólfsson lýsir gróðurfari Íslands við landnám í þættinum Landnemarnir á Stöð 2. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, í þættinum Landnemarnir á Stöð 2, sem að þessu sinni fjallar um landnámsferlið. Sveinn telur að samfelld gróðurþekja hafi legið yfir hálendið, landshluta á milli. Spurt er: Hvernig leit Ísland út við landnám? Var það viði vaxið milli fjalls og fjöru, eins og Ari fróði skrifar í Íslendingabók? Svona litu skógar Íslands út við landnám, að mati Sveins Runólfssonar. Myndin er til sýnis í Sagnagarði Landgræðslunnar í Gunnarsholti.Rannsóknir benda til að eyðing skóganna hafi verið mjög hröð og að landnámsmenn hafi gengið rösklega fram í að höggva hann niður en í þættinum velta sérfræðingar upp ástæðum þess. Í Landnámabók segir að landið hafi orðið albyggt á sex áratugum. „Svo allt í einu árið 930 er bara komið fólk allsstaðar,” segir Albína Hulda Pálsdóttir fornleifafræðingur en leitað verður svara um hversu hratt landið byggðist og hvernig landnemarnir dreifðust um landið.Landnámsmenn virðast hafa gengið rösklega fram í að höggva skóginn niður.Teikning/Sigurður Valur Sigurðsson. Við kynnumst leyndardómum víkingaskipanna, sjóhæfni þeirra og burðarþoli og hversu hraðskreið þau voru. Rætt verður við skipasmiðinn og stýrimanninn Gunnar Marel Eggertsson, sem siglt hefur á tveimur víkingaskipum yfir úthafið. Þá verður fjallað um athyglisverðar fornleifarannsóknir á landnámi Skagafjarðar, sem bandarískir háskólar standa fyrir í samvinnu við Byggðasafn Skagfirðinga. Landnemarnir eru á dagskrá á mánudagskvöld klukkan 19.20, strax að loknum fréttum. Hér má sjá brot úr þættinum. Landnemarnir Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Íslenskur landnámshöfðingi reisti stærsta víkingaskálann Stærsti víkingaskáli sem fundist hefur á Norðurlöndum er nú talinn hafa verið reistur af einum af landnámsmönnum Íslands. 14. nóvember 2016 18:47 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
„Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri, í þættinum Landnemarnir á Stöð 2, sem að þessu sinni fjallar um landnámsferlið. Sveinn telur að samfelld gróðurþekja hafi legið yfir hálendið, landshluta á milli. Spurt er: Hvernig leit Ísland út við landnám? Var það viði vaxið milli fjalls og fjöru, eins og Ari fróði skrifar í Íslendingabók? Svona litu skógar Íslands út við landnám, að mati Sveins Runólfssonar. Myndin er til sýnis í Sagnagarði Landgræðslunnar í Gunnarsholti.Rannsóknir benda til að eyðing skóganna hafi verið mjög hröð og að landnámsmenn hafi gengið rösklega fram í að höggva hann niður en í þættinum velta sérfræðingar upp ástæðum þess. Í Landnámabók segir að landið hafi orðið albyggt á sex áratugum. „Svo allt í einu árið 930 er bara komið fólk allsstaðar,” segir Albína Hulda Pálsdóttir fornleifafræðingur en leitað verður svara um hversu hratt landið byggðist og hvernig landnemarnir dreifðust um landið.Landnámsmenn virðast hafa gengið rösklega fram í að höggva skóginn niður.Teikning/Sigurður Valur Sigurðsson. Við kynnumst leyndardómum víkingaskipanna, sjóhæfni þeirra og burðarþoli og hversu hraðskreið þau voru. Rætt verður við skipasmiðinn og stýrimanninn Gunnar Marel Eggertsson, sem siglt hefur á tveimur víkingaskipum yfir úthafið. Þá verður fjallað um athyglisverðar fornleifarannsóknir á landnámi Skagafjarðar, sem bandarískir háskólar standa fyrir í samvinnu við Byggðasafn Skagfirðinga. Landnemarnir eru á dagskrá á mánudagskvöld klukkan 19.20, strax að loknum fréttum. Hér má sjá brot úr þættinum.
Landnemarnir Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15 Íslenskur landnámshöfðingi reisti stærsta víkingaskálann Stærsti víkingaskáli sem fundist hefur á Norðurlöndum er nú talinn hafa verið reistur af einum af landnámsmönnum Íslands. 14. nóvember 2016 18:47 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. 13. nóvember 2016 10:15
Íslenskur landnámshöfðingi reisti stærsta víkingaskálann Stærsti víkingaskáli sem fundist hefur á Norðurlöndum er nú talinn hafa verið reistur af einum af landnámsmönnum Íslands. 14. nóvember 2016 18:47