Júlí Heiðar á lag í keppninni og nú hefur verið gert myndband við lagið. Lagið nefnist Ready to Break Free og er enska útgáfan af laginu Spring yfir heiminn.
Lagið er í flutningi Guðmund Snorra og Þórdísi Birnu en Guðmundur samdi enska texta lagsins.
Myndbandið sem sjá má hér fyrir neðan er eftir Sigurð Anton Friðþjófsson sem skrifaði og leikstýrði kvikmyndinni Webcam og um upptökur sá Aron Bragi Baldursson. Dansararnir Helga Sigrún og Hilmar Steinn dansa í videoinu og samdi Helga dansinn.