Innlent

Fjöldahjálparstöð opnuð í Klébergsskóla á Kjalarnesi

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá fjöldahjálparstöðinni í Klébergsskóla.
Frá fjöldahjálparstöðinni í Klébergsskóla. Vísir/Jón Brynjar
Rauði kross Íslands hefur opnað fjöldahjálparstöð í Klébergsskóla í Grundarhverfi á Kjalarnesi. Nú þegar halda fjörutíu manns til þar sem sitja fastir eftir að Vesturlandsvegi við Kjalarnes var lokað vegna veðurs fyrr í dag. Jón Brynjar Birgisson, sviðsstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum, segir alla velkomna sem komast ekki til höfuðborgarsvæðisins vegna þessarar lokunar.

Veðrið hefur náð hámarki á Suðvesturlandi og er spáð að það verði gengið niður um klukkan tíu í kvöld og því vonast til að Vesturlandsvegur um Kjalarnes verði opnaður í kjölfarið.

Annars segir Jón Brynjar að starfsmenn Rauða krossins séu undir það búnir að fólk geti dvalið lengur í Klébergsskóla og jafnvel gist þar ef þörf krefur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×