MR-ingar hlakka til að losna við Cösu Christi Bjarki Ármannsson skrifar 4. febrúar 2016 15:07 Forseti Framtíðarinnar segist hlakka til fyrir hönd komandi kynslóða MR-inga að þurfa ekki að stunda nám í húsinu Casa Christi. Rektor segir mikla þörf á lagfærðu húsnæði. Vísir Forseti Framtíðarinnar, nemendafélags innan Menntaskólans í Reykjavík, segist hlakka til fyrir hönd komandi kynslóða MR-inga að þurfa ekki að stunda nám í húsinu Casa Christi. Reykjavíkurborg samþykkti í desember að láta rífa bygginguna vegna byggingar nýs húsnæðis en margir hafa sett sig upp á móti þeim fyrirætlunum. „Allir eru mjög spenntir yfir því að þetta sé að fara,“ segir Snærós Axelsdóttir, forseti Framtíðarinnar. „Það vill enginn nemandi vera í þessari byggingu þegar stofuskipanin er birt á haustin.“ Húsið var byggt árið 1907 og er friðað. Samtökin KFUM og KFUK voru upphaflega þar til húsa áður en þau fluttu á Holtaveg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er meðal þeirra sem hvatt hefur til þess að gera húsið upp í stað þess að rífa það. Sagði hann í færslu á Facebook-síðu sinni að elsti menntaskóli landsins hlyti að vilja varðveita söguna.Sjá einnig: Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Að sögn Snærósar hefur húsið þó lengi þótt með eindæmum illa hentugt fyrir kennslu. Svo óvinsælt sé það að einn nemandi hafi tekið ákvörðun um að hætta í skólanum þegar hann komst að því að hann átti að vera í heimastofu þar þriðja árið í röð. „Allar stofurnar eru frekar litlar,“ segir hún. „Ef þú ert neðst í kjallaranum, þá er ekki súrefni þar og eftir svona tuttugu mínútur getur eiginlega enginn andað og það líður öllum illa yfir skóladaginn. Hinar stofurnar eru ekki jafnslæmar, en engin þeirra er góð.“Skipulag MR-reitsins svokallaða. Útlit frá Amtmannsstíg (úr norðvestri).Mynd/ReykjavíkurborgTilkynnt var um það í desember að umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefði samþykkt framkvæmdir á lóð Menntaskólans, þar sem bókasafn, íþróttahús og fyrirlestrasalur eiga að rísa auk kennslustofa. Til þess þarf Casa Christi að víkja. Menntamálaráðuneytið stefnir ekki að því að endurreisa húsið í upprunalegri mynd á nýjum stað, þrátt fyrir tillögu Minjastofnunar þess efnis. Hópur íbúa í nágrenni skólans lýsti yfir óánægju með áformin í skoðanagrein sem birtist í Fréttablaðinu í janúar og ber heitið „Ert‘ekki að grínast? Er þetta í alvöru að gerast?“ „Húsið [...] er bæði einstakt frá sjónarhóli byggingarlistarinnar og menningarsögulega mjög mikilvægt sem miðstöð félags- og æskulýðsstarfs um áratuga skeið,“ segir meðal annars í greininni. „MR hlýtur að líta á það sem forréttindi að fá að starfa í þessum fallegu, sögufrægu byggingum.“ „Við lásum þessa grein og fórum flest að hlæja,“ segir Snærós. „Það er auðvitað leiðinlegt að það verða framkvæmdir í kringum þetta og það vill enginn hafa læti og leiðindi. En þeim er boðið að koma og sitja heilan dag í Cösu Christi og sjá hvernig er að læra þarna.“ Sjá einnig: Þetta er í alvöru að gerastYngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík.Vísir/StefánÁtti alltaf að vera til bráðabirgða Yngvi Pétursson, rektor skólans, segir ekki sitt að svara því hvort skólinn hafi áhyggjur af því að rífa eigi húsið. Það sé þó skýrt, og hafi lengi legið fyrir, að mikil þörf sé á að fá lagfært húsnæði í skólann. „Ósk okkar og krafa er sú að það verði bætt úr þessu brýna húsnæðisleysi sem við höfum búið við núna í ansi langan tíma,“ segir Yngvi. „Til dæmis er alveg hrópandi aðstöðuleysi nemenda gagnvart sínu félagslífi og hvernig er staðið að því. Við getum ekki boðið upp á slíka aðstöðu hér í skólanum, nemendur þurfa að leigja hana úti í bæ. Það er mjög aðkallandi að fá úr því bætt.“ Hann bendir á að alla tíð hafi verið litið svo á að Casa Christi væri bráðabirgðahúsnæði. „Þetta hús var keypt fyrir skólann af KFUM og KFUK, þá voru þau að færa sína starfsemi að Holtavegi. Þá var lagt í lágmarksviðhald á þessu húsi og talað um það að þetta væri bráðabirgðahúsnæði sem kennt yrði í fimm til sjö ár. Og síðan eru nú liðin ansi mörg ár.“ Tengdar fréttir Nágrannar MR ósáttir við byggingaráform ríkisins Nágrannar MR segja byggingaframkvæmdir á þessum slóðum munu valda stórfelldum breytingum á ásýnd miðborgarinnar. 29. janúar 2016 10:44 Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Borgarstjóri setur út á málflutning forsætisráðherra og segir ríkið vilja rífa Casa Christi. 29. janúar 2016 17:15 Borgin samþykkir framkvæmdir við MR Reykjavíkurborg samþykkti einnig að láta rífa bygginguna Casa Christi sem er á þeim hluta lóðarinnar þar sem nýtt húsnæði á að rísa. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Sjá meira
Forseti Framtíðarinnar, nemendafélags innan Menntaskólans í Reykjavík, segist hlakka til fyrir hönd komandi kynslóða MR-inga að þurfa ekki að stunda nám í húsinu Casa Christi. Reykjavíkurborg samþykkti í desember að láta rífa bygginguna vegna byggingar nýs húsnæðis en margir hafa sett sig upp á móti þeim fyrirætlunum. „Allir eru mjög spenntir yfir því að þetta sé að fara,“ segir Snærós Axelsdóttir, forseti Framtíðarinnar. „Það vill enginn nemandi vera í þessari byggingu þegar stofuskipanin er birt á haustin.“ Húsið var byggt árið 1907 og er friðað. Samtökin KFUM og KFUK voru upphaflega þar til húsa áður en þau fluttu á Holtaveg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er meðal þeirra sem hvatt hefur til þess að gera húsið upp í stað þess að rífa það. Sagði hann í færslu á Facebook-síðu sinni að elsti menntaskóli landsins hlyti að vilja varðveita söguna.Sjá einnig: Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Að sögn Snærósar hefur húsið þó lengi þótt með eindæmum illa hentugt fyrir kennslu. Svo óvinsælt sé það að einn nemandi hafi tekið ákvörðun um að hætta í skólanum þegar hann komst að því að hann átti að vera í heimastofu þar þriðja árið í röð. „Allar stofurnar eru frekar litlar,“ segir hún. „Ef þú ert neðst í kjallaranum, þá er ekki súrefni þar og eftir svona tuttugu mínútur getur eiginlega enginn andað og það líður öllum illa yfir skóladaginn. Hinar stofurnar eru ekki jafnslæmar, en engin þeirra er góð.“Skipulag MR-reitsins svokallaða. Útlit frá Amtmannsstíg (úr norðvestri).Mynd/ReykjavíkurborgTilkynnt var um það í desember að umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur hefði samþykkt framkvæmdir á lóð Menntaskólans, þar sem bókasafn, íþróttahús og fyrirlestrasalur eiga að rísa auk kennslustofa. Til þess þarf Casa Christi að víkja. Menntamálaráðuneytið stefnir ekki að því að endurreisa húsið í upprunalegri mynd á nýjum stað, þrátt fyrir tillögu Minjastofnunar þess efnis. Hópur íbúa í nágrenni skólans lýsti yfir óánægju með áformin í skoðanagrein sem birtist í Fréttablaðinu í janúar og ber heitið „Ert‘ekki að grínast? Er þetta í alvöru að gerast?“ „Húsið [...] er bæði einstakt frá sjónarhóli byggingarlistarinnar og menningarsögulega mjög mikilvægt sem miðstöð félags- og æskulýðsstarfs um áratuga skeið,“ segir meðal annars í greininni. „MR hlýtur að líta á það sem forréttindi að fá að starfa í þessum fallegu, sögufrægu byggingum.“ „Við lásum þessa grein og fórum flest að hlæja,“ segir Snærós. „Það er auðvitað leiðinlegt að það verða framkvæmdir í kringum þetta og það vill enginn hafa læti og leiðindi. En þeim er boðið að koma og sitja heilan dag í Cösu Christi og sjá hvernig er að læra þarna.“ Sjá einnig: Þetta er í alvöru að gerastYngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík.Vísir/StefánÁtti alltaf að vera til bráðabirgða Yngvi Pétursson, rektor skólans, segir ekki sitt að svara því hvort skólinn hafi áhyggjur af því að rífa eigi húsið. Það sé þó skýrt, og hafi lengi legið fyrir, að mikil þörf sé á að fá lagfært húsnæði í skólann. „Ósk okkar og krafa er sú að það verði bætt úr þessu brýna húsnæðisleysi sem við höfum búið við núna í ansi langan tíma,“ segir Yngvi. „Til dæmis er alveg hrópandi aðstöðuleysi nemenda gagnvart sínu félagslífi og hvernig er staðið að því. Við getum ekki boðið upp á slíka aðstöðu hér í skólanum, nemendur þurfa að leigja hana úti í bæ. Það er mjög aðkallandi að fá úr því bætt.“ Hann bendir á að alla tíð hafi verið litið svo á að Casa Christi væri bráðabirgðahúsnæði. „Þetta hús var keypt fyrir skólann af KFUM og KFUK, þá voru þau að færa sína starfsemi að Holtavegi. Þá var lagt í lágmarksviðhald á þessu húsi og talað um það að þetta væri bráðabirgðahúsnæði sem kennt yrði í fimm til sjö ár. Og síðan eru nú liðin ansi mörg ár.“
Tengdar fréttir Nágrannar MR ósáttir við byggingaráform ríkisins Nágrannar MR segja byggingaframkvæmdir á þessum slóðum munu valda stórfelldum breytingum á ásýnd miðborgarinnar. 29. janúar 2016 10:44 Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Borgarstjóri setur út á málflutning forsætisráðherra og segir ríkið vilja rífa Casa Christi. 29. janúar 2016 17:15 Borgin samþykkir framkvæmdir við MR Reykjavíkurborg samþykkti einnig að láta rífa bygginguna Casa Christi sem er á þeim hluta lóðarinnar þar sem nýtt húsnæði á að rísa. 12. desember 2015 07:00 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Sjá meira
Nágrannar MR ósáttir við byggingaráform ríkisins Nágrannar MR segja byggingaframkvæmdir á þessum slóðum munu valda stórfelldum breytingum á ásýnd miðborgarinnar. 29. janúar 2016 10:44
Segir forsætisráðherra frekar þurfa að rífast við sjálfan sig Borgarstjóri setur út á málflutning forsætisráðherra og segir ríkið vilja rífa Casa Christi. 29. janúar 2016 17:15
Borgin samþykkir framkvæmdir við MR Reykjavíkurborg samþykkti einnig að láta rífa bygginguna Casa Christi sem er á þeim hluta lóðarinnar þar sem nýtt húsnæði á að rísa. 12. desember 2015 07:00