Kolbeinn enn ósigraður | „Átti von á meiri mótstöðu þegar komið var í hringinn” 10. september 2016 19:21 Kolbeinn sáttur að bardaganum loknum í kvöld. Vísir/Aðsend mynd Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson vann sjöunda atvinnumannabardagann í röð er hann mætti Georgíumanninn David Gegesdidze í bardaga sem fór fram í Álandseyjum í dag. Var þetta sjöundi bardagi Kolbeins á atvinnumannaferlinum en hann hélt uppteknum hætti og sigraði bardagann, nú í fjórðu lotu. Segir hann á Twitter-síðu sinni að það hafi verið erfitt að berjast gegn aðila sem vildi ekki berjast en honum var dæmdur sigur af dómara (TKO). „Ég er himinlifandi. Ég æfði eins og skepna fyrir þennan bardaga og var algjörlega viss í minni sök með það að ég myndi vinna þegar ég steig inn í hringinn,” sagði Kolbeinn að bardaganum loknum. „Þetta var andstæðingur með mikla reynslu og af pappírunum að dæma þá hefði ég gert ráð fyrir mun meiri mótstöðu en þeirri sem ég mætti. Það var eins og hann vildi bara alls ekki vera þarna. Reyndar finnst mér það alveg skiljanlegt,” sagði Kolbeinn brosandi en þessi 28 ára gamli kappi er strax farinn að hlakka til næsta bardaga. „Ég er 28 ára gamall og atvinnuferillinn minn er rétt bara að hefjast. Ég finn skýrt hversu mikið ég bæti mig á milli bardaga og ég get alveg lofað því að ég verð ennþá öflugri næst þegar ég fer í hringinn.”Vann međ TKO i 4 lotu.. erfitt ađ boxa gaur sem vill ekki berjast. 7-0 #undefeated #IceBear— Kolbeinn Kristinsson (@GKolbeinn) September 10, 2016 Box Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Sjá meira
Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson vann sjöunda atvinnumannabardagann í röð er hann mætti Georgíumanninn David Gegesdidze í bardaga sem fór fram í Álandseyjum í dag. Var þetta sjöundi bardagi Kolbeins á atvinnumannaferlinum en hann hélt uppteknum hætti og sigraði bardagann, nú í fjórðu lotu. Segir hann á Twitter-síðu sinni að það hafi verið erfitt að berjast gegn aðila sem vildi ekki berjast en honum var dæmdur sigur af dómara (TKO). „Ég er himinlifandi. Ég æfði eins og skepna fyrir þennan bardaga og var algjörlega viss í minni sök með það að ég myndi vinna þegar ég steig inn í hringinn,” sagði Kolbeinn að bardaganum loknum. „Þetta var andstæðingur með mikla reynslu og af pappírunum að dæma þá hefði ég gert ráð fyrir mun meiri mótstöðu en þeirri sem ég mætti. Það var eins og hann vildi bara alls ekki vera þarna. Reyndar finnst mér það alveg skiljanlegt,” sagði Kolbeinn brosandi en þessi 28 ára gamli kappi er strax farinn að hlakka til næsta bardaga. „Ég er 28 ára gamall og atvinnuferillinn minn er rétt bara að hefjast. Ég finn skýrt hversu mikið ég bæti mig á milli bardaga og ég get alveg lofað því að ég verð ennþá öflugri næst þegar ég fer í hringinn.”Vann međ TKO i 4 lotu.. erfitt ađ boxa gaur sem vill ekki berjast. 7-0 #undefeated #IceBear— Kolbeinn Kristinsson (@GKolbeinn) September 10, 2016
Box Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Sjá meira