Erlent

Komin ró á markaðinn

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hlutabréf hækkuðu á ný í Bandaríkjunum í gær.
Hlutabréf hækkuðu á ný í Bandaríkjunum í gær. NordicPhotos/Getty
Í gær hækkuðu hlutabréf í Kína í verði eftir stormasama viku. Kauphöllum hafði verið lokað tvisvar í vikunni, þegar verðfall varð meira en sjö prósent. Í vikunni voru miklar lækkanir á mörkuðum í Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum í kjölfarið.

Eftir að hlutabréf í Kína tóku við sér fylgdi Evrópu- og Bandaríkjamarkaður fast á hælanna. FTSE 100 í Bretlandi hækkaði um 0,24 prósent og Dax í Þýskalandi um 0,44 prósent. Sömu sögu var að segja í Bandaríkjunum.

Hlutabréfalækkun fóru að hafa áhrif á Íslandi á fimmtudaginn þegar íslenska úrvalsvísitalan lækkaði um 1,24 prósent. Í gær var þó grænn dagur og úrvalsvísitalan lækkaði einungis um 0,09 prósent. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×