Fimm fatakeðjur sem mega gjarna opna á Íslandi Ritstjórn skrifar 8. janúar 2016 09:45 Það væri gaman að sjá Cos opna á Íslandi í nánustu framtíð. Glamour/getty Vöruúrval á Íslandi verður fjölbreyttara með hverju árinu sem er fagnaðarefni. Sérstaklega hefur borið á nýjungum í matardeildinni en Dunkin Donuts opnaði á árinu eins og frægt er orðið, Hard Rock ætlar að opna dyrnar sínar á nýjan leik og Costco er á leiðinni. Hvað með fatabúðirnar? Er ekkert nýtt að frétta á þeim bænum á nýju ári? Glamour ákvað að lista upp þær fatakeðjur sem ritstjórnin væri til í að sjá opna dyrnar sínar hér á landi í nánustu framtíð en allar eiga þær sameiginlegt að vera fastur viðkomustaður okkar erlendis. Já, við slepptum H&M að þessu sinni en 3 af fimm verslunum eru að hluta til í eigu sænska fatarisans. Skjáskot1. ReformationBandaríska fatakeðjan Reformation selur fatnað á fjölbreyttu verðbili, allt hannað og framleitt af sínu eigin teymi. Aðalverslun merkisins er í Los Angeles en netverslun þeirra er einnig vinsæl og sendir út um allan heim. Flott verslun sem er með puttana á púlsinum þegar kemur að trendum. skjáskot2. &Other stories&Other stories er sænsk undirkeðja Hennes&Mauritz fatarisans og er löngum orðin þekkt meðal Íslendinga. Fallegur fatnaður úr vönduðum efnum sem úrskýrir örlítið hærri verðmiða en í H&M. Fallegir fylgihlutir og ekki síst fegurðarlínan frá merkinu er þess virði að kíkja betur á. skjáskot3. CosCos er önnur undirkeðja sænska fatarisans H&M og því einnig vel kunn meðal Íslendinga. Verslunin er fyrir bæði kynin og einblínir á vandaðan og klassískan fatnað þar sem hinn skandinavíski minimalismi er í hávegum hafður. Gæðin eru til fyrirmyndar og réttlætir vel hærri verðmiða. Höfðar yfirleitt til aðeins eldri hóps en &Otherstories og H&M. skjáskot4. Urban Outfitters Bandaríska fataverslunin Urban Outfitters þarf vart að kynna fyrir lesendum Glamour en hún hefur sannað sig fyrir einstaklega fjölbreytt vöruúrval í fatnaði og fylgihlutum fyrir bæði kynin sem er stórskemmtilega gjafavöru. Verslunin er einnig lunkin við að finna ný merki og blanda saman við þau þekktari sem og notaðan fatnað. Eitthvað fyrir alla. Verslunin gæti auðveldlega fyllt stóra verslunarplássið efst á Laugaveginum (gamla 17 húsið) og búið til spennandi viðkomustað fyrir innlenda sem erlenda viðskiptavini. skjáskot5. Monki Monki versluninni má lýsa sem litlu og flippuðu systur H&M. Verðin er lág, vörurnar eru fljótar að fara og nýjar koma í staðinn þar sem reynt er að vera með puttana á púslinum þegar kemur að trendum. Oft hægt að finna fallegar yfirhafnir, skó og nærföt sem standast tímans tönn. Glamour Tíska Mest lesið Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Hvítir sokkar taka við af þeim skrautlegu Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour Stórir eyrnalokkar og krumpuð jakkaföt fyrir karlana hjá Gucci Glamour Viðskiptavinir Kylie Cosmetis fengu tómar snyrtivörur Glamour
Vöruúrval á Íslandi verður fjölbreyttara með hverju árinu sem er fagnaðarefni. Sérstaklega hefur borið á nýjungum í matardeildinni en Dunkin Donuts opnaði á árinu eins og frægt er orðið, Hard Rock ætlar að opna dyrnar sínar á nýjan leik og Costco er á leiðinni. Hvað með fatabúðirnar? Er ekkert nýtt að frétta á þeim bænum á nýju ári? Glamour ákvað að lista upp þær fatakeðjur sem ritstjórnin væri til í að sjá opna dyrnar sínar hér á landi í nánustu framtíð en allar eiga þær sameiginlegt að vera fastur viðkomustaður okkar erlendis. Já, við slepptum H&M að þessu sinni en 3 af fimm verslunum eru að hluta til í eigu sænska fatarisans. Skjáskot1. ReformationBandaríska fatakeðjan Reformation selur fatnað á fjölbreyttu verðbili, allt hannað og framleitt af sínu eigin teymi. Aðalverslun merkisins er í Los Angeles en netverslun þeirra er einnig vinsæl og sendir út um allan heim. Flott verslun sem er með puttana á púlsinum þegar kemur að trendum. skjáskot2. &Other stories&Other stories er sænsk undirkeðja Hennes&Mauritz fatarisans og er löngum orðin þekkt meðal Íslendinga. Fallegur fatnaður úr vönduðum efnum sem úrskýrir örlítið hærri verðmiða en í H&M. Fallegir fylgihlutir og ekki síst fegurðarlínan frá merkinu er þess virði að kíkja betur á. skjáskot3. CosCos er önnur undirkeðja sænska fatarisans H&M og því einnig vel kunn meðal Íslendinga. Verslunin er fyrir bæði kynin og einblínir á vandaðan og klassískan fatnað þar sem hinn skandinavíski minimalismi er í hávegum hafður. Gæðin eru til fyrirmyndar og réttlætir vel hærri verðmiða. Höfðar yfirleitt til aðeins eldri hóps en &Otherstories og H&M. skjáskot4. Urban Outfitters Bandaríska fataverslunin Urban Outfitters þarf vart að kynna fyrir lesendum Glamour en hún hefur sannað sig fyrir einstaklega fjölbreytt vöruúrval í fatnaði og fylgihlutum fyrir bæði kynin sem er stórskemmtilega gjafavöru. Verslunin er einnig lunkin við að finna ný merki og blanda saman við þau þekktari sem og notaðan fatnað. Eitthvað fyrir alla. Verslunin gæti auðveldlega fyllt stóra verslunarplássið efst á Laugaveginum (gamla 17 húsið) og búið til spennandi viðkomustað fyrir innlenda sem erlenda viðskiptavini. skjáskot5. Monki Monki versluninni má lýsa sem litlu og flippuðu systur H&M. Verðin er lág, vörurnar eru fljótar að fara og nýjar koma í staðinn þar sem reynt er að vera með puttana á púslinum þegar kemur að trendum. Oft hægt að finna fallegar yfirhafnir, skó og nærföt sem standast tímans tönn.
Glamour Tíska Mest lesið Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Hvítir sokkar taka við af þeim skrautlegu Glamour Hrein húð er heilbrigð húð Glamour Stórir eyrnalokkar og krumpuð jakkaföt fyrir karlana hjá Gucci Glamour Viðskiptavinir Kylie Cosmetis fengu tómar snyrtivörur Glamour