Guðjón Valur: Gefumst ekki upp eftir þrjá daga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2016 21:36 Guðjón Valur Sigurðsson. Vísir/Anton Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, segir að þreyta og breytingar á leikskipulagi liðsins hafi sett mark sitt á leikinn gegn Portúgal í kvöld. Ísland tapaði leiknum, 32-28, eftir að hafa gefið mjög eftir í síðari hálfleik. Strákarnir voru marki yfir í hálfleik en misstu tökin á leiknum á síðustu tíu mínútunum. „Ég ætla að vera í svakalegum Pollýönnuleik eftir þetta tap og ég stend við allt það sem hef sagt í undirbúningnum. Mér líst rosalega vel á allt liðið og viðhorfið hjá mönnum.“ Hann segir að líkamleg þreyta hafi haft mikið að segja um úrslit þessa leiks. „Við erum ekki eins og við eigum að okkur að vera. Við sjáum að ef við erum ekki með allt á hreinu þá getur maður líka tapað fyrir Portúgal en þeir sýndu að þeir eru með fínt lið.“Vörnin ekki spiluð í sundur Fyrirliðinn sagði að vandamálið hafi verið að Ísland fékk of mikið á mörkum á sig miðað við að gestirnir hafi ekki náð að slíta íslensku vörnina ítrekað í sundur. „Það var verið að skjóta yfir okkur og í kringum okkur. Við þurfum að fínpússa ýmislegt en það er alls ekki þannig að það er verið að klippa okkur í sundur, hvað eftir annað.“ Portúgal seig fram úr á síðustu mínútum leiksins og Guðjón Valur segir að íslenska vörnin hafi opnað sig þá. Það hafi ekki verið að marka leik Íslands þá. „Þeir fóru ekki illa með vörnina okkar og mér finnst að það sem að við höfum verið að æfa er að virka - til dæmis hraðaupphlaupskerfin og fengum við fullt af góðum færum úr þeim.“ „Við erum að breyta leik okkar töluvert - bæði í hraðaupphlaupum og vörn. Það væri því fáránlegt að gefast upp eftir aðeins þrjá daga,“ segir hann enn fremur.Hafa pung til að taka ákvarðanir Margir leikmenn í íslenska hópnum eru að berjast fyrir því að komast í EM-hópinn sem fer í Póllands og fyrirliðinn vill að menn leggi sig fram í þeirri baráttu. „Við erum einskis virði ef við erum ekki allir á fullu. En þegar menn eru þreyttir þá er það erfitt. Menn þurfa engu að síður að koma inn í leikinn eins og að þeir eru að berjast fyrir lífi sínu.“ „Ef menn eru nógu góðir þá þurfa þeir líka að hafa pung til að taka ákarðanir og sýna að þeir hafi þann þroska sem þarf til að spila með landsliðinu, vera í sviðsljósinu og fara á stórmót. Þetta er einfaldlega fyrsta trappan í löngum stigagangi fyrir þá.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, segir að þreyta og breytingar á leikskipulagi liðsins hafi sett mark sitt á leikinn gegn Portúgal í kvöld. Ísland tapaði leiknum, 32-28, eftir að hafa gefið mjög eftir í síðari hálfleik. Strákarnir voru marki yfir í hálfleik en misstu tökin á leiknum á síðustu tíu mínútunum. „Ég ætla að vera í svakalegum Pollýönnuleik eftir þetta tap og ég stend við allt það sem hef sagt í undirbúningnum. Mér líst rosalega vel á allt liðið og viðhorfið hjá mönnum.“ Hann segir að líkamleg þreyta hafi haft mikið að segja um úrslit þessa leiks. „Við erum ekki eins og við eigum að okkur að vera. Við sjáum að ef við erum ekki með allt á hreinu þá getur maður líka tapað fyrir Portúgal en þeir sýndu að þeir eru með fínt lið.“Vörnin ekki spiluð í sundur Fyrirliðinn sagði að vandamálið hafi verið að Ísland fékk of mikið á mörkum á sig miðað við að gestirnir hafi ekki náð að slíta íslensku vörnina ítrekað í sundur. „Það var verið að skjóta yfir okkur og í kringum okkur. Við þurfum að fínpússa ýmislegt en það er alls ekki þannig að það er verið að klippa okkur í sundur, hvað eftir annað.“ Portúgal seig fram úr á síðustu mínútum leiksins og Guðjón Valur segir að íslenska vörnin hafi opnað sig þá. Það hafi ekki verið að marka leik Íslands þá. „Þeir fóru ekki illa með vörnina okkar og mér finnst að það sem að við höfum verið að æfa er að virka - til dæmis hraðaupphlaupskerfin og fengum við fullt af góðum færum úr þeim.“ „Við erum að breyta leik okkar töluvert - bæði í hraðaupphlaupum og vörn. Það væri því fáránlegt að gefast upp eftir aðeins þrjá daga,“ segir hann enn fremur.Hafa pung til að taka ákvarðanir Margir leikmenn í íslenska hópnum eru að berjast fyrir því að komast í EM-hópinn sem fer í Póllands og fyrirliðinn vill að menn leggi sig fram í þeirri baráttu. „Við erum einskis virði ef við erum ekki allir á fullu. En þegar menn eru þreyttir þá er það erfitt. Menn þurfa engu að síður að koma inn í leikinn eins og að þeir eru að berjast fyrir lífi sínu.“ „Ef menn eru nógu góðir þá þurfa þeir líka að hafa pung til að taka ákarðanir og sýna að þeir hafi þann þroska sem þarf til að spila með landsliðinu, vera í sviðsljósinu og fara á stórmót. Þetta er einfaldlega fyrsta trappan í löngum stigagangi fyrir þá.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Fleiri fréttir Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Portúgal 28-32 | Skellur strákanna í Krikanum Síðasti alvöru heimaleikur strákanna okkar fyrir EM í Póllandi fór ekki vel. 6. janúar 2016 21:45