Tvöhundruðþúsund króna bætur fyrir fjögurra milljóna stól: „Höfum greitt hámarksbætur sem skilmálar kveða á um“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. janúar 2016 20:04 Hjólastóllinn var afar illa farinn eins og sjá má. myndir/gary graham Yfir þúsund manns hafa deilt Facebook-færslu bresks manns, Gary Graham, en hann segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Icelandair. Færslunni fylgja myndir sem sýna hvernig hjólastóll sonar hans hefur stórskemmst í meðförum flugfélagsins. Hjólastóllinn er rafknúinn og kostar um 20.000 pund eða tæpar fjórar milljónir íslenskra króna. Graham skrifar að það hafi tekið þrjár vikur af bréfaskiptum við Icelandair að fá í gegn bætur upp á 1.000 pund. Það er andvirði tæplega 200.000 íslenskra króna eða tæplega einn tuttugasti af verðmæti stólsins. Kvörtunum hefur rignt inn á Facebook-síðu Icelandair á síðustu mínútum vegna málsins. Mörgum er heitt í hamsi, segja að þeim beri að skammast sín og að sjálfsögðu beri Icelandair að bæta tjónið að fullu eða finna nýjan stól. „Hér er dæmi um það hvernig Icelandair hefur eyðilagt hjólastól og neitar að greiða nema 5% af þeirri upphæð sem stóllinn kostar. Hér er því um að ræða gróft mannréttindabrot enda hjólastólar forsenda þess að mörg okkar getum komist fram úr rúminu og út í samfélagið,“ segir á Facebook-síðu Tabú. Tabú er hreyfing sem beinir sjónum sínum að mismunun gagnvart fötluðum, segir að þetta sé dæmi um að fatlaðir búi ekki við flugferðafrelsi þar sem öryggi þess sé ekki tryggt. „Okkur þykir þetta miður og við höfum greitt þær hámarksbætur sem skilmálar og reglugerðir segja til um,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. „Þetta er ágætis áminning um að þeir sem ferðast með verðmæti hugi að sínum tryggingum þó ég þekki ekki hvernig þeim sé háttað hjá þessari fjölskyldu.“Uppfært 23.25: Icelandair hefur í kvöld verið í sambandi við manninn vegna málsins og hyggst bæta honum tjónið.This is how Icelandair handed over Drews £20,000 power wheelchair, after dropping it when loading it on the plane . It...Posted by Gary Graham on Wednesday, 6 January 2016 Tengdar fréttir Hlutabréf hækkuðu um tugi prósenta Greiningardeildir telja fyrirtækin í Kauphöllina ekk yfirverðlögð þrátt fyrir miklar hækkanir. 6. janúar 2016 08:00 Starfsmenn Icelandair tvöfalt fleiri en á hrunárinu Icelandair Group sagði upp 600 manns árið 2008. Strax árið eftir hófst viðspyrnan. 11. nóvember 2015 11:43 Icelandair hagnaðist um 13 milljarða Hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi jókst um tvo milljarða milli ára. 29. október 2015 16:39 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Yfir þúsund manns hafa deilt Facebook-færslu bresks manns, Gary Graham, en hann segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Icelandair. Færslunni fylgja myndir sem sýna hvernig hjólastóll sonar hans hefur stórskemmst í meðförum flugfélagsins. Hjólastóllinn er rafknúinn og kostar um 20.000 pund eða tæpar fjórar milljónir íslenskra króna. Graham skrifar að það hafi tekið þrjár vikur af bréfaskiptum við Icelandair að fá í gegn bætur upp á 1.000 pund. Það er andvirði tæplega 200.000 íslenskra króna eða tæplega einn tuttugasti af verðmæti stólsins. Kvörtunum hefur rignt inn á Facebook-síðu Icelandair á síðustu mínútum vegna málsins. Mörgum er heitt í hamsi, segja að þeim beri að skammast sín og að sjálfsögðu beri Icelandair að bæta tjónið að fullu eða finna nýjan stól. „Hér er dæmi um það hvernig Icelandair hefur eyðilagt hjólastól og neitar að greiða nema 5% af þeirri upphæð sem stóllinn kostar. Hér er því um að ræða gróft mannréttindabrot enda hjólastólar forsenda þess að mörg okkar getum komist fram úr rúminu og út í samfélagið,“ segir á Facebook-síðu Tabú. Tabú er hreyfing sem beinir sjónum sínum að mismunun gagnvart fötluðum, segir að þetta sé dæmi um að fatlaðir búi ekki við flugferðafrelsi þar sem öryggi þess sé ekki tryggt. „Okkur þykir þetta miður og við höfum greitt þær hámarksbætur sem skilmálar og reglugerðir segja til um,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við Vísi. „Þetta er ágætis áminning um að þeir sem ferðast með verðmæti hugi að sínum tryggingum þó ég þekki ekki hvernig þeim sé háttað hjá þessari fjölskyldu.“Uppfært 23.25: Icelandair hefur í kvöld verið í sambandi við manninn vegna málsins og hyggst bæta honum tjónið.This is how Icelandair handed over Drews £20,000 power wheelchair, after dropping it when loading it on the plane . It...Posted by Gary Graham on Wednesday, 6 January 2016
Tengdar fréttir Hlutabréf hækkuðu um tugi prósenta Greiningardeildir telja fyrirtækin í Kauphöllina ekk yfirverðlögð þrátt fyrir miklar hækkanir. 6. janúar 2016 08:00 Starfsmenn Icelandair tvöfalt fleiri en á hrunárinu Icelandair Group sagði upp 600 manns árið 2008. Strax árið eftir hófst viðspyrnan. 11. nóvember 2015 11:43 Icelandair hagnaðist um 13 milljarða Hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi jókst um tvo milljarða milli ára. 29. október 2015 16:39 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Hlutabréf hækkuðu um tugi prósenta Greiningardeildir telja fyrirtækin í Kauphöllina ekk yfirverðlögð þrátt fyrir miklar hækkanir. 6. janúar 2016 08:00
Starfsmenn Icelandair tvöfalt fleiri en á hrunárinu Icelandair Group sagði upp 600 manns árið 2008. Strax árið eftir hófst viðspyrnan. 11. nóvember 2015 11:43
Icelandair hagnaðist um 13 milljarða Hagnaður Icelandair á þriðja ársfjórðungi jókst um tvo milljarða milli ára. 29. október 2015 16:39