Bíó og sjónvarp

Tíu myndir sem verða tíu ára á árinu

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Cars

Pixar sendu frá sér teiknimyndina Cars fyrir rúmum tíu árum síðan, árið 2011 fylgdi svo í kjölfarið myndin Cars 2. Fígúrurnar úr myndinni voru til dæmis framleiddar sem leikföng líkt og oft vill verða með söguhetjur úr kvikmyndum. Teiknaðar voru yfir 43,000 skissur þegar myndin var enn á teikniborðinu.



V for Vendetta

Kvikmyndin V for Vendetta sem skartar þeim Natalie Portman og Hugo Weaving í aðalhlutverkum féll afar vel í kramið hjá áhorfendum og kvikmyndaáhugafólki. Myndin er byggð á samnefndri myndasögu eftir þá Alan Moore og David Lloyd.



Casino Royale

Fyrsta Bond myndin þar sem breski leikarinn Daniel Craig fór með hlutverk einkaspæjarans knáa. Fjórða myndin með Craig í hlutverki Bond, Spectre, var frumsýnd í október á síðasta ári. Búið var að gefa út að það yrði síðasta myndin þar sem Craig væri í hlutverki spæjarans en nú ganga þær sögur fjöllum hærra að framleiðendur séu æstir í að fá Craig til þess að skella sér í smókinginn fyrir tuttugustu og fimmtu myndina.



The Da Vinci Code

Eftir sigurför samnefndrar bókar um heiminn árið 2003 eftir Dan Brown kom út kvikmyndin The Da Vinci Code með þeim Tom Hanks og Audrey Tautou í aðalhlutverkum. Árið 2009 kom út sjálfstætt framhald hennar, Angels and Demons og verður þriðja myndin, Inferno, sem fjallar um ævintýri Roberts Langdon, nú í þriðja sinn í túlkun Hanks, frumsýnd í október á þessu ári. Myndirnar þrjár eru allar byggðar á bókum Brown.



The Devil Wears Prada

Meryl Streep var gjörsamlega baneitruð í hlutverki sínu í The Devil Wears Prada. Myndin sló óvænt í gegn á sumarmánuðum ársins 2006 í bandaríkjunum og gekk fremur vel í bíóhúsum um heim allan og var Streep lofuð talsvert fyrir framistöðu sína. Til þess að fagna tíu ára afmælinu ætla Twentieth Century Fox að gefa út sérstaka afmælisútgáfu á Blu-ray.



Little Miss Sunshine

Það muna sjálfsagt margir eftir Abigail Breslin í hlutverki Olive Hoover í kvikmyndinni Little Miss Sunshine. Myndin er dásamlega hugljúf og segir frá Olive sem á sér þann draum heitastan að taka þátt í Little Miss Sunshine barnafegurðarsamkeppninni og fjölskyldulífi hennar sem oft á tíðum er ansi skrautlegt. Myndin var meðal annars tilnefnd til fjögra óskarsverðlauna og skartar auk Breslin þeim Steve Carell og Greg Kinnear í aðalhlutverkum.





Borat

Það fór svo sannarlega allt á fullt þegar Borat var frumsýnd. Myndin er í mockumentary-stíl og sem skrifuð var og framleidd af Sacha Baron Cohen, sem fór meðal annars með hlutverk Ali G, sem fer með hlutverk Kazakstanska blaðamannsins Borat Sagdiyev sem ferðast í gegnum bandaríkin og tekur samskipti sín við landsmenn upp. Myndin var harðlega gangrýnd og jafnvel bönnuð í mörgum löndum en halaði inn yfir hundrað milljón bandaríkjadala.



300

Kvikmyndin 300 með Gerard Buttler í aðalhlutverki var beðið með talsverðri eftirvæntingu en hún segir söguna af bardaga um Thermopylae árið 480 fyrir Krist. Butler fer með hlutverk Leonidas konungs Spartverja sem fór í stríð við 100.000 manna her Grikklands með aðeins 300 Spartverja. Frasinn „This is Sparta“ hefur síðan myndin var sýnd verið talsvert vinsæll í hin ýmsu netgrín.



Pan’s Labyrinth

Spánsk-mexíkanska fantasíumyndin Pan’s Labyrinth er í senn stórkostlega falleg og ótrúlega óhugnarleg. Myndin var frumsýnd á Cannes og vann til fjölda verðlauna þar á meðal þriggja Óskarsverðlauna og þriggja BAFTA-verðlauna.



Step Up

Rómantíska dansmyndin Step Up fékk kannski ekki lofsamlega dóma hjá kvikmyndabuffum en unglingar víðsvegar í heiminum voru alsælir með ræmuna. Leikarinn, og íslandsvinurinn, Channing Tatum skaust fram á sjónarsviðið í kjölfar myndarinnar og hafa síðan 2006 verið framleiddar þrjár Step Up myndir þó með öðru leikaraliði en í fyrstu myndinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×