Leikir ársins 2015 Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2016 09:30 Margir af stærstu leikjum ársins voru tölvuleikir. Á árinu sem er nýliðið litu fjölmargir stórir leikir dagsins ljós. Hægt er að segja að 2015 hafi verið ár leikjaseríanna þar sem margir af stærstu leikjum ársins voru framhaldsleikir. Hér að neðan verður stiklað á stóru um stærstu og bestu leiki ársins 2015.Witcher 3: Wild Hunt Fyrst ber að nefna leikinn Witcher 3: Wild Hunt. Leikurinn sló í gegn á heimsvísu og hefur verið valinn leikur ársins af fjölmörgum erlendum leikjamiðlum. Leikurinn hefur verið lofaður fyrir framúrskarandi heim, skrif og karaktera. Einnig fyrir útlit, bardagakerfi og margt annað. Án efa leikur ársins.Metal Gear Solid V Metal Gear Solid V: The Phantom Pain, er líklegast síðasti leikurinn í hinni margfrægu Metal Gear seríu og síðasti leikur sem Hideo Kojima gerði fyrir Konami. Leikurinn er nokkurs konar svanasöngur Big Boss, þrátt fyrir að hann gerist í raun á miðju æviskeiði hans. Phantom Pain er mjög umfangsmikill og blandar saman „stealth“-spilun við hasar og taktík með skemmtilegum hætti.Fallout 4 Fallout-leikirnir hafa vakið mikla lukku um árabil og sá fjórði og nýjasti er þar engin undantekning. Þó grafíkin hafi ekki heillað alla, þá hefur hann hlotið mikið lof fyrir umfang og spilun. Framleiðendur leiksins lögðu mikið í að bæta bardagakerfi leiksins fyrir útgáfuna og er ekki hægt að segja annað en að vel hafi til tekist. Þrátt fyrir að spilendur geti varið hundruðum klukkustunda í leiknum munu moddarar og aukapakkar gera hann enn umfangsmeiri á komandi árum.FIFA 16 FIFA 16 þykir hafa heppnast einstaklega vel og er hann talinn meðal bestu FIFA-leikjanna hingað til. Þar sem FIFA 15 þótti mjög góður, er ekki hægt að segja annað en að þarna sé vel að verki staðið. Framleiðendur hugsuðu út í minnstu smáatriði og verða leikirnir líkari raunverulegum sjónvarpsútsendingum með hverju árinu.Assassins Creed Syndicate Assassins Creed Syndicate færði AC-seríuna til London á tímum iðnbyltingarinnar. Leiknum tekst að fríska upp á seríu sem þykir hafa dalað að undanförnu. Þá virkaði leikurinn pússaðri heldur en aðrir leikir seríunnar við útgáfu.Batman Arkham Knight Batman Arkham Knight lokað Arkham-seríunni á stórkostlegan hátt. Leikirnir hafa notið gífurlegra vinsælda frá því að Arkham Asylum kom út árið 2009. Arkham Knight er fjórði leikurinn í seríunni og jafnvel sá besti.Bloodborne Bloodborne er einn af erfiðari leikjum ársins sem ætti ekki að koma þeim sem hafa spilað aðra leiki From Software á óvart. Leikurinn hefur fengið lof gagnrýnenda og spilenda um allan heim.Super Mario Maker Super Mario Maker var gefinn út vegna 30 ára afmælis vinar okkar Marios. Leikurinn gerir Nintendo-spilurum kleift að búa til sín eigin borð í Super Mario Bros. Hægt er að spila sín eigin borð og borð annarra. Þannig er hægt að leggja gildrur, og jafnvel mjög pirrandi gildrur, fyrir vini sína. Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda um heim allan. Halo 5 : Guardians Frá því að Halo: Combat Evolved kom út fyrir 14 árum hefur Halo-leikjaröðin átt gríðarlegri velgengni að fagna. Seinni útgáfur hans nutu einnig gríðarlegra vinsælda og höfðu ótvíræð áhrif á þróun fyrstupersónuskotleikja. Þetta eru tæknileg, fagurfræðileg og frásagnarleg áhrif. Halo 5: Guardians er fyrst og fremst fyrirheit um það sem koma skal. Og ef fyrirtækinu tekst að sigrast á frásagnarlegum erfiðleikum þá á Halo-leikjaröðin vafalaust eftir að koma sér vel fyrir á Xbox One. Fréttir ársins 2015 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
Á árinu sem er nýliðið litu fjölmargir stórir leikir dagsins ljós. Hægt er að segja að 2015 hafi verið ár leikjaseríanna þar sem margir af stærstu leikjum ársins voru framhaldsleikir. Hér að neðan verður stiklað á stóru um stærstu og bestu leiki ársins 2015.Witcher 3: Wild Hunt Fyrst ber að nefna leikinn Witcher 3: Wild Hunt. Leikurinn sló í gegn á heimsvísu og hefur verið valinn leikur ársins af fjölmörgum erlendum leikjamiðlum. Leikurinn hefur verið lofaður fyrir framúrskarandi heim, skrif og karaktera. Einnig fyrir útlit, bardagakerfi og margt annað. Án efa leikur ársins.Metal Gear Solid V Metal Gear Solid V: The Phantom Pain, er líklegast síðasti leikurinn í hinni margfrægu Metal Gear seríu og síðasti leikur sem Hideo Kojima gerði fyrir Konami. Leikurinn er nokkurs konar svanasöngur Big Boss, þrátt fyrir að hann gerist í raun á miðju æviskeiði hans. Phantom Pain er mjög umfangsmikill og blandar saman „stealth“-spilun við hasar og taktík með skemmtilegum hætti.Fallout 4 Fallout-leikirnir hafa vakið mikla lukku um árabil og sá fjórði og nýjasti er þar engin undantekning. Þó grafíkin hafi ekki heillað alla, þá hefur hann hlotið mikið lof fyrir umfang og spilun. Framleiðendur leiksins lögðu mikið í að bæta bardagakerfi leiksins fyrir útgáfuna og er ekki hægt að segja annað en að vel hafi til tekist. Þrátt fyrir að spilendur geti varið hundruðum klukkustunda í leiknum munu moddarar og aukapakkar gera hann enn umfangsmeiri á komandi árum.FIFA 16 FIFA 16 þykir hafa heppnast einstaklega vel og er hann talinn meðal bestu FIFA-leikjanna hingað til. Þar sem FIFA 15 þótti mjög góður, er ekki hægt að segja annað en að þarna sé vel að verki staðið. Framleiðendur hugsuðu út í minnstu smáatriði og verða leikirnir líkari raunverulegum sjónvarpsútsendingum með hverju árinu.Assassins Creed Syndicate Assassins Creed Syndicate færði AC-seríuna til London á tímum iðnbyltingarinnar. Leiknum tekst að fríska upp á seríu sem þykir hafa dalað að undanförnu. Þá virkaði leikurinn pússaðri heldur en aðrir leikir seríunnar við útgáfu.Batman Arkham Knight Batman Arkham Knight lokað Arkham-seríunni á stórkostlegan hátt. Leikirnir hafa notið gífurlegra vinsælda frá því að Arkham Asylum kom út árið 2009. Arkham Knight er fjórði leikurinn í seríunni og jafnvel sá besti.Bloodborne Bloodborne er einn af erfiðari leikjum ársins sem ætti ekki að koma þeim sem hafa spilað aðra leiki From Software á óvart. Leikurinn hefur fengið lof gagnrýnenda og spilenda um allan heim.Super Mario Maker Super Mario Maker var gefinn út vegna 30 ára afmælis vinar okkar Marios. Leikurinn gerir Nintendo-spilurum kleift að búa til sín eigin borð í Super Mario Bros. Hægt er að spila sín eigin borð og borð annarra. Þannig er hægt að leggja gildrur, og jafnvel mjög pirrandi gildrur, fyrir vini sína. Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda um heim allan. Halo 5 : Guardians Frá því að Halo: Combat Evolved kom út fyrir 14 árum hefur Halo-leikjaröðin átt gríðarlegri velgengni að fagna. Seinni útgáfur hans nutu einnig gríðarlegra vinsælda og höfðu ótvíræð áhrif á þróun fyrstupersónuskotleikja. Þetta eru tæknileg, fagurfræðileg og frásagnarleg áhrif. Halo 5: Guardians er fyrst og fremst fyrirheit um það sem koma skal. Og ef fyrirtækinu tekst að sigrast á frásagnarlegum erfiðleikum þá á Halo-leikjaröðin vafalaust eftir að koma sér vel fyrir á Xbox One.
Fréttir ársins 2015 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira