Vill ekki að lögreglan rannsaki lögreglumenn: „Ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu“ Höskuldur Kári Schram skrifar 6. janúar 2016 12:00 Snorri segir að lögreglumenn vonist til að sjá málið hreyfast á þessu ári. Vísir/Vilhelm Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir það vilja lögreglumanna að fá einhverskonar innra eftirlit eða eftirlit óháðs aðila með störfum sínum. Hann segir að slíkt eftirlit þekkist víða í nágrannalöndum og að íslenskir lögreglumenn hafi kallað eftir því um árabil.Hafa bent á leiðir „Afstaða lögreglumanna til þess er sú að það sé nauðsyn á því og það hefur verið bent á það í áraraðir að það sé þörf á slíku eftirliti og það hefur verið fjallað um það meðal annars á þingum landssambands lögreglumanna. Svona eftirlitsaðilar eru til staðar til dæmis í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð og víðar og við höfum bent á þær leiðir sem þar hafa verið farnar.“ En hvernig mun slíkt eftirlit starfa? Snorri segir að fyrir liggi skýrsla í innanríkisráðuneytinu sem fjalli um akkúrat það. „Það er komin skýrsla vinnuhóps sem innanríkisráðherra skipaði um þessi atriði og við mættum á fund þess vinnuhóps og útlistuðum hvað við vissum um þessar stofnanir sem framkvæma þetta eftirlit í þessum löndum sem ég nefndi,“ segir hann. „Þetta eru hlutlausir aðilar sem að hafa eftirlit með tilteknum störfum eða öllum störfum lögreglu og geta kallað eftir upplýsingum til að geta kynnt sér mál frekar.“ Ekki nauðsynlegt að hafa sér ríkisapparat Snorri er þó ekki sannfærður um að það þurfi sérstaka ríkisstofnun til að halda utan um þetta eftirlitshlutverk. „Sumir hafa nefnt í þessu samhengi einhverskonar þingnefnd, ég er ekki viss um að það sé rétta leiðin, en einhver eftirlitsaðili. Ég er reyndar ekki viss um að rétta leiðin sé heldur að stofna enn eitt ríkisapparat eða stofnun um þetta en einhver svona aðili þarf að vera til staðar eigi síður.“ Snorri segir að hreyfing þurfi að komast á málið; óeðlilegt sé að lögreglumenn rannsaki kollega sína. Þetta fyrirkomulag er óþægilegt fyrir alla aðila? „Það segir sig sjálft og þarf svo sem ekkert að orðlengja neitt meira eða frekar um það. Eðlilegast væri að þetta væru einhverjir hlutlausir aðilar, það er eiginlega ótækt að setja lögreglumenn í þá stöðu að þeir séu að rannsaka meint brot kollega sinna.“Ótækt að láta lögreglumenn rannsaka kollega Lögreglumönnum í öðrum umdæmum en þeim sem þeir lögreglumenn sem grunaðir eru um eitthvað misjafnt í starfi er gjarnan falið að rannsaka málið. Snorri segir það ekki breyta miklu er varðar þá óþægilegu stöðu sem rannsakendur séu settir í. „Það get ég ekki séð. Lögreglan á Íslandi telur ekki nema rétt rúmlega 650 einstaklinga og í ekki stærra umhverfi þekkjast menn meira og minna innbyrðis og vita hverjir af öðrum þannig að þetta er eins og ég sagði áðan ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu að þurfa að vinna hlutina með þessum hætti,“ segir hann.Vilja sjá hreyfingu á málinu Snorri segir að lögreglumenn vonist til að sjá málið hreyfast á þessu ári; að einhverskonar innra eftirlit verði komið á fljótlega. „Já það er vonandi. Maður átti reyndar von á því að þetta væri komið mun lengra en það virðist vera komið. Þessi vinnuhópur skilaði af sér skýrslu til innanráðherra í nóvember síðastliðnum þannig að skýrslan liggur væntanlega fyrir í ráðuneytinu og þá er það ráðherra að taka ákvörðun um næstu skref og rétt kannski að leita svara þar hver þau verða,“ segir hann.Vill ekki tjá sig um gæsluvarðhaldið Umræða um innra eftirlit lögreglunnar stafar ekki síst af fréttum um fíkniefnalögreglumann sem situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarlegt brot í starfi. Hið meinta brot snýr að óeðlilegum samskiptum við aðila sem hafa verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar. Snorri vill ekki tjá sig um málið sem nú er til rannsóknar og fíkniefnalögreglumanninn sem situr nú í gæsluvarðhaldi. „Nei ég get ekkert tjáð mig um það og veit ekkert um það annað en ég hef leisð og séð í fjölmiðlum og hef engar forsendur til að tjá mig um það,“ segir hann.Kollegar í áfalli Vísir ræddi fyrr í dag við Sigríði Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóra sem staðfesti að starfsmenn lögreglunnar séu í áfalli vegna málsins. Samstarfsmönnum mannsins hefur verið boðin áfallahjálp vegna þessa. Kollegar mannsins sem fréttastofa hefur rætt við segja að tíðindin af varðhaldi hans hafa komið fólki gjörsamlega í opna skjöldu enda maðurinn ekki þekktur af öðru en góðu og talinn stálheiðarlegur og faglegur að öllu leyti í sínu starfi. Þetta er þó alls ekki eina dæmið um að lögreglumenn séu grunaðir um brot í starfi og hefur Vísir fjallað ítarlega um mál annars manns sem færður var til í starfi vegna gruns um að hann væri að leka upplýsingum. Engin óháð rannsókn hefur verið gerð á hans máli en hann hefur verið færður til í starfi innan lögreglunnar. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir það vilja lögreglumanna að fá einhverskonar innra eftirlit eða eftirlit óháðs aðila með störfum sínum. Hann segir að slíkt eftirlit þekkist víða í nágrannalöndum og að íslenskir lögreglumenn hafi kallað eftir því um árabil.Hafa bent á leiðir „Afstaða lögreglumanna til þess er sú að það sé nauðsyn á því og það hefur verið bent á það í áraraðir að það sé þörf á slíku eftirliti og það hefur verið fjallað um það meðal annars á þingum landssambands lögreglumanna. Svona eftirlitsaðilar eru til staðar til dæmis í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð og víðar og við höfum bent á þær leiðir sem þar hafa verið farnar.“ En hvernig mun slíkt eftirlit starfa? Snorri segir að fyrir liggi skýrsla í innanríkisráðuneytinu sem fjalli um akkúrat það. „Það er komin skýrsla vinnuhóps sem innanríkisráðherra skipaði um þessi atriði og við mættum á fund þess vinnuhóps og útlistuðum hvað við vissum um þessar stofnanir sem framkvæma þetta eftirlit í þessum löndum sem ég nefndi,“ segir hann. „Þetta eru hlutlausir aðilar sem að hafa eftirlit með tilteknum störfum eða öllum störfum lögreglu og geta kallað eftir upplýsingum til að geta kynnt sér mál frekar.“ Ekki nauðsynlegt að hafa sér ríkisapparat Snorri er þó ekki sannfærður um að það þurfi sérstaka ríkisstofnun til að halda utan um þetta eftirlitshlutverk. „Sumir hafa nefnt í þessu samhengi einhverskonar þingnefnd, ég er ekki viss um að það sé rétta leiðin, en einhver eftirlitsaðili. Ég er reyndar ekki viss um að rétta leiðin sé heldur að stofna enn eitt ríkisapparat eða stofnun um þetta en einhver svona aðili þarf að vera til staðar eigi síður.“ Snorri segir að hreyfing þurfi að komast á málið; óeðlilegt sé að lögreglumenn rannsaki kollega sína. Þetta fyrirkomulag er óþægilegt fyrir alla aðila? „Það segir sig sjálft og þarf svo sem ekkert að orðlengja neitt meira eða frekar um það. Eðlilegast væri að þetta væru einhverjir hlutlausir aðilar, það er eiginlega ótækt að setja lögreglumenn í þá stöðu að þeir séu að rannsaka meint brot kollega sinna.“Ótækt að láta lögreglumenn rannsaka kollega Lögreglumönnum í öðrum umdæmum en þeim sem þeir lögreglumenn sem grunaðir eru um eitthvað misjafnt í starfi er gjarnan falið að rannsaka málið. Snorri segir það ekki breyta miklu er varðar þá óþægilegu stöðu sem rannsakendur séu settir í. „Það get ég ekki séð. Lögreglan á Íslandi telur ekki nema rétt rúmlega 650 einstaklinga og í ekki stærra umhverfi þekkjast menn meira og minna innbyrðis og vita hverjir af öðrum þannig að þetta er eins og ég sagði áðan ótækt að koma mönnum í þessa aðstöðu að þurfa að vinna hlutina með þessum hætti,“ segir hann.Vilja sjá hreyfingu á málinu Snorri segir að lögreglumenn vonist til að sjá málið hreyfast á þessu ári; að einhverskonar innra eftirlit verði komið á fljótlega. „Já það er vonandi. Maður átti reyndar von á því að þetta væri komið mun lengra en það virðist vera komið. Þessi vinnuhópur skilaði af sér skýrslu til innanráðherra í nóvember síðastliðnum þannig að skýrslan liggur væntanlega fyrir í ráðuneytinu og þá er það ráðherra að taka ákvörðun um næstu skref og rétt kannski að leita svara þar hver þau verða,“ segir hann.Vill ekki tjá sig um gæsluvarðhaldið Umræða um innra eftirlit lögreglunnar stafar ekki síst af fréttum um fíkniefnalögreglumann sem situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarlegt brot í starfi. Hið meinta brot snýr að óeðlilegum samskiptum við aðila sem hafa verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar. Snorri vill ekki tjá sig um málið sem nú er til rannsóknar og fíkniefnalögreglumanninn sem situr nú í gæsluvarðhaldi. „Nei ég get ekkert tjáð mig um það og veit ekkert um það annað en ég hef leisð og séð í fjölmiðlum og hef engar forsendur til að tjá mig um það,“ segir hann.Kollegar í áfalli Vísir ræddi fyrr í dag við Sigríði Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóra sem staðfesti að starfsmenn lögreglunnar séu í áfalli vegna málsins. Samstarfsmönnum mannsins hefur verið boðin áfallahjálp vegna þessa. Kollegar mannsins sem fréttastofa hefur rætt við segja að tíðindin af varðhaldi hans hafa komið fólki gjörsamlega í opna skjöldu enda maðurinn ekki þekktur af öðru en góðu og talinn stálheiðarlegur og faglegur að öllu leyti í sínu starfi. Þetta er þó alls ekki eina dæmið um að lögreglumenn séu grunaðir um brot í starfi og hefur Vísir fjallað ítarlega um mál annars manns sem færður var til í starfi vegna gruns um að hann væri að leka upplýsingum. Engin óháð rannsókn hefur verið gerð á hans máli en hann hefur verið færður til í starfi innan lögreglunnar.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00
Kollegar lögreglumannsins steinhissa Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir að kollegum mannsins verði boðin áfallahjálp. 6. janúar 2016 10:30