Aron: Aldrei verið eins vel stemmdur fyrir stórmóti Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. janúar 2016 15:15 Aron Pálmarsson. vísir/stefán „Það er ekkert að plaga mig núna. Ekki enn þá,“ segir Aron Pálmarsson og glottir en hann kom til móts við landsliðið verkjalaus að þessu sinni og verður því væntanlega í sínu besta formi á EM. Hann spilar sinn 100. landsleik gegn Portúgal í kvöld og það á sínum gamla heimavelli í Hafnarfirði. Hann hefur talsvert verið að glíma við meiðsli á síðustu árum og álagið í Þýskalandi tók sinn toll. Það er ekki sama álagið í Ungverjalandi og það gerir honum gott. „Það er orðið svolítið síðan ég kem svona verkjalaus inn í liðið fyrir stórmót en það þarf að fylgjast vel með mér. Ég veit ég er bara 25 ára en líkaminn minn er ekki alveg gerður fyrir svona mikið álag. Við þurfum því að halda vel utan um þetta,“ segir Aron en hann var einmitt í sjúkraþjálfun er viðtalið var tekið. Honum líður eðlilega vel með að fara svona inn í stórmót. „Ég hef aldrei verið svona vel stemmdur fyrir stórmóti. Í það minnsta ekki síðan fyrir Ólympíuleikana 2012. Ég hef æft vel sjálfur og fékk kærkomið jólafrí loksins þannig að ég er alveg hrikalega spenntur fyrir þessu.“ Margir höfðu á orði er Aron fór til Veszprém að það gæti reynst landsliðinu vel en sjálfur var hann lítið að hugsa um það. „Ég hugsaði lítið um það en sé það núna eftir á að þetta er gott fyrir mig. Ég mun leggja mitt af mörkum í þessu móti og spila eins mikið og ég get. Nema ég geti ekkert. Þá verð ég að setjast á bekkinn," segir Aron en hvað er Ísland að fara langt á þessu móti? „Við erum auðvitað að stefna á þetta Ólympíusæti. Þegar maður er kominn af stað vill maður auðvitað fara eins langt og hægt er. Það er talað um að fimmta sætið muni duga. Við náðum því síðast með laskað lið og það var toppárangur. Markmið eitt er að ná ÓL-sætinu og svo vinnum við okkur út frá því.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Sjá meira
„Það er ekkert að plaga mig núna. Ekki enn þá,“ segir Aron Pálmarsson og glottir en hann kom til móts við landsliðið verkjalaus að þessu sinni og verður því væntanlega í sínu besta formi á EM. Hann spilar sinn 100. landsleik gegn Portúgal í kvöld og það á sínum gamla heimavelli í Hafnarfirði. Hann hefur talsvert verið að glíma við meiðsli á síðustu árum og álagið í Þýskalandi tók sinn toll. Það er ekki sama álagið í Ungverjalandi og það gerir honum gott. „Það er orðið svolítið síðan ég kem svona verkjalaus inn í liðið fyrir stórmót en það þarf að fylgjast vel með mér. Ég veit ég er bara 25 ára en líkaminn minn er ekki alveg gerður fyrir svona mikið álag. Við þurfum því að halda vel utan um þetta,“ segir Aron en hann var einmitt í sjúkraþjálfun er viðtalið var tekið. Honum líður eðlilega vel með að fara svona inn í stórmót. „Ég hef aldrei verið svona vel stemmdur fyrir stórmóti. Í það minnsta ekki síðan fyrir Ólympíuleikana 2012. Ég hef æft vel sjálfur og fékk kærkomið jólafrí loksins þannig að ég er alveg hrikalega spenntur fyrir þessu.“ Margir höfðu á orði er Aron fór til Veszprém að það gæti reynst landsliðinu vel en sjálfur var hann lítið að hugsa um það. „Ég hugsaði lítið um það en sé það núna eftir á að þetta er gott fyrir mig. Ég mun leggja mitt af mörkum í þessu móti og spila eins mikið og ég get. Nema ég geti ekkert. Þá verð ég að setjast á bekkinn," segir Aron en hvað er Ísland að fara langt á þessu móti? „Við erum auðvitað að stefna á þetta Ólympíusæti. Þegar maður er kominn af stað vill maður auðvitað fara eins langt og hægt er. Það er talað um að fimmta sætið muni duga. Við náðum því síðast með laskað lið og það var toppárangur. Markmið eitt er að ná ÓL-sætinu og svo vinnum við okkur út frá því.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Sjá meira