Nokkur hundruð komu saman til að mótmæla árásunum í Köln Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2016 09:44 Árásirnar voru gerðar við aðallestarstöðina í Köln. Vísir/AFP Fleiri hundruð manns komu saman í Köln í Þýskalandi í gærkvöld til að mótmæla þeim skipulögðu kynferðisárásum og rán sem beindust gegn konum í borginni á gamlárskvöld. Margir mótmælendanna kröfðust þess að Angela Merkel Þýskalandskanslari grípi til aðgerða vegna málsins. „Frú Merkel! Hvar ertu? Þetta hræðir okkur!“ stóð á einu mótmælaskiltanna.Í frétt BBC kemur fram að Merkel hafi fordæmt ódæðisverkin og að gera þyrfti allt til að finna árásarmennina. Sjónarvottar og lögregla segja að árásarmennirnir, sem voru fleiri hundruð talsins, hafi verið af arabískum eða norður-afrískum uppruna. Stjórnmálaleiðtogar hafa lagt áherslu á að Þjóðverjar tengi ekki ofbeldisölduna við aukinn straum flóttafólks til landsins. Mótmælandi biðlar til Angelu Merkel Þýskalandskanslara.Vísir/AFPInnanríkisráðherrann Thomas de Maiziere hefur tekið undir slíkt og segir að grunur ætti ekki að beinast sérstaklega að flóttafólki, að minnsta kosti ekki á þessu stigi rannsóknarinnar. „En ef árásarmennirnir voru frá Norður-Afríku, líkt og vísbendingar hafa verið um, þá á það ekki að vera eitthvert tabú eða vera nokkur ástæða til að fela það.“ Fréttir af árásinni hafa skekið Þýskaland síðustu daga, en fleiri hundruð ungra, ölvaðra manna réðust þar á konur í grennd við aðallestarstöð borgarinnar. Að minnsta kosti níutíu konur hafa tilkynnt um að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi ungra manna við lestarstöðina á gamlárskvöld. Að minnsta kosti einni var nauðgað og tugir til viðbótar áreittir kynferðislega. Lögreglustjórinn Wolfgang Albers segir að enginn hafi enn verið handtekinn vegna árásanna. „Við erum enn ekki með neina grunaða og við vitum ekki hverjir brotamennirnir eru. Það eina sem vitum er að lögregla á staðnum hafi sagt að fyrst og fremst hafi verið um unga menn á aldrinum átján til 35 ára af arabískum eða norður-afrískum uppruna að ræða.“ Hann lýsti árásunum sem „nýrri vídd af glæpum“. Borgarstjóri Kölnarborgar segir að gripið verði til sérstakra ráðstafana þegar kjötkveðjuhátíð borgarinnar fer fram í febrúar þar sem búist er við miklu fjölmenni. Tengdar fréttir Þýska þjóðin skekin vegna skipulagðra árása á tugi kvenna á gamlárskvöld Borgarstjóri Kölnarborgar hefur boðað yfirmenn lögreglu til neyðarfundar vegna árása við aðallestarstöð borgarinnar á gamlárskvöld. 5. janúar 2016 11:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fleiri hundruð manns komu saman í Köln í Þýskalandi í gærkvöld til að mótmæla þeim skipulögðu kynferðisárásum og rán sem beindust gegn konum í borginni á gamlárskvöld. Margir mótmælendanna kröfðust þess að Angela Merkel Þýskalandskanslari grípi til aðgerða vegna málsins. „Frú Merkel! Hvar ertu? Þetta hræðir okkur!“ stóð á einu mótmælaskiltanna.Í frétt BBC kemur fram að Merkel hafi fordæmt ódæðisverkin og að gera þyrfti allt til að finna árásarmennina. Sjónarvottar og lögregla segja að árásarmennirnir, sem voru fleiri hundruð talsins, hafi verið af arabískum eða norður-afrískum uppruna. Stjórnmálaleiðtogar hafa lagt áherslu á að Þjóðverjar tengi ekki ofbeldisölduna við aukinn straum flóttafólks til landsins. Mótmælandi biðlar til Angelu Merkel Þýskalandskanslara.Vísir/AFPInnanríkisráðherrann Thomas de Maiziere hefur tekið undir slíkt og segir að grunur ætti ekki að beinast sérstaklega að flóttafólki, að minnsta kosti ekki á þessu stigi rannsóknarinnar. „En ef árásarmennirnir voru frá Norður-Afríku, líkt og vísbendingar hafa verið um, þá á það ekki að vera eitthvert tabú eða vera nokkur ástæða til að fela það.“ Fréttir af árásinni hafa skekið Þýskaland síðustu daga, en fleiri hundruð ungra, ölvaðra manna réðust þar á konur í grennd við aðallestarstöð borgarinnar. Að minnsta kosti níutíu konur hafa tilkynnt um að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi ungra manna við lestarstöðina á gamlárskvöld. Að minnsta kosti einni var nauðgað og tugir til viðbótar áreittir kynferðislega. Lögreglustjórinn Wolfgang Albers segir að enginn hafi enn verið handtekinn vegna árásanna. „Við erum enn ekki með neina grunaða og við vitum ekki hverjir brotamennirnir eru. Það eina sem vitum er að lögregla á staðnum hafi sagt að fyrst og fremst hafi verið um unga menn á aldrinum átján til 35 ára af arabískum eða norður-afrískum uppruna að ræða.“ Hann lýsti árásunum sem „nýrri vídd af glæpum“. Borgarstjóri Kölnarborgar segir að gripið verði til sérstakra ráðstafana þegar kjötkveðjuhátíð borgarinnar fer fram í febrúar þar sem búist er við miklu fjölmenni.
Tengdar fréttir Þýska þjóðin skekin vegna skipulagðra árása á tugi kvenna á gamlárskvöld Borgarstjóri Kölnarborgar hefur boðað yfirmenn lögreglu til neyðarfundar vegna árása við aðallestarstöð borgarinnar á gamlárskvöld. 5. janúar 2016 11:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þýska þjóðin skekin vegna skipulagðra árása á tugi kvenna á gamlárskvöld Borgarstjóri Kölnarborgar hefur boðað yfirmenn lögreglu til neyðarfundar vegna árása við aðallestarstöð borgarinnar á gamlárskvöld. 5. janúar 2016 11:36