Erlent

Rólegri dagur í kauphöllum heimsins

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hlutabréf héldu áfram að falla í verði í dag í kauphöllum Bandaríkjanna.
Hlutabréf héldu áfram að falla í verði í dag í kauphöllum Bandaríkjanna. vísir/afp
Rólegra var á kínverskum hlutabréfamörkuðum í gær en í byrjun viku þegar gengi bréfa hríðféll svo að kauphöllunum í Sjanghæ var lokað. Hlutabréfin héldu áfram að falla í gær en um var að ræða mun minni lækkun. Sjanghæ-úrvalsvísitalan féll um 0,3 prósent og Hang Seng í Hong Kong féll um 0,7 prósent.

Evrópskir markaðir virðast einnig hafa tekið við sér og hækkuðu lítillega, eftir lækkanir á mánudag. FTSE 100 vísitalan í Bretlandi hækkaði um 1,09 prósent strax í gærmorgun eftir 2,6 prósenta lækkun á mánudag. Bandarískir markaðir lækkuðu hins vegar aðeins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×