Á erfitt með að finna leiguhúsnæði og vinnu fimm árum eftir að hann lauk afplánun í Brasilíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2016 11:32 Karl Magnús Grönvold, sem sat í fangelsi í Brasilíu fyrir fíkniefnasmygl fyrir nokkrum árum, segist enn vera að glíma við afleiðingar þess, en hann var handtekinn árið 2007 með sex kíló af kókaíni í fórum sínum og hlaut þriggja ára dóm. Karl segist til að mynda eiga erfitt með að finna sér leiguhúsnæði og vinnu. „Ég var til dæmis búinn að gera munnlega samninga við fjóra mismunandi leigusala en svo kemur að því að ég þarf að gefa upp nafn og kennitölu. Síðan er bara hringt daginn eftir og sagt „Nei, ég get ekki farið í þetta.“ Þetta gerðist bara seinast núna um daginn, 5 árum eftir að ég lauk afplánun,“ segir Karl en hann ræddi málið í Harmageddon. Eins og kunnugt er situr núna íslenskt par í gæsluvarðhaldi í Brasilíu vegna gruns um að hafa ætlað að smygla fjórum kílóum af kókaíni úr landi. Karl ráðleggur fólkinu að forðast allt umtal þegar þau koma heim en hann var nokkuð áberandi eftir að hann lauk afplánun og gerðu hann og Jóhannes Kr. Kristjánsson til að mynda bókina Brasilíufanginn um reynslu Karls úr fangelsinu. „Bókin átti að vera uppgjör við þessa dvöl en ég hafði enga hugmynd um hvaða afleiðingar þetta myndi hafa. Það eina sem ég get gert er að halda áfram og reyna að gera það besta sem ég get gert og tekið réttar ákvarðanir. [...] En ef ég gæti snúið til baka þá hefði ég aldrei farið í þessa ferð, ég hefði ekki farið í þessa bók, ekki í viðtöl, sem sagt ekki farið svona opinbert út með þetta,“ segir Karl. Hlusta má á ítarlegt viðtal Harmageddon við Karl, sem er í tveimur klippum, í spilurunum hér í fréttinni. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira
Karl Magnús Grönvold, sem sat í fangelsi í Brasilíu fyrir fíkniefnasmygl fyrir nokkrum árum, segist enn vera að glíma við afleiðingar þess, en hann var handtekinn árið 2007 með sex kíló af kókaíni í fórum sínum og hlaut þriggja ára dóm. Karl segist til að mynda eiga erfitt með að finna sér leiguhúsnæði og vinnu. „Ég var til dæmis búinn að gera munnlega samninga við fjóra mismunandi leigusala en svo kemur að því að ég þarf að gefa upp nafn og kennitölu. Síðan er bara hringt daginn eftir og sagt „Nei, ég get ekki farið í þetta.“ Þetta gerðist bara seinast núna um daginn, 5 árum eftir að ég lauk afplánun,“ segir Karl en hann ræddi málið í Harmageddon. Eins og kunnugt er situr núna íslenskt par í gæsluvarðhaldi í Brasilíu vegna gruns um að hafa ætlað að smygla fjórum kílóum af kókaíni úr landi. Karl ráðleggur fólkinu að forðast allt umtal þegar þau koma heim en hann var nokkuð áberandi eftir að hann lauk afplánun og gerðu hann og Jóhannes Kr. Kristjánsson til að mynda bókina Brasilíufanginn um reynslu Karls úr fangelsinu. „Bókin átti að vera uppgjör við þessa dvöl en ég hafði enga hugmynd um hvaða afleiðingar þetta myndi hafa. Það eina sem ég get gert er að halda áfram og reyna að gera það besta sem ég get gert og tekið réttar ákvarðanir. [...] En ef ég gæti snúið til baka þá hefði ég aldrei farið í þessa ferð, ég hefði ekki farið í þessa bók, ekki í viðtöl, sem sagt ekki farið svona opinbert út með þetta,“ segir Karl. Hlusta má á ítarlegt viðtal Harmageddon við Karl, sem er í tveimur klippum, í spilurunum hér í fréttinni.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira