Erlent

Öryggisráðið fordæmir árásir á sendiráð Sáda

Mótmælendur héldu á myndum af Sheikh Nimr al-Nimr í mótmælum fyrir utan sádíarabíska sendiráðið í Íran.
Mótmælendur héldu á myndum af Sheikh Nimr al-Nimr í mótmælum fyrir utan sádíarabíska sendiráðið í Íran. Fréttablaðið/EPA
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmir árásir á sendiráð Sádí Arabíu í Teheran í Íran síðustu daga. Þetta var samþykkt í gærkvöldi en í yfirlýsingunni er ekkert minnst á aftöku Sáda á Shía klerkinum Nimr al-Nimr, sem er ástæða árásanna á sendiráðið.

Sádar hafa slitið öllum samskiptum við Íran eftir að ráðist var á sendiráðið á sunnudag og eldur borinn að því. Spennan á milli ríkjanna tveggja hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil og nú og í gær steig aðstoðarforsætisráðherra Tyrkja fram og bað báða deiluaðila um að slaka á, staðan í miðausturlöndum sé nógu slæm fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×