Alexander Petersson verður með strákunum okkar á EM í Póllandi sem hefst í næstu viku en hann getur þó ekki beitt sér að fullu.
Þessi magnaða örvhenta skytta sem hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu um árabil hefur ekki verið verkjalaus síðan á EM 2010 þegar Ísland vann brons í Austurríki.
Öxlin hefur einnig verið að plaga Alexander síðustu ár og hann hefur einfaldlega þurft að venjast því að spila með verki í öxlinni.
„Ég hef þurft að stýra álaginu. Taka kannski fimm til sex skot í leik í staðinn fyrir að taka fimmtán. Ég er ekki ungur lengur,“ segir hinn 35 ára gamli Alexander í viðtali við Fréttablaðið sem birtist í morgun.
Ekki áttu margir von á því að Alexander gæfi kost á sér á EM í Póllandi. Hann verður til staðar en þó í mun minna hlutverki en áður.
„Við erum að tala núna um að láta mig spila í hverjum einasta leik en ekki mikið samt. Ætli ég spili ekki svona fimmtán mínútur í leik. Kannski stundum bara vörn en við verðum að sjá til hvernig þetta þróast hjá okkur,“ segir Alexander Petersson.
Viðtalið í heild sinni má lesa hér.
Alexander spilar bara fimmtán mínútur í leik á EM
Tengdar fréttir
Alexander: Óli hefur komið inn með skemmtilega hluti fyrir mótið
Alexander Petersson verður í takmörkuðu hlutverki hjá íslenska landsliðinu á EM í Póllandi. Þessi mikli harðjaxl mun bíta á jaxlinn og gera það sem hann getur til þess að hjálpa liðinu.