Þjóðaratkvæði um stjórnarskrárbreytingar næsta haust Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. janúar 2016 19:45 Stjórnarskrárnefnd stefnir að því að skila tilbúnu frumvarpi til breytinga á stjórnarskránni áður en Alþingi kemur saman 18. janúar næstkomandi. Stefnt er að því að sjálfstæð þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um frumvarpið í haust. Ekki er stefnt að því lengur að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið samhliða forsetakosningum næsta sumar þar sem of lítill tími er til stefnu fyrir þingið að fjalla um frumvarpið eigi það að nást.Nefndin hefur í yfirstandandi vinnu skoðað fjögur ný ákvæði. Nýtt auðlindaákvæði, ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur, ákvæði um valdframsal til alþjóðlegra stofnana og ákvæði um umhverfisvernd. Unnið hefur verið eftir því markmiði að ná að ljúka gerð frumvarps til breytinga á stjórnarskránni áður en þetta kjörtímabil er úti svo nýta megi tímabundna heimild sem sett var inn í stjórnarskrána fyrir síðustu þingkosningar um að heimilt sé fram til 30. apríl 2017 að breyta stjórnarskránni í þjóðaratkvæðagreiðslu samþykki Alþingi frumvarp um breytingarnar með minnst 2/3 hlutum greiddra atkvæða. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er texti auðlindákvæðis tilbúinn. Þá hefur stjórnarskrárnefnd náð samkomulagi um að það þurfi undirskriftir 15 prósent atkvæðisbærra manna til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu og að lágmarki 25 prósent þeirra sem eru á kjörskrá segi nei til að hún haldi gildi sínu. Undirskriftunum yrði þá skilað til þess ráðherra sem væri flutningsmaður frumvarpsins.Tvær leiðir til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu Stjórnarskrárnefnd hefur ekkert endurskoðað ákvæðin um forseta Íslands í yfirstandandi vinnu. Þetta þýðir að verði frumvarpið að veruleika verði uppi sú sérstaka og óvenjulega staða að tvær leiðir verði færar til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Annars vegar með áskorunum til forsetans um að beita synjunarvaldi á grundvelli núgildandi 26. gr. stjórnarskrárinnar og hins vegar á grundvelli hins nýja ákvæðis. Gert er ráð fyrir að lög samþykkt frá Alþingi geti farið þessa leið með þeim undantekningum að fjárlög, skattalög og frumvörp til þess að framfylgja þjóðréttarlegum skuldbindingum væru undanskilin. Í þessu sambandi má nefna öll lagafrumvörp sem sprottin væru úr gerðum Evrópusambandsins sem falla undir EES-samninginn yrðu undanþegin þjóðaratkvæði. Á borðinu er hins vegar tillaga um að þingsályktanir vegna þjóðréttarlegra samninga geti farið í þjóðaratkvæðagreiðslur samkvæmt sömu aðferð og með því yrði vandinn vegna ESB gerða leystur en margar ESB-gerðir eru fyrst staðfestar á grundvelli heimildar í þingsályktun og svo fylgt eftir með lagabreytingum. Ef gerð í EES-samningnum krefst lagabreytinga og ákvörðun er staðfest á grundvelli heimildar í þingsályktun þarf alltaf að fylgja henni eftir með viðeigandi lagabreytingum til að gerð teljist innleidd á fullnægjandi hátt.Þingsályktanir sem hafi bein réttaráhrif fari í þjóðaratkvæði Í stjórnarskrárnefnd er deilt um það hvort þetta eigi líka að geta náð til annarra þingsályktunartillagna, til dæmis um rammáætlun og hugsanlega svokallaðala kerfisáætlun sem varðar línulagnir. Umræðan snýr efnislega að því hvort stjórnarskrárákvæði, sem heimilar þjóðaratkvæðagreiðslu að undangenginni söfnun undirskrifta 15 prósent atkvæðisbærra manna, eigi að ná til allra þingsályktunartillagna sem hafa bein réttaráhrif. Þá greinir nefndarmenn á um hvort tímabært sé að ljúka gerð ákvæðis um framsal á valdi til alþjóðlegra stofnana. Þá er ennþá ýmislegt ófrágengið varðandi orðalag ákvæðis um umhverfisvernd. Stjórnarskrárnefnd mun skila tillögu í formi frumvarps til forsætisráðherra. Rætt hefur verið um að í framhaldinu muni fomenn allra flokkanna flytja frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga á þingi. Nefndarmenn vilja ganga þannig frá málum að frumvarpið lendi ekki í ágreiningi á síðari stigum en nefndin vill hafa sterkt bakland allra þingflokka fyrir sameiginlegri niðurstöðu áður en hún lýkur störfum. Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
Stjórnarskrárnefnd stefnir að því að skila tilbúnu frumvarpi til breytinga á stjórnarskránni áður en Alþingi kemur saman 18. janúar næstkomandi. Stefnt er að því að sjálfstæð þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um frumvarpið í haust. Ekki er stefnt að því lengur að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið samhliða forsetakosningum næsta sumar þar sem of lítill tími er til stefnu fyrir þingið að fjalla um frumvarpið eigi það að nást.Nefndin hefur í yfirstandandi vinnu skoðað fjögur ný ákvæði. Nýtt auðlindaákvæði, ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur, ákvæði um valdframsal til alþjóðlegra stofnana og ákvæði um umhverfisvernd. Unnið hefur verið eftir því markmiði að ná að ljúka gerð frumvarps til breytinga á stjórnarskránni áður en þetta kjörtímabil er úti svo nýta megi tímabundna heimild sem sett var inn í stjórnarskrána fyrir síðustu þingkosningar um að heimilt sé fram til 30. apríl 2017 að breyta stjórnarskránni í þjóðaratkvæðagreiðslu samþykki Alþingi frumvarp um breytingarnar með minnst 2/3 hlutum greiddra atkvæða. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er texti auðlindákvæðis tilbúinn. Þá hefur stjórnarskrárnefnd náð samkomulagi um að það þurfi undirskriftir 15 prósent atkvæðisbærra manna til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu og að lágmarki 25 prósent þeirra sem eru á kjörskrá segi nei til að hún haldi gildi sínu. Undirskriftunum yrði þá skilað til þess ráðherra sem væri flutningsmaður frumvarpsins.Tvær leiðir til að kalla fram þjóðaratkvæðagreiðslu Stjórnarskrárnefnd hefur ekkert endurskoðað ákvæðin um forseta Íslands í yfirstandandi vinnu. Þetta þýðir að verði frumvarpið að veruleika verði uppi sú sérstaka og óvenjulega staða að tvær leiðir verði færar til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um lög sem Alþingi hefur samþykkt. Annars vegar með áskorunum til forsetans um að beita synjunarvaldi á grundvelli núgildandi 26. gr. stjórnarskrárinnar og hins vegar á grundvelli hins nýja ákvæðis. Gert er ráð fyrir að lög samþykkt frá Alþingi geti farið þessa leið með þeim undantekningum að fjárlög, skattalög og frumvörp til þess að framfylgja þjóðréttarlegum skuldbindingum væru undanskilin. Í þessu sambandi má nefna öll lagafrumvörp sem sprottin væru úr gerðum Evrópusambandsins sem falla undir EES-samninginn yrðu undanþegin þjóðaratkvæði. Á borðinu er hins vegar tillaga um að þingsályktanir vegna þjóðréttarlegra samninga geti farið í þjóðaratkvæðagreiðslur samkvæmt sömu aðferð og með því yrði vandinn vegna ESB gerða leystur en margar ESB-gerðir eru fyrst staðfestar á grundvelli heimildar í þingsályktun og svo fylgt eftir með lagabreytingum. Ef gerð í EES-samningnum krefst lagabreytinga og ákvörðun er staðfest á grundvelli heimildar í þingsályktun þarf alltaf að fylgja henni eftir með viðeigandi lagabreytingum til að gerð teljist innleidd á fullnægjandi hátt.Þingsályktanir sem hafi bein réttaráhrif fari í þjóðaratkvæði Í stjórnarskrárnefnd er deilt um það hvort þetta eigi líka að geta náð til annarra þingsályktunartillagna, til dæmis um rammáætlun og hugsanlega svokallaðala kerfisáætlun sem varðar línulagnir. Umræðan snýr efnislega að því hvort stjórnarskrárákvæði, sem heimilar þjóðaratkvæðagreiðslu að undangenginni söfnun undirskrifta 15 prósent atkvæðisbærra manna, eigi að ná til allra þingsályktunartillagna sem hafa bein réttaráhrif. Þá greinir nefndarmenn á um hvort tímabært sé að ljúka gerð ákvæðis um framsal á valdi til alþjóðlegra stofnana. Þá er ennþá ýmislegt ófrágengið varðandi orðalag ákvæðis um umhverfisvernd. Stjórnarskrárnefnd mun skila tillögu í formi frumvarps til forsætisráðherra. Rætt hefur verið um að í framhaldinu muni fomenn allra flokkanna flytja frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga á þingi. Nefndarmenn vilja ganga þannig frá málum að frumvarpið lendi ekki í ágreiningi á síðari stigum en nefndin vill hafa sterkt bakland allra þingflokka fyrir sameiginlegri niðurstöðu áður en hún lýkur störfum.
Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira