Mark Zuckerberg smíðar sinn eigin aðstoðarmann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. janúar 2016 13:17 Mark Zuckerberg ætlar sér að hanna sinn eigin Jarvis úr Iron Man Vísir/Getty Nýársheitin eru eins mörg og þau eru misjöfn en fá eru líklega jafn metnaðarfull og nýársheiti þessa árs hjá Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook. Hann ætlar sér að hanna og búa til aðstoðarmann sem býr yfir til gervigreind til þess að aðstoða Zuckerberg við heimilisverk og í vinnu. Zuckerberg útskýrir nýársheiti sitt í pósti sem hann birti á Facebook í gær. Líkir hann aðstoðarmanninum sem hann hyggst búa til við Jarvis, sem unnendur Iron Man og Avengers-myndanna ættu að kannast við, sérlegum aðstoðarmanni Iron Man sem er búinn gervigreind og getur aðstoðað Iron Man við nánast hvað sem er.Hér fyrir neðan má sjá Jarvis, sérstakan aðstoðarmann Iron Man og fyrirmynd tilvonandi aðstoðarmanns Zuckerberg, kynna sjálfan sig.„Þetta ætti að verða skemmtilegt verkefni,“ skrifaði Zuckerberg. „Það er gefandi að byggja hluti sjálfur.“ Stofnandi Facebook hefur undanfarin ár strengt nýársheit en hann hefur áður strengt þess heit að lesa tvær bækur á mánuði og að læra kínversku. Í þetta skiptið ætlar hann sér að kynna sér þá tækni sem nú er til staðar varðandi gervigreind en Zuckerberg gerir ráð fyrir því að aðstoðarmaðurinn eða kerfið sem hann ætlar að þróa geti hjálpað sér á marga mismunandi vegu, allt frá því að fylgjast með heimili hans, bera kennsl á vini og kunningja sem hringja dyrabjöllunni til þess að aðstoða hann við vinnu sína. Marga dreymir líklega um að eiga einn aðstoðarmann á borð við Jarvis og því verður fróðlegt að sjá hvernig Zuckerberg tekst til.Every year, I take on a personal challenge to learn new things and grow outside my work at Facebook. My challenges in...Posted by Mark Zuckerberg on Sunday, 3 January 2016 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Nýársheitin eru eins mörg og þau eru misjöfn en fá eru líklega jafn metnaðarfull og nýársheiti þessa árs hjá Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook. Hann ætlar sér að hanna og búa til aðstoðarmann sem býr yfir til gervigreind til þess að aðstoða Zuckerberg við heimilisverk og í vinnu. Zuckerberg útskýrir nýársheiti sitt í pósti sem hann birti á Facebook í gær. Líkir hann aðstoðarmanninum sem hann hyggst búa til við Jarvis, sem unnendur Iron Man og Avengers-myndanna ættu að kannast við, sérlegum aðstoðarmanni Iron Man sem er búinn gervigreind og getur aðstoðað Iron Man við nánast hvað sem er.Hér fyrir neðan má sjá Jarvis, sérstakan aðstoðarmann Iron Man og fyrirmynd tilvonandi aðstoðarmanns Zuckerberg, kynna sjálfan sig.„Þetta ætti að verða skemmtilegt verkefni,“ skrifaði Zuckerberg. „Það er gefandi að byggja hluti sjálfur.“ Stofnandi Facebook hefur undanfarin ár strengt nýársheit en hann hefur áður strengt þess heit að lesa tvær bækur á mánuði og að læra kínversku. Í þetta skiptið ætlar hann sér að kynna sér þá tækni sem nú er til staðar varðandi gervigreind en Zuckerberg gerir ráð fyrir því að aðstoðarmaðurinn eða kerfið sem hann ætlar að þróa geti hjálpað sér á marga mismunandi vegu, allt frá því að fylgjast með heimili hans, bera kennsl á vini og kunningja sem hringja dyrabjöllunni til þess að aðstoða hann við vinnu sína. Marga dreymir líklega um að eiga einn aðstoðarmann á borð við Jarvis og því verður fróðlegt að sjá hvernig Zuckerberg tekst til.Every year, I take on a personal challenge to learn new things and grow outside my work at Facebook. My challenges in...Posted by Mark Zuckerberg on Sunday, 3 January 2016
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira