Leiðtogi Írans segir guð ekki geta fyrirgefið aftökur Sádí-Araba Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. janúar 2016 10:15 Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei, hefur hótað stjórnvöldum í Sádí-Arabíu guðdómlegri hefnd. Vísir/AFP Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei, hefur hótað stjórnvöldum í Sádí-Arabíu guðdómlegri hefnd vegna aftöku sjía-klerksins Sheikh Nim al-Nim aðfaranótt laugardags. Klerkurinn vinsæli barðist fyrir lýðræðisumbótum í austurhluta Sádí-Arabíu árið 2011. Hann og 46 aðrir meintir hryðjuverkamenn voru teknir af lífi en aftökurnar fóru fram á nokkrum stöðum í landinu. Flestir voru hálshöggnir en aðrir mættu örlögum sínum frammi fyrir aftökusveit. Fjölmenn mótmæli fóru fram í nokkrum ríkjum Miðausturlanda eftir að innanríkisráðuneytið í Sádí-Arabíu tilkynnti að al-Nim væri allur og meðal annars var kveikt í sádí-arabíska sendiráðinu í Teheran í Íran í gærkvöldi. Ayatollah Khamenei sagði í nótt að glæpur Sádanna væri slíkur að ómögulegt væri fyrir guð að fyrirgefa þeim. Verknaðurinn muni ásækja ráðamenn landsins um ókomna tíð. Talið er að yfirvöld í Sádí-Arabíu hafi viljað senda skýr skilaboð með aftökunum. Það er að landið muni hvorki líða árásir af hálfu súnní-múslima né sjía-múslima, sem eru í minnihluta í landinu og hafa undanfarin ár barist fyrir auknu jafnrétti, meðal annars með vinsælum klerkum á borð við al-Nim. Ayatollah Khamenei sagði í nótt að al-Nim hefði aldrei hvatt fólk til ofbeldisverka eða að ganga til liðs við vopnaðar uppreisnarsveitir. Þvert á móti hafi al-Nim lagt áherslu á opna umræðu og lýðræðisumbætur. Tengdar fréttir Aftökur draga dilk á eftir sér Mikil ólga er í Austurlöndum nær vegna aftöku Sádí-Araba á 47 einstaklingum, þar af á einum mikilsmetnum trúarleiðtoga sem var einn helsti gagnrýnandi stjórnvalda í hinu íhaldssama ríki. 2. janúar 2016 11:46 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei, hefur hótað stjórnvöldum í Sádí-Arabíu guðdómlegri hefnd vegna aftöku sjía-klerksins Sheikh Nim al-Nim aðfaranótt laugardags. Klerkurinn vinsæli barðist fyrir lýðræðisumbótum í austurhluta Sádí-Arabíu árið 2011. Hann og 46 aðrir meintir hryðjuverkamenn voru teknir af lífi en aftökurnar fóru fram á nokkrum stöðum í landinu. Flestir voru hálshöggnir en aðrir mættu örlögum sínum frammi fyrir aftökusveit. Fjölmenn mótmæli fóru fram í nokkrum ríkjum Miðausturlanda eftir að innanríkisráðuneytið í Sádí-Arabíu tilkynnti að al-Nim væri allur og meðal annars var kveikt í sádí-arabíska sendiráðinu í Teheran í Íran í gærkvöldi. Ayatollah Khamenei sagði í nótt að glæpur Sádanna væri slíkur að ómögulegt væri fyrir guð að fyrirgefa þeim. Verknaðurinn muni ásækja ráðamenn landsins um ókomna tíð. Talið er að yfirvöld í Sádí-Arabíu hafi viljað senda skýr skilaboð með aftökunum. Það er að landið muni hvorki líða árásir af hálfu súnní-múslima né sjía-múslima, sem eru í minnihluta í landinu og hafa undanfarin ár barist fyrir auknu jafnrétti, meðal annars með vinsælum klerkum á borð við al-Nim. Ayatollah Khamenei sagði í nótt að al-Nim hefði aldrei hvatt fólk til ofbeldisverka eða að ganga til liðs við vopnaðar uppreisnarsveitir. Þvert á móti hafi al-Nim lagt áherslu á opna umræðu og lýðræðisumbætur.
Tengdar fréttir Aftökur draga dilk á eftir sér Mikil ólga er í Austurlöndum nær vegna aftöku Sádí-Araba á 47 einstaklingum, þar af á einum mikilsmetnum trúarleiðtoga sem var einn helsti gagnrýnandi stjórnvalda í hinu íhaldssama ríki. 2. janúar 2016 11:46 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Aftökur draga dilk á eftir sér Mikil ólga er í Austurlöndum nær vegna aftöku Sádí-Araba á 47 einstaklingum, þar af á einum mikilsmetnum trúarleiðtoga sem var einn helsti gagnrýnandi stjórnvalda í hinu íhaldssama ríki. 2. janúar 2016 11:46