Leiðtogi Írans segir guð ekki geta fyrirgefið aftökur Sádí-Araba Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. janúar 2016 10:15 Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei, hefur hótað stjórnvöldum í Sádí-Arabíu guðdómlegri hefnd. Vísir/AFP Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei, hefur hótað stjórnvöldum í Sádí-Arabíu guðdómlegri hefnd vegna aftöku sjía-klerksins Sheikh Nim al-Nim aðfaranótt laugardags. Klerkurinn vinsæli barðist fyrir lýðræðisumbótum í austurhluta Sádí-Arabíu árið 2011. Hann og 46 aðrir meintir hryðjuverkamenn voru teknir af lífi en aftökurnar fóru fram á nokkrum stöðum í landinu. Flestir voru hálshöggnir en aðrir mættu örlögum sínum frammi fyrir aftökusveit. Fjölmenn mótmæli fóru fram í nokkrum ríkjum Miðausturlanda eftir að innanríkisráðuneytið í Sádí-Arabíu tilkynnti að al-Nim væri allur og meðal annars var kveikt í sádí-arabíska sendiráðinu í Teheran í Íran í gærkvöldi. Ayatollah Khamenei sagði í nótt að glæpur Sádanna væri slíkur að ómögulegt væri fyrir guð að fyrirgefa þeim. Verknaðurinn muni ásækja ráðamenn landsins um ókomna tíð. Talið er að yfirvöld í Sádí-Arabíu hafi viljað senda skýr skilaboð með aftökunum. Það er að landið muni hvorki líða árásir af hálfu súnní-múslima né sjía-múslima, sem eru í minnihluta í landinu og hafa undanfarin ár barist fyrir auknu jafnrétti, meðal annars með vinsælum klerkum á borð við al-Nim. Ayatollah Khamenei sagði í nótt að al-Nim hefði aldrei hvatt fólk til ofbeldisverka eða að ganga til liðs við vopnaðar uppreisnarsveitir. Þvert á móti hafi al-Nim lagt áherslu á opna umræðu og lýðræðisumbætur. Tengdar fréttir Aftökur draga dilk á eftir sér Mikil ólga er í Austurlöndum nær vegna aftöku Sádí-Araba á 47 einstaklingum, þar af á einum mikilsmetnum trúarleiðtoga sem var einn helsti gagnrýnandi stjórnvalda í hinu íhaldssama ríki. 2. janúar 2016 11:46 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira
Æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei, hefur hótað stjórnvöldum í Sádí-Arabíu guðdómlegri hefnd vegna aftöku sjía-klerksins Sheikh Nim al-Nim aðfaranótt laugardags. Klerkurinn vinsæli barðist fyrir lýðræðisumbótum í austurhluta Sádí-Arabíu árið 2011. Hann og 46 aðrir meintir hryðjuverkamenn voru teknir af lífi en aftökurnar fóru fram á nokkrum stöðum í landinu. Flestir voru hálshöggnir en aðrir mættu örlögum sínum frammi fyrir aftökusveit. Fjölmenn mótmæli fóru fram í nokkrum ríkjum Miðausturlanda eftir að innanríkisráðuneytið í Sádí-Arabíu tilkynnti að al-Nim væri allur og meðal annars var kveikt í sádí-arabíska sendiráðinu í Teheran í Íran í gærkvöldi. Ayatollah Khamenei sagði í nótt að glæpur Sádanna væri slíkur að ómögulegt væri fyrir guð að fyrirgefa þeim. Verknaðurinn muni ásækja ráðamenn landsins um ókomna tíð. Talið er að yfirvöld í Sádí-Arabíu hafi viljað senda skýr skilaboð með aftökunum. Það er að landið muni hvorki líða árásir af hálfu súnní-múslima né sjía-múslima, sem eru í minnihluta í landinu og hafa undanfarin ár barist fyrir auknu jafnrétti, meðal annars með vinsælum klerkum á borð við al-Nim. Ayatollah Khamenei sagði í nótt að al-Nim hefði aldrei hvatt fólk til ofbeldisverka eða að ganga til liðs við vopnaðar uppreisnarsveitir. Þvert á móti hafi al-Nim lagt áherslu á opna umræðu og lýðræðisumbætur.
Tengdar fréttir Aftökur draga dilk á eftir sér Mikil ólga er í Austurlöndum nær vegna aftöku Sádí-Araba á 47 einstaklingum, þar af á einum mikilsmetnum trúarleiðtoga sem var einn helsti gagnrýnandi stjórnvalda í hinu íhaldssama ríki. 2. janúar 2016 11:46 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Sjá meira
Aftökur draga dilk á eftir sér Mikil ólga er í Austurlöndum nær vegna aftöku Sádí-Araba á 47 einstaklingum, þar af á einum mikilsmetnum trúarleiðtoga sem var einn helsti gagnrýnandi stjórnvalda í hinu íhaldssama ríki. 2. janúar 2016 11:46