

Ótvíræður skúrkur ársins 2015
Síðustu daga höfum við keppst við að heiðra þá sem létu gott af sér leiða á liðnu ári, sköruðu fram úr eða vöktu almenna aðdáun. Því miður voru þeir þó jafnmargir sem teljast mega skúrkar ársins. Margir eru kallaðir. Einn skarar þó fram úr en sá lét illgirni sína – eða heimsku – skína allt fram á síðasta dag ársins.
Að gera, lifa og upplifa
„Það kemur enginn bíll að ná í mig,“ sagði hún í símann. Klukkan var þrjú á aðfangadag. Það voru þrír tímar í að hún átti að mæta í jólaboðið.
„Nú,“ sagði gestgjafinn hinum megin á línunni. „Kemstu þá ekki?“
Í raun var svarið nei. En sumir láta hvorki lífið, veðrið né mannvonsku opinberrar þjónustu stoppa sig. „Jú, jú, ég kem.“
Ónefnd kjarnakona mér tengd lenti í slysi fyrir þremur árum og lamaðist illa. Hefur hún verið bundin við hjólastól síðan. Fyrir slysið var hún á stöðugum þeytingi – að gera, lifa og upplifa. Ótrúlegt en satt hefur það lítið breyst. Þrátt fyrir að vera bundin við stóran rafmagnshjólastól þeysist hún um bæinn, sinnir vinnu, sækir menningarviðburði og heimsækir fjölskyldu og vini. En til að komast leiðar sinnar þarf hún því miður að reiða sig á „skúrk ársins“.
Gleymdist í bílnum
Árið 2015 byrjaði ekki vel hjá Ferðaþjónustu fatlaðra. Eftir að Strætó bs. var falin umsjón með Ferðaþjónustunni á höfuðborgarsvæðinu var eins og notendur hennar hefðu sogast inn í þátt af Klaufabárðunum. Ferðalangar voru sóttir seint og illa og stundum alls ekki. En ekki nóg með það:
- Í janúar hugðust tveir fjölfatlaðir bræður fara í mat til foreldra sinna. Bílstjóri Ferðaþjónustunnar vildi hins vegar bara aka öðrum þeirra til veislunnar.
- Í febrúar týndist átján ára þroskaskert stúlka. Fannst hún loks í bifreið á vegum Ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum.
- Í haust var níu ára einhverfur drengur skilinn eftir á bílaplani við matvöruverslun í nágrenni við heimili sitt í stað þess að honum væri ekið beint heim eftir skóla. Og svo mætti lengi telja.
Aulaháttur eða illska
En aftur að kjarnakonunni í hjólastólnum. Í ljós kemur að fatlaðir eiga ekki að halda jól á sama tíma og við hin. Ferðaþjónusta fatlaðra hættir nefnilega akstri klukkan þrjú á aðfangadag. Mín lét það þó ekki stöðva sig. Hún klæddi sig í fjögur lög af útivistarfatnaði.
Þvínæst hélt hún út í kuldann og ók á stólnum sínum eftir illfærum gangstéttum og akbrautum þegar ekki var kostur á öðru. Var hún mætt í jólaboðið á tilsettum tíma.
Seint verður sagt að við sem samfélag dekrum við þá sem þurfa aðstoðar við. Aðgengi fyrir fatlaða er víða bágborið. Grunnbætur öryrkja eru langt frá mannsæmandi launum. Þótt flestar stéttir á vinnumarkaði hafi fengið afturvirkar launahækkanir á árinu, meðal annars ráðamenn þjóðarinnar, þótti ekki þörf á að láta slíkt hið sama gilda um bætur til öryrkja og lífeyrisþega.
Rétt er að láta Ferðaþjónustu fatlaðra njóta vafans. Líklega skýrist bágborin þjónustan af aulahætti fremur en illsku; hún á meira skylt við Klaufabárðana en Svarthöfða. En það breytir því ekki: Að hætta akstri klukkan þrjú á aðfangadag – og gamlársdag – og útiloka þannig frá fjölskyldusamkomum þá sem ekki komast milli húsa með hefðbundnum hætti er ómannúðlegt. Það eru ekki allir sem treysta sér til að brjótast gegnum snjóskaflana á hjólastól í fjórum lögum af útivistarfatnaði.
Skoðun

Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR
Sólveig Guðjónsdóttir skrifar

Skrifræðismartröð í Hæðargarði
Dóra Magnúsdóttir skrifar

Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins
Högni Elfar Gylfason skrifar

Fáni okkar allra...
Eva Þorsteinsdóttir skrifar

Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun
Óli Jón Jónsson skrifar

Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram
Guðmundur Björnsson skrifar

Föstum saman, Ramadan og langafasta
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Auðhumla í Hamraborg
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor
Kristín Heimisdóttir skrifar

Mannlegi rektorinn Silja Bára
Arnar Pálsson skrifar

Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það
Drífa Snædal skrifar

Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk
Bjarni Már Magnússon skrifar

Ó-frjósemi eða val
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun?
Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar

Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda
Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar

Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna?
Guðmundur Björnsson skrifar

Við kjósum Kolbrúnu!
Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar

Geðheilbrigði snertir okkur öll
Sandra B. Franks skrifar

Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings
Guðmundur Einarsson skrifar

Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis
Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar

Konur láta lífið og karlar fá knús
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters!
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kosningar í VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Kynjajafnrétti er mannanna verk
Stella Samúelsdóttir skrifar

Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd
Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar

Baráttan heldur áfram!
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Jafnréttisparadís?
Guðrún Karls Helgudóttir skrifar

Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar