Innlent

Íslenskt par handtekið í Brasilíu með fjögur kíló af kókaíni

Bjarki Ármannsson skrifar
Kókaínið fanns í smokkum og fölskum botnum í ferðatöskum parsins.
Kókaínið fanns í smokkum og fölskum botnum í ferðatöskum parsins. Myndir/Brasilíska lögreglan/Google-Maps
Íslenskt par á þrítugsaldri er nú í haldi lögreglu í borginni Fortaleza í Brasilíu grunað um að hafa ætlað að smygla fjórum kílóum af kókaíni úr landi. Parið var handtekið á móteli þar í landi milli jóla og nýárs.

Um er að ræða 26 ára karlmann og tvítuga konu. Að því er kemur fram í brasilískum fjölmiðlum fannst kókaínið í smokkum og fölskum botnum í ferðatöskum þeirra. Lögregla gerði upptæka muni í eigu þeirra, meðal annars tvo farsíma og 1.600 íslenskar krónur.

Utanríkisráðuneytið staðfestir að parið hefur verið handtekið. Þau áttu bókað flug úr landi frá Pinto Martins-flugvellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×