Fyrsti Stöð 2 Sport tvíhöfði vetrarins í Hólminum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2016 14:15 Landsliðskonurnar Bryndís Guðmundsdóttir og Jóhann Björk Sveinsdóttir munu ekkert gefa eftir í kvöld. Vísir/Stefán Stöð 2 Sport mun sýna tvo leiki í beinni útsendingu frá leik í Domino´s deildunum í kvöld en þá er á dagskrá tvíhöfði í Stykkishólmi. Fyrri leikurinn er toppslagur Snæfells og Hauka í Domino´s deild kvenna en seinni leikurinn er leikur Snæfells og Hattar í Domino´s deild karla en þau lið eru bæði að berjast á hinum enda töflunnar. Þetta verður fyrsti Stöð 2 Sport tvíhöfðinn frá Domino´s deildunum í vetur en sýndir hafa verið leikir úr öllum umferðum á þessu tímabili, bæði hjá körlum og konum.Kvennalið Snæfells og Hauka mætast klukkan 18.00 en þetta er einn af úrslitaleikjunum um deildarmeistaratitilinn hjá konunum. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar og hafa hvort um sig unnið einn innbyrðisleik í vetur. Snæfell vann tíu stiga sigur á Haukum þegar liðin mættust í Stykkishólmi fyrir áramót en það er eini tapleikur Haukakvenna í deildinni. Haukar hafa styrkt sig síðan þá en í liðinu nú er Chelsie Alexa Schweers sem er stigahæsti leikmaður deildarinnar. Snæfellskonur hafa unnið alla sjö heimaleiki sína á tímabilinu og eru erfiðar heima að sækja í Hólminn. Það má því búast við spennuleik í kvöld.Strax á eftir kvennaleiknum mætast síðan Snæfell og Höttur í fjórtándu umferð Domino´s deildar karla en sá leikur hefst klukkan 20.15. Höttur er í neðsta sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Snæfelli sem situr í síðasta örugga sætinu eins og er. Snæfell vann fyrri leik liðanna með tveimur stigum á dramatískri sigurkörfu Sherrod Nigel Wright en hann skoraði hana fyrir utan þriggja stiga línuna og rétt áður en lokaflautan gall. Einn af síðustu möguleikum Hattar á að halda sér í deildinni er að vinna þennan leik. Tapi Höttur leiknum verða þeir nefnilega tíu stigum á eftir Snæfelli og alltaf með verri stöðu í innbyrðisleikjum. Höttur hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu og liðið er búið að tapa öllum sex útileikjum sínum til þessa. Fyrri leikur liðanna vannst eins og áður sagði á mjög dramatískan hátt og það má búast við öðrum spennuleik í kvöld. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Stöð 2 Sport mun sýna tvo leiki í beinni útsendingu frá leik í Domino´s deildunum í kvöld en þá er á dagskrá tvíhöfði í Stykkishólmi. Fyrri leikurinn er toppslagur Snæfells og Hauka í Domino´s deild kvenna en seinni leikurinn er leikur Snæfells og Hattar í Domino´s deild karla en þau lið eru bæði að berjast á hinum enda töflunnar. Þetta verður fyrsti Stöð 2 Sport tvíhöfðinn frá Domino´s deildunum í vetur en sýndir hafa verið leikir úr öllum umferðum á þessu tímabili, bæði hjá körlum og konum.Kvennalið Snæfells og Hauka mætast klukkan 18.00 en þetta er einn af úrslitaleikjunum um deildarmeistaratitilinn hjá konunum. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar og hafa hvort um sig unnið einn innbyrðisleik í vetur. Snæfell vann tíu stiga sigur á Haukum þegar liðin mættust í Stykkishólmi fyrir áramót en það er eini tapleikur Haukakvenna í deildinni. Haukar hafa styrkt sig síðan þá en í liðinu nú er Chelsie Alexa Schweers sem er stigahæsti leikmaður deildarinnar. Snæfellskonur hafa unnið alla sjö heimaleiki sína á tímabilinu og eru erfiðar heima að sækja í Hólminn. Það má því búast við spennuleik í kvöld.Strax á eftir kvennaleiknum mætast síðan Snæfell og Höttur í fjórtándu umferð Domino´s deildar karla en sá leikur hefst klukkan 20.15. Höttur er í neðsta sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Snæfelli sem situr í síðasta örugga sætinu eins og er. Snæfell vann fyrri leik liðanna með tveimur stigum á dramatískri sigurkörfu Sherrod Nigel Wright en hann skoraði hana fyrir utan þriggja stiga línuna og rétt áður en lokaflautan gall. Einn af síðustu möguleikum Hattar á að halda sér í deildinni er að vinna þennan leik. Tapi Höttur leiknum verða þeir nefnilega tíu stigum á eftir Snæfelli og alltaf með verri stöðu í innbyrðisleikjum. Höttur hefur aðeins unnið einn leik á tímabilinu og liðið er búið að tapa öllum sex útileikjum sínum til þessa. Fyrri leikur liðanna vannst eins og áður sagði á mjög dramatískan hátt og það má búast við öðrum spennuleik í kvöld.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum