Erlent

Sá fyrsti handtekinn vegna kynferðisárása í Köln

Samúel Karl Ólason skrifar
Sýrlendingar mótmæltu framferði mannanna í Köln.
Sýrlendingar mótmæltu framferði mannanna í Köln. Vísir/EPA
Lögreglan í Köln hefur handtekið 26 ára gamlan hælisleitenda frá Alsír vegna nýársárásanna í Köln. Hann er fyrstur til að vera handtekinn vegna árásanna, en saksóknarar segja hann hafa verið handtekinn um helgina. Maðurinn er sakaður um að káfa á konu og stela af henni síma.

Hópur ölvaðra manna réðst að fjölmörgum konum við stærstu lestarstöð Köln. Árásarmönnunum eru sagðir vera frá Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum.

Lögreglan í Köln rannsakar nú 21 mann vegna árásanna, en enginn þeirra er grunaður um kynferðisárás. 883 einstaklingar hafa lagt fram kærur. Þar af eru 497 konur sem segjast hafa orðið fyrir kynferðisárás. Um er að ræða 776 glæpi og þar á meðal þrjár nauðganir.

Sjá einnig: Lögreglan í Köln réði ekki við ástandið

Búið er að handtaka nokkra menn fyrir þjófnað. Með manninum frá Alsír var annar maður frá Alsír handtekinn grunaður um að stela síma. Sá er 22 ára gamall. Svipaðar árásir áttu sér stað víðar í Þýskalandi og hefur þetta leitt til aukinna deilna um flóttamannaástandið í landinu. 


Tengdar fréttir

Hundruð handtekin í mótmælum

Óeirðir brutust út í tengslum við mótmæli gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“ í þýsku borginni Leipzig á mánudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×