Deilt um hvort Flóki hafi sleppt hröfnum og gefið Íslandi nafn Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2016 18:30 Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. Aðrir fræðimenn segja nýjar fornleifarannsóknir í Vatnsfirði og ískjarnarannsóknir á Grænlandsjökli styðja fornsögurnar um nafngjafa Íslands. Hrafn að fljúga upp frá skipi Hrafna-Flóka var meira að segja forsíðumynd Íslandssögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem kennd var áratugum saman í barnaskólum. Nú segja sagnfræðiprófessorar að það sé hæpið að trúa þessari frásögn Landnámu.Helgi Þorláksson sagnfræðiprófessor á fundi Miðaldastofu.Stöð2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þar segir að Flóki hafi notað hrafna til að rata til Íslands. Það minnir óþægilega mikið á Nóa sem notaði dúfur. Þetta er það sem menn kalla lærðan tilbúning. Menn fara í Biblíuna, taka upp ýmsar hugmyndir þaðan og færa í skrif sín,“ sagði Helgi Þorláksson, prófessor emeritus í sagnfræði, á fundi Miðaldastofu Háskóla Íslands um landnámið. Og sagan um að Hrafna Flóki hafi gengið á fjall eitt á Vestfjörðum og séð fjörð fullan af hafís, - og þessvegna kallað landið Ísland: „Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá norður yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum; því kölluðu þeir landið Ísland, sem það hefir síðan heitið." Svo segir Landnámabók. Nei, Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði, telur aðra skýringu trúlegri á nafni landsins og vitnar í norska bók forna um að víkingar á leið milli Noregs og Írlands hafi notað íslenska jökla sem siglingamerki og þessvegna hafi Ísland fengið nafn sitt.Gunnar Karlsson sagnfræðiprófessor í þættinum „Landnemarnir".Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þegar þeir sjá þessa jökla í vestri þá vita þeir að þeir eru komnir of langt. Og þá kalla þeir þetta land Ísland, - af því að þeir sjá aldrei neitt annað af því en jöklana. Þetta finnst mér miklu betri skýring heldur en sagan af Hrafna-Flóka,“ sagði Gunnar Karlsson. Vísindarannsóknir gætu hins vegar stutt sögnina um Hrafna-Flóka, eins og nýleg aldursgreining Flókatóftar í Vatnsfirði, sem bendir til að elsti hluti hennar sé frá því fyrir landnám.Valdimar Gíslason, sagnfræðingur og æðarbóndi á Mýrum í Dýrafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þar hafa nú fornminjarannsóknir sýnt það að það er engin skáldsaga að hann hafi verið hér á ferðinni. Tóftirnar eru ennþá sýnilegar þar sem hann bjó,“ sagði Valdimar Gíslason, sagnfræðingur á Mýrum í Dýrafirði. Og ískjarnarannsóknir úr Grænlandsjökli sýna að það gæti vel passað að Hrafna Flóki hafi misst fé sitt og séð fullan fjörð af hafís því kuldaskeið var á þeim tíma sem hann á að hafa komið.Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þessar mælingar okkar styðja þessar frásagnir, - að það hafi verið bara kalt og ekkert svo sem undarlegt við það að hann bara hrökklist burt og kalli landið Ísland,“ segir Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, jarðfræðingur við Jarðvísindastofnun, en hún vann að rannsóknunum á Grænlandsjökli. Fjallað er um þessa upphafsatburði Íslandssögunnar í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2. Fornminjar Landnemarnir Vesturbyggð Tengdar fréttir Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Sögurnar um að Hrafna-Flóki hafi gefið Íslandi nafn og að hrafnar hafi vísað honum leiðina til Íslands eru skáldskapur, að mati sagnfræðiprófessora. Aðrir fræðimenn segja nýjar fornleifarannsóknir í Vatnsfirði og ískjarnarannsóknir á Grænlandsjökli styðja fornsögurnar um nafngjafa Íslands. Hrafn að fljúga upp frá skipi Hrafna-Flóka var meira að segja forsíðumynd Íslandssögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem kennd var áratugum saman í barnaskólum. Nú segja sagnfræðiprófessorar að það sé hæpið að trúa þessari frásögn Landnámu.Helgi Þorláksson sagnfræðiprófessor á fundi Miðaldastofu.Stöð2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þar segir að Flóki hafi notað hrafna til að rata til Íslands. Það minnir óþægilega mikið á Nóa sem notaði dúfur. Þetta er það sem menn kalla lærðan tilbúning. Menn fara í Biblíuna, taka upp ýmsar hugmyndir þaðan og færa í skrif sín,“ sagði Helgi Þorláksson, prófessor emeritus í sagnfræði, á fundi Miðaldastofu Háskóla Íslands um landnámið. Og sagan um að Hrafna Flóki hafi gengið á fjall eitt á Vestfjörðum og séð fjörð fullan af hafís, - og þessvegna kallað landið Ísland: „Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá norður yfir fjöllin fjörð fullan af hafísum; því kölluðu þeir landið Ísland, sem það hefir síðan heitið." Svo segir Landnámabók. Nei, Gunnar Karlsson, prófessor emeritus í sagnfræði, telur aðra skýringu trúlegri á nafni landsins og vitnar í norska bók forna um að víkingar á leið milli Noregs og Írlands hafi notað íslenska jökla sem siglingamerki og þessvegna hafi Ísland fengið nafn sitt.Gunnar Karlsson sagnfræðiprófessor í þættinum „Landnemarnir".Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þegar þeir sjá þessa jökla í vestri þá vita þeir að þeir eru komnir of langt. Og þá kalla þeir þetta land Ísland, - af því að þeir sjá aldrei neitt annað af því en jöklana. Þetta finnst mér miklu betri skýring heldur en sagan af Hrafna-Flóka,“ sagði Gunnar Karlsson. Vísindarannsóknir gætu hins vegar stutt sögnina um Hrafna-Flóka, eins og nýleg aldursgreining Flókatóftar í Vatnsfirði, sem bendir til að elsti hluti hennar sé frá því fyrir landnám.Valdimar Gíslason, sagnfræðingur og æðarbóndi á Mýrum í Dýrafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þar hafa nú fornminjarannsóknir sýnt það að það er engin skáldsaga að hann hafi verið hér á ferðinni. Tóftirnar eru ennþá sýnilegar þar sem hann bjó,“ sagði Valdimar Gíslason, sagnfræðingur á Mýrum í Dýrafirði. Og ískjarnarannsóknir úr Grænlandsjökli sýna að það gæti vel passað að Hrafna Flóki hafi misst fé sitt og séð fullan fjörð af hafís því kuldaskeið var á þeim tíma sem hann á að hafa komið.Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þessar mælingar okkar styðja þessar frásagnir, - að það hafi verið bara kalt og ekkert svo sem undarlegt við það að hann bara hrökklist burt og kalli landið Ísland,“ segir Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, jarðfræðingur við Jarðvísindastofnun, en hún vann að rannsóknunum á Grænlandsjökli. Fjallað er um þessa upphafsatburði Íslandssögunnar í þættinum „Landnemarnir“ á Stöð 2.
Fornminjar Landnemarnir Vesturbyggð Tengdar fréttir Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45 Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45 Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Deilur um upphaf landnáms sagðar heillandi viðfangsefni Tekist á um hvort endurskrifa þurfi Íslandssöguna. 11. janúar 2016 17:45
Nýjar rannsóknir veita ný svör um landnámið Ráðgátur landnámsins og upphaf Íslandssögunnar er viðfangsefni Landnemanna, nýrrar íslenskrar þáttaraðar. 11. janúar 2016 10:45
Á Náttfari að teljast fyrsti landneminn? Ingólfur Arnarson, sá er nam land í Reykjavík, er í sögubókunum talinn fyrsti landnámsmaður Íslands. Þingeyingar hafa hins vegar löngum haldið því fram að Náttfari hafi verið fyrstur. 18. janúar 2016 10:30