Íranar horfa fram á betri tíð Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. janúar 2016 07:00 Hassan Rúhani, forseti Írans, brosti breitt á þingi í gær þegar ljóst var að efnahagslegum þvingunum hefði verið aflétt. Fréttablaðið/EPA Íranar hafa fagnað því að alþjóðlegum refsiaðgerðum hefur verið aflétt af landinu. Þar með geta þeir á ný farið að stunda viðskipti við Vesturlönd, þar á meðal með olíu. Alþjóðakjarnorkueftirlitið, IAEA, gaf á laugardaginn út yfirlýsingu um að Íranar hafi staðið við sinn hluta af samningnum, sem gerður var á síðasta ári. Í beinu framhaldi af þeirri yfirlýsingu afléttu Vesturlönd efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Íran. Í gær voru svo fimm bandarískir fangar látnir lausir í Íran, þar á meðal blaðamaðurinn Jason Rezaian, en á móti láta Bandaríkjamenn sjö íranska fanga lausa. Samningurinn snerist um að Íranar drægju verulega úr möguleikum sínum til að búa til kjarnorkuvopn, meðal annars með því að losa sig við megnið af því auðgaða úrani, sem þeir höfðu komið sér upp, og eyðileggja jafnframt 12.000 skilvindur sem nota mátti til auðgunar úrans. Í staðinn hafa nú bæði Bandaríkin og Evrópusambandið aflétt viðskiptaþvingunum, þannig að nú er fyrirtækjum á Vesturlöndum frjálst að fjárfesta í olíu, skipasmíðum, fjármálafyrirtækjum og fjölmörgum öðrum viðskiptatækifærum í Íran. Þar með má búast við því að efnahagslífið í Íran taki nokkurn kipp á næstunni og hagur almennings batni jafnframt, þegar nýir markaðir opnast og framleiðsla eykst. „Þetta er mjög góður dagur fyrir írönsku þjóðina, og mjög góður dagur fyrir okkar heimshluta,“ sagði Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans. „Þetta er dagurinn sem við sýnum heiminum fram á að hótanir, refsiaðgerðir, ógnir og þrýstingur virka ekki. Það sem virkar er að sýna virðingu.“ Dagblöðin í Íran fögnuðu almennt niðurstöðunni og Hassan Rúhani forseti, sem talinn er eiga stóran þátt í að samningar tókust, segir að nú séu allir ánægðir, „nema síonistar, stríðsæsingamenn og þeir sem sá fræjum óánægju meðal íslamskra þjóða og öfgamenn í Bandaríkjunum. Allir aðrir eru ánægðir.“ Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði samninginn líka til marks um að árangursríkara sé að nálgast málin af skynsemi, þolinmæði og ögun, frekar en að fara í stríð. Strax í gær tilkynntu Bandaríkin reyndar að nýjar refsiaðgerðir verði lagðar á Íran, vegna flugskeytatilrauna sem Íranar gerðu fyrir fáum vikum. Þessar nýju refsiaðgerðir eru hins vegar afar takmarkaðar: Þær fela í sér að 11 stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum verður bannað að nota banka í Bandaríkjunum. Þingkosningar verða haldnar í Íran í lok febrúar. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Íranar hafa fagnað því að alþjóðlegum refsiaðgerðum hefur verið aflétt af landinu. Þar með geta þeir á ný farið að stunda viðskipti við Vesturlönd, þar á meðal með olíu. Alþjóðakjarnorkueftirlitið, IAEA, gaf á laugardaginn út yfirlýsingu um að Íranar hafi staðið við sinn hluta af samningnum, sem gerður var á síðasta ári. Í beinu framhaldi af þeirri yfirlýsingu afléttu Vesturlönd efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Íran. Í gær voru svo fimm bandarískir fangar látnir lausir í Íran, þar á meðal blaðamaðurinn Jason Rezaian, en á móti láta Bandaríkjamenn sjö íranska fanga lausa. Samningurinn snerist um að Íranar drægju verulega úr möguleikum sínum til að búa til kjarnorkuvopn, meðal annars með því að losa sig við megnið af því auðgaða úrani, sem þeir höfðu komið sér upp, og eyðileggja jafnframt 12.000 skilvindur sem nota mátti til auðgunar úrans. Í staðinn hafa nú bæði Bandaríkin og Evrópusambandið aflétt viðskiptaþvingunum, þannig að nú er fyrirtækjum á Vesturlöndum frjálst að fjárfesta í olíu, skipasmíðum, fjármálafyrirtækjum og fjölmörgum öðrum viðskiptatækifærum í Íran. Þar með má búast við því að efnahagslífið í Íran taki nokkurn kipp á næstunni og hagur almennings batni jafnframt, þegar nýir markaðir opnast og framleiðsla eykst. „Þetta er mjög góður dagur fyrir írönsku þjóðina, og mjög góður dagur fyrir okkar heimshluta,“ sagði Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans. „Þetta er dagurinn sem við sýnum heiminum fram á að hótanir, refsiaðgerðir, ógnir og þrýstingur virka ekki. Það sem virkar er að sýna virðingu.“ Dagblöðin í Íran fögnuðu almennt niðurstöðunni og Hassan Rúhani forseti, sem talinn er eiga stóran þátt í að samningar tókust, segir að nú séu allir ánægðir, „nema síonistar, stríðsæsingamenn og þeir sem sá fræjum óánægju meðal íslamskra þjóða og öfgamenn í Bandaríkjunum. Allir aðrir eru ánægðir.“ Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði samninginn líka til marks um að árangursríkara sé að nálgast málin af skynsemi, þolinmæði og ögun, frekar en að fara í stríð. Strax í gær tilkynntu Bandaríkin reyndar að nýjar refsiaðgerðir verði lagðar á Íran, vegna flugskeytatilrauna sem Íranar gerðu fyrir fáum vikum. Þessar nýju refsiaðgerðir eru hins vegar afar takmarkaðar: Þær fela í sér að 11 stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum verður bannað að nota banka í Bandaríkjunum. Þingkosningar verða haldnar í Íran í lok febrúar.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira