Handbolti

Ólafur inn fyrir Kára Kristján

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Kristján í leiknum gegn Noregi.
Kári Kristján í leiknum gegn Noregi. Vísir/Valli
HSÍ tilkynnti í morgun að Aron Kristjánsson hafi nýtt sína fyrstu breytingu á íslenska landsliðshópnum á EM í Póllandi.

Ólafur Guðmundsson, sem var ekki tilkynntur í 16 manna leikmannahóp Íslands fyrir leikinn gegn Noregi á föstudaginn, hefur nú verið kallaður inn í hópinn á kostnað línumannsins Kára Kristjáns Kristjánssonar.

Aron verður því með tvo línumenn í hópnum gegn Hvíta-Rússlandi í dag, þá Vigni Svavarsson og Róbert Gunnarsson.

Sjá einnig: Snorri: Tek bekkjarsetunni eins og maður

Aron má enn gera tvær breytingar á liði sínu á meðan mótinu stendur í Póllandi og verður því Kári Kristján áfram úti með liðinu, þar sem hann gæti verið kallaður aftur inn í hópinn síðar.

Kári Kristján nýtti eina skotið sitt í sigrinum á Noregi en þeir Róbert og Vignir skoruðu báðir tvö mörk úr tveimur skotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×