Aðalvarðstjóri segir óupplýst mannshvörf með erfiðari málum á borði lögreglu. Allir sem horfið hafa sporlaust undanfarna áratugi eru karlmenn. Við rifjum upp nokkur mannshvörf og eitt mál þegar maður sneri aftur eftir 12 ára útlegð. Ágúst Svansson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérhæfður í leitaraðgerðum.Vísir „Þetta eru erfið mál og miklar tilfinningar sem fylgja þeim,“ segir Ágúst Svansson aðalvarðstjóri, sem stýrir rannsóknum á mannhvarfsmálum hjá lögreglunni. Samkvæmt upplýsingum úr horfinna manna skrá hjá kennslanefnd ríkislögreglustjóra hafa, frá árinu 1970, 42 einstaklingar horfið sporlaust á Íslandi og einn Íslendingur erlendis. Í öllum tilvikum karlmenn. Inni í þessum tölum eru ekki þeir sem horfið hafa á sjó. Ágúst hefur verið yfir málaflokkinum frá 2002 og stýrt margri leit að týndu fólki. Í flestum mála finnst viðkomandi en eftir standa þau mál þar sem fólk, þrátt fyrir ítrekaða leit, finnst ekki. Hann segir málin af margvíslegum toga og eigi ekki endilega neitt sameiginlegt annað en að viðkomandi finnst ekki. Í fjórum málanna hefur verið grunur um eitthvað saknæmt en ekkert sannast eða viðkomandi fundist. Leitað á ansi stórum svæðumÁgúst segir ferlið þannig að þegar tilkynnt er um að einhver sé týndur fari fram eftirgrennslan. Ef hún skilar engu sé gert sérstakt hættumat, hvaða aðgerðir þurfi að ráðast í, hvort leita þurfi að viðkomandi, talað er við þá sem tengjast einstaklingnum, hvar hann sást síðast og leitað út frá því. „Við fáum þetta inn á borð til okkar og eitthvað þurfum við að gera. Þá er ákveðið svokallað hraðamat. Það getur verið að við þurfum að fara í tafarlausa leit,“ segir hann. Sé það niðurstaðan er haft samband við svæðisstjórnir sem starfa á landsvísu og eru verkstjórnir björgunarsveita. Upplýsingar eru metnar og leit hafin út frá þeim. „Þá er farið á þann stað sem viðkomandi sást síðast, metið hvaða hætta geti verið þar í kring. Útgangspunkturinn fyrir leitina er síðasti þekkti staður og miðað við þessi fræði er 75 prósent hringur sem er notaður til að leita en þó geta leitarsvæðin farið yfir það svæði. Það getur oft verið ansi stórt svæði.“ Ágúst segir yfirleitt fyrst farið í svokallaða hraðleit. Ef ekki er árangur af leitinni, þá sé leitað betur á sama svæði. Öllum upplýsingum um viðkomandi er safnað saman og leitað til fjölmiðla þar sem auglýst er eftir fólki. Bónus ef fólk finnst á lífi „Það fer rannsóknarvinna fram þar sem við finnum veikleika og styrkleika viðkomandi. Hvernig hann var klæddur, hvert hann gæti hafa verið að fara eða hvað hafi vakað fyrir honum. Við reynum að lesa viðkomandi. Hvað var hann að spá til að reyna átta okkur á hvað hann gerir næst. Svo byrjar dansinn - keppni um tíma og hraða.“ Markmiðið er að nýta öll tæki og tól til að finna fólk. „Ég geri kröfu til mín og annarra að við reynum að finna viðkomandi lífs eða liðinn. Bónusinn er að finna viðkomandi á lífi,“ segir hann, en sú er ekki alltaf raunin. Svo eru það málin þar sem viðkomandi finnst alls ekki. „Þessi mál eru ansi flókin. Þó að Ísland sé ekki stórt þá getur verið flókið að leita menn uppi. Oftar en ekki er það þannig að menn hverfa í einhvers konar meðvituðu ástandi til að fyrirfara sér eða eitthvað slíkt.“ Hörður Björnsson Mál sem taka mikið á Ágúst segir það taka gríðarlega á aðstandendur þegar viðkomandi finnist ekki því þeir fái aldrei svör. „Það er hrikalegt. Maður getur ímyndað sér það og sett sig í þessi spor. Ég veit um fólk sem hefur aldrei náð sér og fjölskyldur sem hafa farið í mola.“ Hann segir þessi mál taka mikið á. Erfitt sé að slíta sig frá þeim. „Þetta er erfitt gagnvart aðstandendum. Að vera inni á miðju gólfi með maka, börnum og öðrum ættingjum þess sem er týndur. Allir hágrátandi, mikil sorg, væntingar og ásakanir. Auðvitað tekur það á. En þetta er bara ákveðin vinna sem maður verður að gera með hjartanu. Þetta snýst um að sýna kurteisi og virðingu.“ Þegar leitað hefur verið ákveðið lengi að viðkomandi án árangurs þá er málunum þó ekki lokað. Berist nýjar vísbendingar eru þær eltar uppi. „Leit er ekki hætt fyrr en við getum ekki gert meir. En við fáum vísbendingar og eltum þær. Það koma margar vísbendingar og ég segi að það sé engin vísbending heimskuleg. Fólk á frekar að koma með þær til okkar en ekki. Þetta er eins og stórt púsl og maður reynir að finna púslin í þau.“ 2015 Hörður Björnsson Síðast sást til Harðar Björnssonar á Laugarásvegi í Reykjavík aðfaranótt 14. október síðastliðins. Hörður var skólaus þegar síðast sást til hans. Umfangsmikil leit hefur verið gerð að honum án árangurs. Björgunarsveitir notuðu öll þau verkfæri sem þær hafa tiltæk við leitina auk þess sem auglýst var eftir honum í fjölmiðlum. Talið var að Hörður gæti hafa verið í nágrenni við Hveragerði en leit þar leiddi ekkert í ljós. Vísbendingar hafa einnig borist vegna hvarfs hans en engin hefur leitt til þess að lögregla sé nokkru nær um hvað hafi orðið um Hörð. Friðrik Kristjánsson 2013 Friðrik Kristjánsson „Við höfðum aldrei staðið frammi fyrir svona máli áður, allavega ekki eftir því sem ég best veit," segir Karl Steinar Valsson, tengslafulltrúi hjá Europol. Friðrik Kristjánsson hvarf sporlaust fyrripart ársins 2013. Síðast var vitað um ferðir hans í Suður-Ameríku. Háværar sögusagnir voru uppi um að hvarf hans tengdist glæpastarfsemi. Sögusagnirnar voru aldrei staðfestar af lögreglu. Karl Steinar gegndi stöðu yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar þegar mál Friðriks kom fyrst upp.„Við höfðum ástæðu til að ætla að Friðrik hefði farið til Paragvæ, frá Brasílíu. Þar hafi hann m.a. átt að hitta Guðmund Spartakus Ómarsson, sem við leituðum líka vegna málsins," útskýrir hann. Fregnir bárust af því í vikunni að Guðmundar sé enn leitað í Paragvæ - grunaður um að vera einn höfuðpaura í umfangsmiklum smyglhring, ásamt mönnum frá Brasilíu og Paragvæ. Íslensk yfirvöld fengu staðfest að Guðmundur Spartakus væri í Paragvæ, þegar hann var stöðvaður af lögreglu í nóvember 2013 og mynd tekin af vegabréfi hans. Fram að því höfðu paragvæsk yfirvöld ekki getað staðfest að Guðmundur væri í landinu, því vegabréfaeftirliti var ábótavant. „Fjölmiðlar héldu því fram að ég hefði farið til Paragvæ að leita Friðriks þetta sama ár og hann týndist, en það var ekki rétt. Við fórum til Brasilíu í tengslum við þetta mál árið 2013. Það var alveg inni í myndinni að fara til Paragvæ líka en okkur var ráðlagt frá því vegna þess að það var talið að öryggi okkar myndi ekki vera tryggt í landinu vegna ótryggs stjórnmálaástands. Þess vegna varð aldrei af þessari ferð til Paragvæ 2013," segir Karl Steinar. „Við fórum ekki til Paragvæ fyrr en haustið 2014, rúmu ári eftir að hann hvarf." Stjúpmóðir Friðriks, Vilborg Einarsdóttir, kom fram í viðtali við paragvæsku fréttaveituna ABC - Colour í desember 2013, þar sem hún lýsti áhyggjum fjölskyldunnar af afdrifum Friðriks. Hann hefði síðast látið vita af sér 31. Mars, 2013, af flugvelli í Brasilíu og sagst vera á leið til Paragvæ. Karl Steinar segir lögregluna ásamt sendinefnd frá Íslandi hafa beitt öllum ráðum sem þau gátu til að fá svör um ferðir Friðriks og Utanríkisráðuneytið hafi aðstoðað í því að afla gagna. „Við reyndum allar leiðir. Við reyndum að lýsa eftir honum í gegnum Interpol, sem gekk ekki." Í ágúst 2013 lýsti alþjóðalögreglan, Interpol eftir Friðriki. „Við virkjuðum aðra tengiliði, þar á meðal í gegnum aðildarlönd Europol til þess að reyna að fá almennileg svör frá lögregluyfirvöldum hvort raunveruleg leit hefði farið fram. Þetta var þrautin þyngri. Síðar kom í ljós að það hafði ákveðin leit farið fram." Var það að ykkar mati fullnægjandi leit? „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Það er í sjálfu sér enginn vafi á því að það eru talsvert öðruvísi áherslur á milli þessara landa. Ég held að það sem þeir gerðu hafi ekkert verið óeðlilegt miðað við verklag þar í landi. En þar er ekki jafn ítarleg eftirgrennslan og íslensk lögregluyfirvöld hefðu ráðist í." Fjölskylda Friðriks kom á fót vefsíðu á spænsku með upplýsingum og myndum af Friðriki í von um að spænskumælandi netverjar gæfu vísbendingar. Fjöldi ábendinga bárust en ekkert sem leiddi á slóð Friðriks. Karl Steinar segir málið eftirminnilegt. „Þetta reyndi á mann. Við höfum reynt að gera allt sem við höfum getað til þess að fá botn í þetta, en það hefur ekki enn tekist. Þarna er á ferðinni kornungur drengur og efnilegur. Þetta er bara hryllilega sorglegt." Aldís Hilmarsdóttir, sem nú stýrir fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir málið enn opið. „Hann er ekki talinn af. Það er heldur ekki sakamálarannsókn í gangi. Hann er bara talinn týndur þarna í Suður-Ameríku," útskýrir hún og bætir við að samvinna milli þessar landa sé ekki sérstaklega góð. „Þeir staðfesta við okkur að verið sé að leita, en það er ekkert nýtt í málinu. Það standa úti leitarbeiðnir hjá Interpol og Europol." 2010 Matthías ÞórarinssonEkkert hefur spurst til Matthíasar Þórarinssonar síðan rétt fyrir jól 2010. Matthíasi var lýst í fjölmiðlum sem sérlunduðum einfara sem bjó í gömlum Rússajeppa sem hann ferðist á í kringum landið. Jeppinn fannst í janúar 2011, brunninn til kaldra kola skammt frá malarnámum á Kjalarnesi. Matthías var ekki í bílnum og þar var engar vísbendingar að finna um ferðir hans. Móðir hans, Þórgunnur Jónsdóttir, hefur ekki misst trúna á að hann skili sér heim. Hún segir erfitt að vita af hverju hann hafi farið en hefur enga trú á að hann hafi viljað enda líf sitt. „Þetta hefur auðvitað verið erfitt en ég veit hann á eftir að koma,“ segir Þórgunnur og lýsir syni sínum sem skemmtilegum. Hún segir að samband þeirra hafi verið afar gott en hún var nýflutt á Kjalarnes þegar Matthías hvarf og hann bjó í Rússajeppanum fyrir utan. 1994 Júlíus Karlsson og Óskar HalldórssonTveir unglingspiltar, 13 og 14 ára, hurfu frá Keflavík 26. janúar árið 1994. Þeir Júlíus Karlsson og Óskar Halldórsson skruppu út og sáust aldrei aftur. Lögreglan rannsakaði málið af miklum krafti en þeir fundust aldrei. Vísbendingar bárust um hvar þá væri að finna, meðal annars voru þeir sagðir hafa sést á Suðurlandi og í bænum. Sporhundur leitaði þeirra og endaði slóðin alltaf við olíutanka niður við sjó. Miklar kjaftasögur spruttu upp um hvarf þeirra, en ekki hefur spurst til þeirra síðan þá. 1994 Valgeir VíðissonValgeir Víðisson var tæplega þrítugur þegar hann hvarf sporlaust af heimili sínu aðfaranótt 19. júní 1994. Valgeir hafði farið í skyndingu af heimili sínu, skilið eftir ljós kveikt og sjónvarpið í gangi. Fljótlega var talið að Valgeir hefði horfið af mannavöldum. Sögur voru um að Valgeir hefði verið í vanda vegna fíkiefnaskuldar og umtalað var í undirheimunum að honum hefði verið ráðinn bani vegna þess. Málið var rannsakað sem sakamál og fjölmargir voru yfirheyrðir vegna málsins en engar haldbærar sannanir voru til þess að sakfella nokkurn mann. Lögregla hóf að rannsaka málið á ný eftir aldamótin en ekkert kom út úr þeirri rannsókn. 1987 Guðmundur Finnur BjörnssonGuðmundur Finnur Björnsson sást síðast aðfaranótt sunnudagsins 22. nóvember 1987. Guðmundur hafði fagnað tvítugsafmæli sínu með því að fara út að skemmta sér með bróður sínum og vini á skemmtistaðinn Hollywood. Slóð Guðmundar var rakin frá Hollywood, í gegnum Hlíðarnar og að Reykjavíkurflugvelli þar sem slökkviðliðsmaður talaði við hann þegar hann ætlaði að fara inn á völlinn. Hann sást ganga þaðan í burtu í átt að Öskjuhlíðinni og hefur ekki sést síðan. 1974 Guðmundur EinarssonSíðast sást til Guðmundar Einarssonar í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Lögreglan lýsti eftir Guðmundi í fjölmiðlum og hóf leit ásamt Slysavarnafélagi Íslands. Leit stóð a.m.k. til 3. febrúar 1974 en skilaði engum árangri. 1974 Bjarni Matthías SigurðssonBjarni Matthías var 79 ára gamall þegar hann hvarf í berjamó á Snæfellsnesi með dóttursyni og tengdasyni í ágúst 1974. Bjarni fannst aldrei þrátt fyrir ítrekaða leit ættingja hans. Fjallað var um hvarf Bjarna Matthíasar í þáttunum Mannshvörf sem Helga Arnardóttir stýrði og var sýndur á Stöð 2 2013. 1974 Geirfinnur EinarssonFrægasta óupplýsta mannshvarf á Íslandi er líklega hvarf Geirfinns Einarssonar. Geirfinnur hvarf 19. nóvember 1974. Kvöldið sem Geirfinnur hvarf hafði ókunnur maður hringt í hann og mælt sér mót við hann í Hafnarbúðinni í Keflavík, þegar hann kom þangað þá var enginn þar sem átti erindi við hann. Hann fékk annað símtal um kvöldið og fór þá aftur út og hefur ekki sést síðan. Halldór Heimir hvarf að því virtist sporlaust í Bandaríkjunum, en sneri aftur heim, 12 árum síðar. Talinn látinn í tólf árHalldór Heimir Ísleifsson var í hagfræðinámi í Bandaríkjunum á níunda áratugnum. Árið 1987 kom hann til Íslands og vann einn vetur. Árið á eftir hélt hann aftur til Bandaríkjanna og ætlaði að halda áfram námi sínu. Áður en skólinn myndi hefjast tjáði hann fjölskyldu sinni að hann ætlaði í ferðalag og aka um Bandaríkin. Hann hafði samband við fjölskyldu sína skömmu eftir að hann kom út. Nokkru seinna höfðu áhyggjufullir skólafélagar samband við fjölskylduna og tjáðu þeim að hann hefði ekki skilað sér til baka. Halldórs var leitað, bíll hans fannst en hann ekki. Hann var talinn látinn. Tólf árum seinna hringdi hann hins vegar í fjölskyldu sína og sneri stuttu síðar aftur til Íslands. „Ég hef ekki viljað og vil ekki tjá mig um þessi mál," sagði Halldór þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. Mikið var fjallað um heimkomu Halldórs í fjölmiðlum en hvorki hann né fjölskylda hans hafa viljað gefa upp hvað Halldór aðhafðist í þau tólf ár sem hann var talinn látinn og af hverju hann lét fjölskyldu sína ekki vita af sér. Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent
Aðalvarðstjóri segir óupplýst mannshvörf með erfiðari málum á borði lögreglu. Allir sem horfið hafa sporlaust undanfarna áratugi eru karlmenn. Við rifjum upp nokkur mannshvörf og eitt mál þegar maður sneri aftur eftir 12 ára útlegð. Ágúst Svansson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérhæfður í leitaraðgerðum.Vísir „Þetta eru erfið mál og miklar tilfinningar sem fylgja þeim,“ segir Ágúst Svansson aðalvarðstjóri, sem stýrir rannsóknum á mannhvarfsmálum hjá lögreglunni. Samkvæmt upplýsingum úr horfinna manna skrá hjá kennslanefnd ríkislögreglustjóra hafa, frá árinu 1970, 42 einstaklingar horfið sporlaust á Íslandi og einn Íslendingur erlendis. Í öllum tilvikum karlmenn. Inni í þessum tölum eru ekki þeir sem horfið hafa á sjó. Ágúst hefur verið yfir málaflokkinum frá 2002 og stýrt margri leit að týndu fólki. Í flestum mála finnst viðkomandi en eftir standa þau mál þar sem fólk, þrátt fyrir ítrekaða leit, finnst ekki. Hann segir málin af margvíslegum toga og eigi ekki endilega neitt sameiginlegt annað en að viðkomandi finnst ekki. Í fjórum málanna hefur verið grunur um eitthvað saknæmt en ekkert sannast eða viðkomandi fundist. Leitað á ansi stórum svæðumÁgúst segir ferlið þannig að þegar tilkynnt er um að einhver sé týndur fari fram eftirgrennslan. Ef hún skilar engu sé gert sérstakt hættumat, hvaða aðgerðir þurfi að ráðast í, hvort leita þurfi að viðkomandi, talað er við þá sem tengjast einstaklingnum, hvar hann sást síðast og leitað út frá því. „Við fáum þetta inn á borð til okkar og eitthvað þurfum við að gera. Þá er ákveðið svokallað hraðamat. Það getur verið að við þurfum að fara í tafarlausa leit,“ segir hann. Sé það niðurstaðan er haft samband við svæðisstjórnir sem starfa á landsvísu og eru verkstjórnir björgunarsveita. Upplýsingar eru metnar og leit hafin út frá þeim. „Þá er farið á þann stað sem viðkomandi sást síðast, metið hvaða hætta geti verið þar í kring. Útgangspunkturinn fyrir leitina er síðasti þekkti staður og miðað við þessi fræði er 75 prósent hringur sem er notaður til að leita en þó geta leitarsvæðin farið yfir það svæði. Það getur oft verið ansi stórt svæði.“ Ágúst segir yfirleitt fyrst farið í svokallaða hraðleit. Ef ekki er árangur af leitinni, þá sé leitað betur á sama svæði. Öllum upplýsingum um viðkomandi er safnað saman og leitað til fjölmiðla þar sem auglýst er eftir fólki. Bónus ef fólk finnst á lífi „Það fer rannsóknarvinna fram þar sem við finnum veikleika og styrkleika viðkomandi. Hvernig hann var klæddur, hvert hann gæti hafa verið að fara eða hvað hafi vakað fyrir honum. Við reynum að lesa viðkomandi. Hvað var hann að spá til að reyna átta okkur á hvað hann gerir næst. Svo byrjar dansinn - keppni um tíma og hraða.“ Markmiðið er að nýta öll tæki og tól til að finna fólk. „Ég geri kröfu til mín og annarra að við reynum að finna viðkomandi lífs eða liðinn. Bónusinn er að finna viðkomandi á lífi,“ segir hann, en sú er ekki alltaf raunin. Svo eru það málin þar sem viðkomandi finnst alls ekki. „Þessi mál eru ansi flókin. Þó að Ísland sé ekki stórt þá getur verið flókið að leita menn uppi. Oftar en ekki er það þannig að menn hverfa í einhvers konar meðvituðu ástandi til að fyrirfara sér eða eitthvað slíkt.“ Hörður Björnsson Mál sem taka mikið á Ágúst segir það taka gríðarlega á aðstandendur þegar viðkomandi finnist ekki því þeir fái aldrei svör. „Það er hrikalegt. Maður getur ímyndað sér það og sett sig í þessi spor. Ég veit um fólk sem hefur aldrei náð sér og fjölskyldur sem hafa farið í mola.“ Hann segir þessi mál taka mikið á. Erfitt sé að slíta sig frá þeim. „Þetta er erfitt gagnvart aðstandendum. Að vera inni á miðju gólfi með maka, börnum og öðrum ættingjum þess sem er týndur. Allir hágrátandi, mikil sorg, væntingar og ásakanir. Auðvitað tekur það á. En þetta er bara ákveðin vinna sem maður verður að gera með hjartanu. Þetta snýst um að sýna kurteisi og virðingu.“ Þegar leitað hefur verið ákveðið lengi að viðkomandi án árangurs þá er málunum þó ekki lokað. Berist nýjar vísbendingar eru þær eltar uppi. „Leit er ekki hætt fyrr en við getum ekki gert meir. En við fáum vísbendingar og eltum þær. Það koma margar vísbendingar og ég segi að það sé engin vísbending heimskuleg. Fólk á frekar að koma með þær til okkar en ekki. Þetta er eins og stórt púsl og maður reynir að finna púslin í þau.“ 2015 Hörður Björnsson Síðast sást til Harðar Björnssonar á Laugarásvegi í Reykjavík aðfaranótt 14. október síðastliðins. Hörður var skólaus þegar síðast sást til hans. Umfangsmikil leit hefur verið gerð að honum án árangurs. Björgunarsveitir notuðu öll þau verkfæri sem þær hafa tiltæk við leitina auk þess sem auglýst var eftir honum í fjölmiðlum. Talið var að Hörður gæti hafa verið í nágrenni við Hveragerði en leit þar leiddi ekkert í ljós. Vísbendingar hafa einnig borist vegna hvarfs hans en engin hefur leitt til þess að lögregla sé nokkru nær um hvað hafi orðið um Hörð. Friðrik Kristjánsson 2013 Friðrik Kristjánsson „Við höfðum aldrei staðið frammi fyrir svona máli áður, allavega ekki eftir því sem ég best veit," segir Karl Steinar Valsson, tengslafulltrúi hjá Europol. Friðrik Kristjánsson hvarf sporlaust fyrripart ársins 2013. Síðast var vitað um ferðir hans í Suður-Ameríku. Háværar sögusagnir voru uppi um að hvarf hans tengdist glæpastarfsemi. Sögusagnirnar voru aldrei staðfestar af lögreglu. Karl Steinar gegndi stöðu yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar þegar mál Friðriks kom fyrst upp.„Við höfðum ástæðu til að ætla að Friðrik hefði farið til Paragvæ, frá Brasílíu. Þar hafi hann m.a. átt að hitta Guðmund Spartakus Ómarsson, sem við leituðum líka vegna málsins," útskýrir hann. Fregnir bárust af því í vikunni að Guðmundar sé enn leitað í Paragvæ - grunaður um að vera einn höfuðpaura í umfangsmiklum smyglhring, ásamt mönnum frá Brasilíu og Paragvæ. Íslensk yfirvöld fengu staðfest að Guðmundur Spartakus væri í Paragvæ, þegar hann var stöðvaður af lögreglu í nóvember 2013 og mynd tekin af vegabréfi hans. Fram að því höfðu paragvæsk yfirvöld ekki getað staðfest að Guðmundur væri í landinu, því vegabréfaeftirliti var ábótavant. „Fjölmiðlar héldu því fram að ég hefði farið til Paragvæ að leita Friðriks þetta sama ár og hann týndist, en það var ekki rétt. Við fórum til Brasilíu í tengslum við þetta mál árið 2013. Það var alveg inni í myndinni að fara til Paragvæ líka en okkur var ráðlagt frá því vegna þess að það var talið að öryggi okkar myndi ekki vera tryggt í landinu vegna ótryggs stjórnmálaástands. Þess vegna varð aldrei af þessari ferð til Paragvæ 2013," segir Karl Steinar. „Við fórum ekki til Paragvæ fyrr en haustið 2014, rúmu ári eftir að hann hvarf." Stjúpmóðir Friðriks, Vilborg Einarsdóttir, kom fram í viðtali við paragvæsku fréttaveituna ABC - Colour í desember 2013, þar sem hún lýsti áhyggjum fjölskyldunnar af afdrifum Friðriks. Hann hefði síðast látið vita af sér 31. Mars, 2013, af flugvelli í Brasilíu og sagst vera á leið til Paragvæ. Karl Steinar segir lögregluna ásamt sendinefnd frá Íslandi hafa beitt öllum ráðum sem þau gátu til að fá svör um ferðir Friðriks og Utanríkisráðuneytið hafi aðstoðað í því að afla gagna. „Við reyndum allar leiðir. Við reyndum að lýsa eftir honum í gegnum Interpol, sem gekk ekki." Í ágúst 2013 lýsti alþjóðalögreglan, Interpol eftir Friðriki. „Við virkjuðum aðra tengiliði, þar á meðal í gegnum aðildarlönd Europol til þess að reyna að fá almennileg svör frá lögregluyfirvöldum hvort raunveruleg leit hefði farið fram. Þetta var þrautin þyngri. Síðar kom í ljós að það hafði ákveðin leit farið fram." Var það að ykkar mati fullnægjandi leit? „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Það er í sjálfu sér enginn vafi á því að það eru talsvert öðruvísi áherslur á milli þessara landa. Ég held að það sem þeir gerðu hafi ekkert verið óeðlilegt miðað við verklag þar í landi. En þar er ekki jafn ítarleg eftirgrennslan og íslensk lögregluyfirvöld hefðu ráðist í." Fjölskylda Friðriks kom á fót vefsíðu á spænsku með upplýsingum og myndum af Friðriki í von um að spænskumælandi netverjar gæfu vísbendingar. Fjöldi ábendinga bárust en ekkert sem leiddi á slóð Friðriks. Karl Steinar segir málið eftirminnilegt. „Þetta reyndi á mann. Við höfum reynt að gera allt sem við höfum getað til þess að fá botn í þetta, en það hefur ekki enn tekist. Þarna er á ferðinni kornungur drengur og efnilegur. Þetta er bara hryllilega sorglegt." Aldís Hilmarsdóttir, sem nú stýrir fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir málið enn opið. „Hann er ekki talinn af. Það er heldur ekki sakamálarannsókn í gangi. Hann er bara talinn týndur þarna í Suður-Ameríku," útskýrir hún og bætir við að samvinna milli þessar landa sé ekki sérstaklega góð. „Þeir staðfesta við okkur að verið sé að leita, en það er ekkert nýtt í málinu. Það standa úti leitarbeiðnir hjá Interpol og Europol." 2010 Matthías ÞórarinssonEkkert hefur spurst til Matthíasar Þórarinssonar síðan rétt fyrir jól 2010. Matthíasi var lýst í fjölmiðlum sem sérlunduðum einfara sem bjó í gömlum Rússajeppa sem hann ferðist á í kringum landið. Jeppinn fannst í janúar 2011, brunninn til kaldra kola skammt frá malarnámum á Kjalarnesi. Matthías var ekki í bílnum og þar var engar vísbendingar að finna um ferðir hans. Móðir hans, Þórgunnur Jónsdóttir, hefur ekki misst trúna á að hann skili sér heim. Hún segir erfitt að vita af hverju hann hafi farið en hefur enga trú á að hann hafi viljað enda líf sitt. „Þetta hefur auðvitað verið erfitt en ég veit hann á eftir að koma,“ segir Þórgunnur og lýsir syni sínum sem skemmtilegum. Hún segir að samband þeirra hafi verið afar gott en hún var nýflutt á Kjalarnes þegar Matthías hvarf og hann bjó í Rússajeppanum fyrir utan. 1994 Júlíus Karlsson og Óskar HalldórssonTveir unglingspiltar, 13 og 14 ára, hurfu frá Keflavík 26. janúar árið 1994. Þeir Júlíus Karlsson og Óskar Halldórsson skruppu út og sáust aldrei aftur. Lögreglan rannsakaði málið af miklum krafti en þeir fundust aldrei. Vísbendingar bárust um hvar þá væri að finna, meðal annars voru þeir sagðir hafa sést á Suðurlandi og í bænum. Sporhundur leitaði þeirra og endaði slóðin alltaf við olíutanka niður við sjó. Miklar kjaftasögur spruttu upp um hvarf þeirra, en ekki hefur spurst til þeirra síðan þá. 1994 Valgeir VíðissonValgeir Víðisson var tæplega þrítugur þegar hann hvarf sporlaust af heimili sínu aðfaranótt 19. júní 1994. Valgeir hafði farið í skyndingu af heimili sínu, skilið eftir ljós kveikt og sjónvarpið í gangi. Fljótlega var talið að Valgeir hefði horfið af mannavöldum. Sögur voru um að Valgeir hefði verið í vanda vegna fíkiefnaskuldar og umtalað var í undirheimunum að honum hefði verið ráðinn bani vegna þess. Málið var rannsakað sem sakamál og fjölmargir voru yfirheyrðir vegna málsins en engar haldbærar sannanir voru til þess að sakfella nokkurn mann. Lögregla hóf að rannsaka málið á ný eftir aldamótin en ekkert kom út úr þeirri rannsókn. 1987 Guðmundur Finnur BjörnssonGuðmundur Finnur Björnsson sást síðast aðfaranótt sunnudagsins 22. nóvember 1987. Guðmundur hafði fagnað tvítugsafmæli sínu með því að fara út að skemmta sér með bróður sínum og vini á skemmtistaðinn Hollywood. Slóð Guðmundar var rakin frá Hollywood, í gegnum Hlíðarnar og að Reykjavíkurflugvelli þar sem slökkviðliðsmaður talaði við hann þegar hann ætlaði að fara inn á völlinn. Hann sást ganga þaðan í burtu í átt að Öskjuhlíðinni og hefur ekki sést síðan. 1974 Guðmundur EinarssonSíðast sást til Guðmundar Einarssonar í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Lögreglan lýsti eftir Guðmundi í fjölmiðlum og hóf leit ásamt Slysavarnafélagi Íslands. Leit stóð a.m.k. til 3. febrúar 1974 en skilaði engum árangri. 1974 Bjarni Matthías SigurðssonBjarni Matthías var 79 ára gamall þegar hann hvarf í berjamó á Snæfellsnesi með dóttursyni og tengdasyni í ágúst 1974. Bjarni fannst aldrei þrátt fyrir ítrekaða leit ættingja hans. Fjallað var um hvarf Bjarna Matthíasar í þáttunum Mannshvörf sem Helga Arnardóttir stýrði og var sýndur á Stöð 2 2013. 1974 Geirfinnur EinarssonFrægasta óupplýsta mannshvarf á Íslandi er líklega hvarf Geirfinns Einarssonar. Geirfinnur hvarf 19. nóvember 1974. Kvöldið sem Geirfinnur hvarf hafði ókunnur maður hringt í hann og mælt sér mót við hann í Hafnarbúðinni í Keflavík, þegar hann kom þangað þá var enginn þar sem átti erindi við hann. Hann fékk annað símtal um kvöldið og fór þá aftur út og hefur ekki sést síðan. Halldór Heimir hvarf að því virtist sporlaust í Bandaríkjunum, en sneri aftur heim, 12 árum síðar. Talinn látinn í tólf árHalldór Heimir Ísleifsson var í hagfræðinámi í Bandaríkjunum á níunda áratugnum. Árið 1987 kom hann til Íslands og vann einn vetur. Árið á eftir hélt hann aftur til Bandaríkjanna og ætlaði að halda áfram námi sínu. Áður en skólinn myndi hefjast tjáði hann fjölskyldu sinni að hann ætlaði í ferðalag og aka um Bandaríkin. Hann hafði samband við fjölskyldu sína skömmu eftir að hann kom út. Nokkru seinna höfðu áhyggjufullir skólafélagar samband við fjölskylduna og tjáðu þeim að hann hefði ekki skilað sér til baka. Halldórs var leitað, bíll hans fannst en hann ekki. Hann var talinn látinn. Tólf árum seinna hringdi hann hins vegar í fjölskyldu sína og sneri stuttu síðar aftur til Íslands. „Ég hef ekki viljað og vil ekki tjá mig um þessi mál," sagði Halldór þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. Mikið var fjallað um heimkomu Halldórs í fjölmiðlum en hvorki hann né fjölskylda hans hafa viljað gefa upp hvað Halldór aðhafðist í þau tólf ár sem hann var talinn látinn og af hverju hann lét fjölskyldu sína ekki vita af sér.