Íslendingur sagður valdamikill eiturlyfjasmyglari í Suður-Ameríku sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 14. janúar 2016 22:34 Guðmundur er sagður höfuðpaur í umfangsmiklum smyglhring. vísir/abc Íslendingurinn Guðmundur Spartakus, sem lögreglan í Paragvæ hefur leitað að í um tvö ár, er sagður valdamikill eiturlyfjasmyglari með starfsemi í Brasilíu og Mexíkó. Hann er sagður ábyrgur fyrir flutningi kókaíns og e-taflna til Evrópu og Suður-Ameríku. Þetta kemur fram á ABC-fréttamiðlinum í Paragvæ í dag. RÚV greindi fyrst frá málinu. Þar segir að flest bendi til þess að um umfangsmikinn smyglhring sé að ræða sem stjórnað sé af mönnum frá Brasilíu, Paragvæ og Íslandi. Þar sé Guðmundur einn höfuðpaura sem starfsemi við landamæri Brasilíu. Guðmundur er jafnframt sagður ganga með fölsuð skilríki sem þykist vera þýskur fasteignasali sem stundar viðskipti í Paragvæ og Brasilíu. Samkvæmt upplýsingum sem fréttamiðillinn hefur frá fíkniefnalögreglunni í Paragvæ hafa bæði Brasilíumenn og Íslendingar verið handteknir sem taldir eru burðardýr á vegum Guðmundar. Fréttamiðillinn vísar jafnframt til frétta af Guðmundi í vikunni þar sem íslensk lögregluyfirvöld lýstu yfir áhyggjum yfir að hann væri hugsanlega látinn. Faðir mannsins upplýsti í kjölfarið í samtali við DV að hann væri ekki látinn og hans ekki leitað. Þá kemur jafnframt fram að í júlí í fyrra hafi brasilísk stúlka verið handtekin á flugvellinum í Rio De Janeiro, eftir að 46 þúsund e-pillur fundust í farangri hennar. Hún hafi upplýst við yfirheyrslur að afhenda ætti efnin Brasilíumanni og Íslendingi. Málið svipar þó til þess þegar Sverrir Þór Gunnarsson var handtekinn á flugvellinum í Rio í júlí 2012, með sama magn fíkniefna. Hann gekk undir fölsku nafni. Íslendingurinn sem nafngreindur er í tengslum við þetta mál þvertekur fyrir að hafa verið viðriðinn það, í samtali við Vísi. Uppfært: Upphaflega var nafn Íslendingsins, Rúnars Guðjóns Svanssonar, sem birt er í grein ABC einnig birt í þessari grein. Rúnar segist ekki tengjast þessu máli á nokkurn hátt – hann sé staddur hér á Íslandi en ekki í fangelsi í Brasilíu. Rúnar er beðinn afsökunar á þessum mistökum. Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Íslendingurinn Guðmundur Spartakus, sem lögreglan í Paragvæ hefur leitað að í um tvö ár, er sagður valdamikill eiturlyfjasmyglari með starfsemi í Brasilíu og Mexíkó. Hann er sagður ábyrgur fyrir flutningi kókaíns og e-taflna til Evrópu og Suður-Ameríku. Þetta kemur fram á ABC-fréttamiðlinum í Paragvæ í dag. RÚV greindi fyrst frá málinu. Þar segir að flest bendi til þess að um umfangsmikinn smyglhring sé að ræða sem stjórnað sé af mönnum frá Brasilíu, Paragvæ og Íslandi. Þar sé Guðmundur einn höfuðpaura sem starfsemi við landamæri Brasilíu. Guðmundur er jafnframt sagður ganga með fölsuð skilríki sem þykist vera þýskur fasteignasali sem stundar viðskipti í Paragvæ og Brasilíu. Samkvæmt upplýsingum sem fréttamiðillinn hefur frá fíkniefnalögreglunni í Paragvæ hafa bæði Brasilíumenn og Íslendingar verið handteknir sem taldir eru burðardýr á vegum Guðmundar. Fréttamiðillinn vísar jafnframt til frétta af Guðmundi í vikunni þar sem íslensk lögregluyfirvöld lýstu yfir áhyggjum yfir að hann væri hugsanlega látinn. Faðir mannsins upplýsti í kjölfarið í samtali við DV að hann væri ekki látinn og hans ekki leitað. Þá kemur jafnframt fram að í júlí í fyrra hafi brasilísk stúlka verið handtekin á flugvellinum í Rio De Janeiro, eftir að 46 þúsund e-pillur fundust í farangri hennar. Hún hafi upplýst við yfirheyrslur að afhenda ætti efnin Brasilíumanni og Íslendingi. Málið svipar þó til þess þegar Sverrir Þór Gunnarsson var handtekinn á flugvellinum í Rio í júlí 2012, með sama magn fíkniefna. Hann gekk undir fölsku nafni. Íslendingurinn sem nafngreindur er í tengslum við þetta mál þvertekur fyrir að hafa verið viðriðinn það, í samtali við Vísi. Uppfært: Upphaflega var nafn Íslendingsins, Rúnars Guðjóns Svanssonar, sem birt er í grein ABC einnig birt í þessari grein. Rúnar segist ekki tengjast þessu máli á nokkurn hátt – hann sé staddur hér á Íslandi en ekki í fangelsi í Brasilíu. Rúnar er beðinn afsökunar á þessum mistökum.
Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira