Aron: Ég var aldrei stressaður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. janúar 2016 19:45 Hvað ætlið þið að gera í þessu? Norðmenn réðu ekkert við Aron Pálmarsson. vísir/valli „Þetta var frekar erfitt hjá mér í dag. Ég var ekki að hitta og í engum fíling,“ sagði Aron Pálmarsson hæðnislega eftir leikinn ótrúlega gegn Norðmönnum í kvöld þar sem hann fór á kostum. Aron skoraði átta mörk í leiknum, gaf fimm stoðsendingar og fiskaði tvö víti í öllum regnbogans litum og dró íslenska vagninn með hreint út sagt geggjuðum leik. Ótrúlegur leikmaður sem drengurinn er orðinn. „Að öllu gríni slepptu þá var ég að fíla mig vel. Mér fannst vera gott flæði í sóknarleiknum. Fannst við spila fallegan sóknarleik. Kannski er það kjaftæði hjá mér en ég upplifði það þannig. Þetta var þolinmóður sóknarleikur og það skilaði þessu,“ segir Aron en íslenska liðið var með yfir 70 prósent skotnýtingu sem er frábært. Strákarnir fengu svo sannarlega færin til þess að loka leiknum. Gerðu það ekki og fyrir vikið var háspenna, lífshætta í lokin. „Ég væri ekki að gefa þér viðtal ef við hefðum klúðrað þessu. Ég væri bara trylltur inn í klefa. Ég var samt aldrei stressaður í síðari hálfleik. Var með þá tilfinningu að við myndum vinna þetta. Við hefðum vissulega mátt vera skynsamari manni fleiri en við finnum út úr því. Það hefur aldrei verið vesen.“ Aron segir að liðið fái byr í seglin með svona dramatískum sigri sem endaði í samsöng með áhorfendum líkt og á EM í körfubolta. „Það var eins og við hefðum verið Evrópumeistarar að vinna Noreg,“ sagði Aron léttur en hann var þakklátur fyrir stuðninginn í dag. „Þetta var geggjað. Við Íslendingar erum einstök þjóð og gaman að sjá allt þetta fólk sem er komið. Við kunnum svo sannarlega að meta það og finnum vel fyrir stuðningnum. Maður er aldrei stoltari en á svona stundum,“ segir Aron en er þessi frammistaða það sem koma skal? „Ég er að fá mín tækifæri út af góðum sóknarleik. Ég vona að það verði framhald á þessu. Mér líður vel og ég mun nýta þau tækifæri sem ég fæ.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Vignir: Sérstaklega sætt fyrir mig að vinna Noreg Varnarjaxlinn hafði engar áhyggjur af lokaskoti Noregs og var byrjaður að fagna. 15. janúar 2016 19:38 Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur 26-25 | Dramatískur sigur á Noregi Strákarnir okkar byrjuðu Evrópumótið í Póllandi með frábærum sigri á Noregi eftir dramatískar lokamínútur. 15. janúar 2016 19:00 Alexander: Ég er með gæsahúð Skyttan magnaða átti flottan leik fyrir Ísland sem vann Noreg á EM í kvöld. 15. janúar 2016 19:18 Arnór: Við áttum að loka þessu fyrr Arnór Atlason segir stigin tvö sem íslenska liðið nældi sér í í kvöld vera mjög mikilvæg. 15. janúar 2016 19:29 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
„Þetta var frekar erfitt hjá mér í dag. Ég var ekki að hitta og í engum fíling,“ sagði Aron Pálmarsson hæðnislega eftir leikinn ótrúlega gegn Norðmönnum í kvöld þar sem hann fór á kostum. Aron skoraði átta mörk í leiknum, gaf fimm stoðsendingar og fiskaði tvö víti í öllum regnbogans litum og dró íslenska vagninn með hreint út sagt geggjuðum leik. Ótrúlegur leikmaður sem drengurinn er orðinn. „Að öllu gríni slepptu þá var ég að fíla mig vel. Mér fannst vera gott flæði í sóknarleiknum. Fannst við spila fallegan sóknarleik. Kannski er það kjaftæði hjá mér en ég upplifði það þannig. Þetta var þolinmóður sóknarleikur og það skilaði þessu,“ segir Aron en íslenska liðið var með yfir 70 prósent skotnýtingu sem er frábært. Strákarnir fengu svo sannarlega færin til þess að loka leiknum. Gerðu það ekki og fyrir vikið var háspenna, lífshætta í lokin. „Ég væri ekki að gefa þér viðtal ef við hefðum klúðrað þessu. Ég væri bara trylltur inn í klefa. Ég var samt aldrei stressaður í síðari hálfleik. Var með þá tilfinningu að við myndum vinna þetta. Við hefðum vissulega mátt vera skynsamari manni fleiri en við finnum út úr því. Það hefur aldrei verið vesen.“ Aron segir að liðið fái byr í seglin með svona dramatískum sigri sem endaði í samsöng með áhorfendum líkt og á EM í körfubolta. „Það var eins og við hefðum verið Evrópumeistarar að vinna Noreg,“ sagði Aron léttur en hann var þakklátur fyrir stuðninginn í dag. „Þetta var geggjað. Við Íslendingar erum einstök þjóð og gaman að sjá allt þetta fólk sem er komið. Við kunnum svo sannarlega að meta það og finnum vel fyrir stuðningnum. Maður er aldrei stoltari en á svona stundum,“ segir Aron en er þessi frammistaða það sem koma skal? „Ég er að fá mín tækifæri út af góðum sóknarleik. Ég vona að það verði framhald á þessu. Mér líður vel og ég mun nýta þau tækifæri sem ég fæ.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Vignir: Sérstaklega sætt fyrir mig að vinna Noreg Varnarjaxlinn hafði engar áhyggjur af lokaskoti Noregs og var byrjaður að fagna. 15. janúar 2016 19:38 Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur 26-25 | Dramatískur sigur á Noregi Strákarnir okkar byrjuðu Evrópumótið í Póllandi með frábærum sigri á Noregi eftir dramatískar lokamínútur. 15. janúar 2016 19:00 Alexander: Ég er með gæsahúð Skyttan magnaða átti flottan leik fyrir Ísland sem vann Noreg á EM í kvöld. 15. janúar 2016 19:18 Arnór: Við áttum að loka þessu fyrr Arnór Atlason segir stigin tvö sem íslenska liðið nældi sér í í kvöld vera mjög mikilvæg. 15. janúar 2016 19:29 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Vignir: Sérstaklega sætt fyrir mig að vinna Noreg Varnarjaxlinn hafði engar áhyggjur af lokaskoti Noregs og var byrjaður að fagna. 15. janúar 2016 19:38
Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur 26-25 | Dramatískur sigur á Noregi Strákarnir okkar byrjuðu Evrópumótið í Póllandi með frábærum sigri á Noregi eftir dramatískar lokamínútur. 15. janúar 2016 19:00
Alexander: Ég er með gæsahúð Skyttan magnaða átti flottan leik fyrir Ísland sem vann Noreg á EM í kvöld. 15. janúar 2016 19:18
Arnór: Við áttum að loka þessu fyrr Arnór Atlason segir stigin tvö sem íslenska liðið nældi sér í í kvöld vera mjög mikilvæg. 15. janúar 2016 19:29