Japönsk innrás á bandaríska pallbíla- og jeppamarkaðinn Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2016 15:44 Nissan Titan er stór pallbíll. gizmag.com Nú þegar Bandaríkjamenn hafa hallað sér sem aldrei fyrr af pallbílum, jeppum og jepplingum sjá japanskir bílaframleiðendur að það er eitt stórt gat í flóru bíla þeirra, í pallbílum. Þeir hafa ekki boðið mikið úrval pallbíla hingað til, þó svo Toyota Tacoma seljist þokkalega þar og auk þess framleiðir Toyota Hilux. Úrvalið frá Japan er þó ekki mikið hvað pallbíla varðar og því ætla japanskir framleiðendur aldeilis að breyta. Auk þess hefur eftirspurn eftir áður mjög vinsælum fólksbílum þeirra minnkað, bílum eins og Honda Civic, Toyota Camry og Nissan Altima og kaupendur snúið sér að öðrum flokkum bíla. Nissan segist stefna af 5% pallbílamarkaðnum í Bandaríkjunum og þar á bæ á að fjölga módelunum, en á síðast ári var Nissan með 0,6% af honum. Nissan kynnti stóran pallbíl á bílasýningunni í Detroit um daginn sem heitir Titan og hann fer örugglega í framleiðslu. Einnig er von á fleiri pallbílum og stórum jeppum frá hinum japönsku bílaframleiðendunum, t.d. Honda Ridgeline og ekki ætla þeir að una við það að markaðshlutdeild þeirra minnki þar vestra.Honda Ridgeline er líka fullvaxinn pallbíll. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Nú þegar Bandaríkjamenn hafa hallað sér sem aldrei fyrr af pallbílum, jeppum og jepplingum sjá japanskir bílaframleiðendur að það er eitt stórt gat í flóru bíla þeirra, í pallbílum. Þeir hafa ekki boðið mikið úrval pallbíla hingað til, þó svo Toyota Tacoma seljist þokkalega þar og auk þess framleiðir Toyota Hilux. Úrvalið frá Japan er þó ekki mikið hvað pallbíla varðar og því ætla japanskir framleiðendur aldeilis að breyta. Auk þess hefur eftirspurn eftir áður mjög vinsælum fólksbílum þeirra minnkað, bílum eins og Honda Civic, Toyota Camry og Nissan Altima og kaupendur snúið sér að öðrum flokkum bíla. Nissan segist stefna af 5% pallbílamarkaðnum í Bandaríkjunum og þar á bæ á að fjölga módelunum, en á síðast ári var Nissan með 0,6% af honum. Nissan kynnti stóran pallbíl á bílasýningunni í Detroit um daginn sem heitir Titan og hann fer örugglega í framleiðslu. Einnig er von á fleiri pallbílum og stórum jeppum frá hinum japönsku bílaframleiðendunum, t.d. Honda Ridgeline og ekki ætla þeir að una við það að markaðshlutdeild þeirra minnki þar vestra.Honda Ridgeline er líka fullvaxinn pallbíll.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent