Lífið

Karlmenn sem nota kvennaklósett: „Mér er gjörsamlega misboðið“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nota margir karlmenn kvennaklósettið?
Nota margir karlmenn kvennaklósettið? Vísir
Þeir Hjörvar Hafliðason og Kjartan Atli Kjartansson, stjórnendur Brennslunnar á FM957, finnst eðlilegt að fara á kvennaklósettið og skapaðist nokkur umræða um málið í morgun.

„Ég verð nú bara að segja að mér er gjörsamlega misboðið núna,“ sagði einn hlustandi sem hringdi inn í þáttinn í morgun.

„Ég hef verið að hlusta á ykkur og mér er bara illt. Ég hata það að karlmenn nota kvenmannsklósett, það er bara ógeðslegt. Það er ekkert sem eyðileggur daginn jafn mikið fyrir mér og þegar ég ætla fara pissa og kemst ekki inn á klósettið. Ég hinkra fyrir utan og það kemur einhver kall út. Það er ógeðsleg lykt og klósetpappírinn útum allt.“

Hlustandinn hreinlega skildi ekki þessa þörf karlmann á því að brjóta reglur.

„Mér finnst þetta bara siðlaust og ég myndi aldrei gera svona.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×