Erlent

Vilja að hjálparstarfsmenn fái aðgang að umsetnum borgum

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá borginni Madaya í Sýrlandi.
Frá borginni Madaya í Sýrlandi. Vísir/EPA
Yfirvöld í Rússlandi hafa hafið eigið hjálparastarf í Sýrlandi. Um 22 tonnum af nauðsynjavörum var varpað á borgina Deir Ezzor sem vígamenn Íslamska ríkisins eru sagðir sitja nú um. Ástæða þess að Rússar hefja eigið hjálparstarf er að hingað til hefur hjálpin að mestu borist til „öfgamanna,“ eins og hershöfðinginn Sergei Rudskoi orðaði það.

Rússar hafa biðlað til deilandi fylkinga í Sýrlandi að hleypa öllum hjálparstarfsmönnum inn í borgir sem setið er um í landinu. Þær eru nokkrar eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Hér má sjá yfirlit yfir borgir sem setið er um.Vísir/GraphicNews
Í borginni Deir al-Zawr sitja um 200 þúsund manns fastir þar sem vígamenn ISIS sitja um borgina. Þá bárust á dögunum fréttir af dauðsföllum í borginni Madaya, sem stjórnarherinn sat um, en hjálparstarfsmenn hafa nú komið fólkinu þar til aðstoðar. Auk þess sitja uppreisnarmenn um borgina Kefraya þar sem um 12.500 manns eru föst.

Rudskoi sagði í sjónvarpsávarpi í Rússlandi í dag að íbúar Sýrlands væru byrjaði að snúa aftur til heimila sinna og að lífið væri að snúast í fyrra horf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×