Erlent

Svissnesk yfirvöld krefja flóttamenn um peninga til að dekka kostnað við þá

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Börn á flótta fá mat á landamærum Serbíu og Króatíu.
Börn á flótta fá mat á landamærum Serbíu og Króatíu. vísir/getty
Flóttamenn sem koma til Sviss þurfa að láta yfirvöld þar í landi hafa þær eigur sínar sem eru meira virði en 1000 svissneskir frankar, eða um 128 þúsund krónur, en peningurinn fer í uppihald flóttamanna en greint var frá málinu í svissneskum fjölmiðlum í gær. Frumvarp sem felur í sér svipaða eignaupptöku yfirvalda liggur fyrir danska þinginu en það hefur verið mikið verið gagnrýnt, meðal annars af Sameinuðu þjóðunum.

Svissneskur fréttaskýringaþáttur sýndi í gær kvittun frá sýrlenskum flóttamanni sem kom til Sviss en fjallað er um málið á vef Guardian. Kvittunina fékk hann þegar hann kom til landsins en hann sagðist hafa þurfti að láta svissnesk yfirvöld hafa meira en helminginn af peningunum sem hann átti eftir þegar hann hafði borgað bröskurum fyrir farið til Sviss.

Þá var einnig sýnt upplýsingablað fyrir flóttamenn þar sem kemur fram að eignir yfir 1000 frönkum verði gerðar upptækar og viðkomandi fái kvittun fyrir því.

Stefan Frey sem starfar fyrir samtök í Sviss sem aðstoða flóttamenn sagði að þessu þyrfti að breyta. Flóttafólki væri ekki sýnd virðing með svona aðgerðum.

Yfirvöld í Sviss telja þetta hins vegar nauðsynlegt svo hægt sé að dekka kostnað sem fylgir þjónustu við flóttamenn.

„Ef viðkomandi fer sjálfviljugur innan sjö mánaða getur hann fengið peninginn til baka. Annars er þetta fyrir tilfallandi kostnaði hins opinbera vegna hans,“ sagði talsmaður ráðuneytis innflytjendamála í Sviss.


Tengdar fréttir

Hjólandi flóttamönnum vísað frá Noregi

Flóttamenn hafa gripið til þess ráðs að fara hjólandi yfir rússnesku landamærin til Noregs, þar sem ekki er leyfilegt að fara fótgangandi yfir þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×