Vekja athygli á krabbameini Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2016 09:00 Sylvía er ánægð með myndirnar sem hún tók fyrir #shareyourscar verkefni Krafts. Vísir/AntonBrink Það eru rúmlega fimm ár síðan að ég fór að leika mér að taka myndir en þetta er fyrsta stóra verkefnið sem ég hef gert,“ segir Sylvía Briem Friðjónsdóttir sem tók ljósmyndirnar fyrir átakið #shareyourscar fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Átakið hefur vakið talsverða athygli og prýða myndirnar meðal annars strætóskýli víðsvegar um borgina en markmið þess er að vekja athygli á krabbameini hjá ungu fólki. Fyrir það myndaði Sylvía tíu einstaklinga sem glímt hafa við krabbamein og deildu myndum af örum sem þeir hafa hlotið af því. „Þau hringdu í mig frá Krafti og voru búin að sjá myndir sem ég hafði tekið,“ segir Sylvía og bætir við að verkefnið hafi verið krefjandi en hún sé þó ekki óvön að tækla slík verkefni: „Ég tek oft verkefni að mér sem gefa mér smá illt í magann en mér finnst það nauðsynlegt til að teygja aðeins á þægindarammanum og ýta mér áfram,“ segir hún. „Þetta var krefjandi allan tímann og það var örugglega þess vegna sem ég fékk þessa stóru sigurtilfinningu þegar þetta fór í loftið. Það er gaman að fá að vera hluti af svona flottu verkefni með þessu flotta fólki. Þetta verkefni er svo töluvert stærra en ég og þess vegna var mikill heiður að fá að vera partur af því og koma boðskapnum áleiðis.“ Ljósmyndaáhuginn hefur lengi blundað í Sylvíu og ákvað hún þegar hún var ólétt af sínu fyrsta barni að fara á ljósmyndanámskeið og síðan þá hefur hún tekið að sér eitt og annað verkefni þrátt fyrir að #shareyourscar sé langsamlega stærst. Sylvía starfar þó líka á öðrum vettvangi og er hún meðal annars Dale Carnegie-þjálfari og segir þá reynslu koma að góðum notum í ljósmynduninni, þá sér í lagi við það að láta fólki líða vel fyrir framan myndavélina. „Ég held að ég hafi náð að láta þeim líða vel fyrir framan myndavélina því ég geri mér grein fyrir að þetta er ekki auðvelt og þess vegna var markmið mitt að skapa eins hlýlegt andrúmsloft og ég gat fyrir þessar hetjur,“ segir Sylvía glöð í bragði að lokum. Hulda Hjálmarsdóttir.Vísir/GVAKrabbamein er ekki tabúHugmyndin að #shareyourscar kviknaði út frá danskri fyrirmynd þó að áherslunum hafi að einhverju leyti verið breytt og segir Hulda Hjálmarsdóttir, formaður Krafts, að þau hafi langað til þess að fara af stað með herferð sem ýta myndi við fólki og vekja athygli á krabbameini hjá ungu fólki. „Og sýna að örin séu ekkert sem við þurfum að skammast okkur fyrir. Þau marka okkar sigra,“ segir Hulda og bætir við: „Krabbamein er ekki tabú og það varðar okkur öll.“ Líkt og áður sagði fékk Kraftur tíu einstaklinga í lið með sér sem hafa glímt við krabbamein og bera eftir það líkamleg ör. Hulda segir viðbrögðin við átakinu hafa komið þeim vel á óvart og bætir að lokum við að hún vilji koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu að verkefninu. Átakið endar þann 26. janúar næstkomandi með örráðstefnu í Stúdentakjallaranum. „Á ráðstefnunni mun bara vera fólk sem hefur reynslu af krabbameini eða er aðstandendur og mun tala um ýmiss konar málefni. Til dæmis ófrjósemi og krabbamein og hvort konur og karlar njóti jafnréttis þegar þau greinast með krabbamein.“ Nánar má fræðast um átakið á vefsíðu Krafts. Heilsa Tengdar fréttir „Til að byrja með var krabbameinið greint sem athyglissýki“ Elma Lísa Kemp greindist með krabbamein í mænu og rifbeinum þegar hún var þrettán ára. Hún er meðal þeirra sem taka þátt í #ShareYourScar. 13. janúar 2016 22:00 Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Það eru rúmlega fimm ár síðan að ég fór að leika mér að taka myndir en þetta er fyrsta stóra verkefnið sem ég hef gert,“ segir Sylvía Briem Friðjónsdóttir sem tók ljósmyndirnar fyrir átakið #shareyourscar fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Átakið hefur vakið talsverða athygli og prýða myndirnar meðal annars strætóskýli víðsvegar um borgina en markmið þess er að vekja athygli á krabbameini hjá ungu fólki. Fyrir það myndaði Sylvía tíu einstaklinga sem glímt hafa við krabbamein og deildu myndum af örum sem þeir hafa hlotið af því. „Þau hringdu í mig frá Krafti og voru búin að sjá myndir sem ég hafði tekið,“ segir Sylvía og bætir við að verkefnið hafi verið krefjandi en hún sé þó ekki óvön að tækla slík verkefni: „Ég tek oft verkefni að mér sem gefa mér smá illt í magann en mér finnst það nauðsynlegt til að teygja aðeins á þægindarammanum og ýta mér áfram,“ segir hún. „Þetta var krefjandi allan tímann og það var örugglega þess vegna sem ég fékk þessa stóru sigurtilfinningu þegar þetta fór í loftið. Það er gaman að fá að vera hluti af svona flottu verkefni með þessu flotta fólki. Þetta verkefni er svo töluvert stærra en ég og þess vegna var mikill heiður að fá að vera partur af því og koma boðskapnum áleiðis.“ Ljósmyndaáhuginn hefur lengi blundað í Sylvíu og ákvað hún þegar hún var ólétt af sínu fyrsta barni að fara á ljósmyndanámskeið og síðan þá hefur hún tekið að sér eitt og annað verkefni þrátt fyrir að #shareyourscar sé langsamlega stærst. Sylvía starfar þó líka á öðrum vettvangi og er hún meðal annars Dale Carnegie-þjálfari og segir þá reynslu koma að góðum notum í ljósmynduninni, þá sér í lagi við það að láta fólki líða vel fyrir framan myndavélina. „Ég held að ég hafi náð að láta þeim líða vel fyrir framan myndavélina því ég geri mér grein fyrir að þetta er ekki auðvelt og þess vegna var markmið mitt að skapa eins hlýlegt andrúmsloft og ég gat fyrir þessar hetjur,“ segir Sylvía glöð í bragði að lokum. Hulda Hjálmarsdóttir.Vísir/GVAKrabbamein er ekki tabúHugmyndin að #shareyourscar kviknaði út frá danskri fyrirmynd þó að áherslunum hafi að einhverju leyti verið breytt og segir Hulda Hjálmarsdóttir, formaður Krafts, að þau hafi langað til þess að fara af stað með herferð sem ýta myndi við fólki og vekja athygli á krabbameini hjá ungu fólki. „Og sýna að örin séu ekkert sem við þurfum að skammast okkur fyrir. Þau marka okkar sigra,“ segir Hulda og bætir við: „Krabbamein er ekki tabú og það varðar okkur öll.“ Líkt og áður sagði fékk Kraftur tíu einstaklinga í lið með sér sem hafa glímt við krabbamein og bera eftir það líkamleg ör. Hulda segir viðbrögðin við átakinu hafa komið þeim vel á óvart og bætir að lokum við að hún vilji koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu að verkefninu. Átakið endar þann 26. janúar næstkomandi með örráðstefnu í Stúdentakjallaranum. „Á ráðstefnunni mun bara vera fólk sem hefur reynslu af krabbameini eða er aðstandendur og mun tala um ýmiss konar málefni. Til dæmis ófrjósemi og krabbamein og hvort konur og karlar njóti jafnréttis þegar þau greinast með krabbamein.“ Nánar má fræðast um átakið á vefsíðu Krafts.
Heilsa Tengdar fréttir „Til að byrja með var krabbameinið greint sem athyglissýki“ Elma Lísa Kemp greindist með krabbamein í mænu og rifbeinum þegar hún var þrettán ára. Hún er meðal þeirra sem taka þátt í #ShareYourScar. 13. janúar 2016 22:00 Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
„Til að byrja með var krabbameinið greint sem athyglissýki“ Elma Lísa Kemp greindist með krabbamein í mænu og rifbeinum þegar hún var þrettán ára. Hún er meðal þeirra sem taka þátt í #ShareYourScar. 13. janúar 2016 22:00