Ég er bara að fylgja minni sannfæringu Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 15. janúar 2016 07:00 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður Það er öllum ljóst að málaálagið á Hæstarétti er alltof mikið. Hver dómari er að dæma kannski 300 mál eða meira á ári. Það hefur leitt til verkaskiptingar í réttinum, þar sem kannski bara einn undirbýr sig eða a.m.k. meira en hinir, skrifar atkvæði og hinir skrifa bara undir,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt. „Þetta ástand verður að laga. Ég held að það sé almennt samkomulag um að við verðum að stofna millidómsstig til að létta álaginu af Hæstarétti, en við þurfum að gera fleira,“ heldur Jón Steinar áfram. Hann vill fækka hæstaréttardómurum í fimm, sem dæma í öllum málum. Það treysti fordæmisgildi dómanna. Færri mál kæmu til kasta Hæstaréttar. „Segjum að kannski fimmtíu stærstu og þýðingarmestu dómsmálin á hverju ári myndu rata til Hæstaréttar. Í tillögum sem hafa verið á floti er talað um að Hæstiréttur yrði þriðja dómstig. Ég segi nei. Við eigum að fara með hvert mál á tvö dómstig, þau mál sem fara til Hæstaréttar eiga annars vegar að vera mál sem er áfrýjað beint frá fyrsta dómstigi eftir áfrýjunarleyfi sem Hæstiréttur veitir,“ útskýrir hann. Síðan eigi að vera möguleiki á að sækja um það til Hæstaréttar að byrja á millidómstiginu. Hæstiréttur veiti þá leyfi til þess eftir að hafa skoðað umsókn. Í slíku leyfi myndi felast leyfi til að áfrýja dómi millidómstigsins til Hæstaréttar. „Með þessum breytingum myndi Hæstiréttur sjálfur ákvarða hvaða mál yrðu þar tekin fyrir. Þannig erum við ekki að þyngja kerfið, auka umsvif eða lengja málsmeðferðartíma, heldur höldum við okkur við tvö dómstig, fækkum dómurum og höfum prinsippin skýr.“ Ekki hægt að fela sig í hópnumJón Steinar vill líka að dómarar skrifi undir atkvæði með fullu nafni. „Núna vitið þið þegar þið lesið dóma Hæstaréttar ekkert um hver skrifar atkvæðið, jafnvel þótt það komi fram í dómabók réttarins. Það er leyndarmál; almenningur má ekki vita um það.“Yrði það ekki bara til að ala á óvild í garð einstakra dómara? „Þetta er nú þekkt í Bandaríkjunum, við Mannréttindadómstól Evrópu og víðar. Af fenginni reynslu er ekkert sem virkar til jafn mikils aðhalds hjá einstaklingi sem fer með dómsvald eins og að þurfa að leggja nafn sitt við það sem frá honum kemur. Þá er ekki hægt að fela sig í hópnum.“ Yrði þetta raunin væri hver dómari ábyrgur fyrir sinni niðurstöðu. „Ég ætla að fullyrða að það er til þess fallið að vanda vinnubrögð. Ég var þarna í átta ár og ég veit um hvað ég er að tala. Menn lesa málin misjafnlega vel, stundum í öllum önnunum er það svo, að frummælandi hefur ekki einu sinni lesið málið nægilega vel. En gerum ráð fyrir að hann sé búinn að því og þá eru hinir að skrifa undir einhvern texta sem hann hefur samið án þess að þeir hafi varið sambærilegum tíma til málsins. Svo er annað sem leiðir að þessu samkrulli, menn setjast niður og fara yfir textann sem frummælandi býr til og kannski vilja menn setja einhverjar breytingar inn. Þá verður úr texti sem er kannski meira og minna óskiljanlegur því það er ekki lengur ein heil hugsun í textanum,“ útskýrir Jón Steinar og tekur dæmi þegar hann var skipaður í sérstaka nefnd þegar Hæstiréttur kvað upp dóm í svokölluðu öryrkjamáli, um aldamótin. „Og til hvers var ég settur í nefnd? Til að skilja dóminn. Því Alþingi þurfti að bregðast við og breyta lögunum, sem voru ekki talin standast. Menn skildu ekki dóminn þannig að skipa þurfti nefnd til að skilja dóminn. Þetta er gróft dæmi, en sami hlutur er að gerast í fjölda mála þó það sé ekki jafn skýrt og þarna.“ Megum ekki þegjaEru þetta ekki alvarlegar ásakanir í garð fagfólks? „Við viljum öll að dómskerfið virki og gangi vel, við viljum öll að Hæstiréttur sé óskeikull; hann getur kannski aldrei orðið það. En við viljum geta borið traust og virðingu til réttarins. Ef á það skortir að rétturinn uppfylli þær kröfur sem við gerum til hans megum við ekki þegja. Þá erum við að samþykkja að hafa þögn um það sem síst skyldi þegja um. Traust er gott ef það er verðskuldað, en ef verkin kalla á gagnrýni þá verðum við að gagnrýna. Það hef ég reynt að gera, málefnalega alltaf. Menn verða þá bara að svara því sem ég er að segja, málefnalega. Við eigum ekki að bera traust til þessara stofnana samfélagsins nema þær sýni að þær séu traustsins verðar.“ Jón Steinar telur líka að breyta þurfi fyrirkomulagi við skipan hæstaréttardómara. „Ég vil ekki að þeir sjái um það sjálfir, enda hafa þeir blessaðir sýnt sig í því að vera alveg óhæfir til þess,“ segir hann. „Núna er fyrirkomulagið þannig að það er sett niður nefnd sem þeir eiginlega ráða alveg, dómararnir. Þessi nefnd skrifar álit um hvern umsækjenda. Þar er mönnum raðað upp og hafa verið settar lagareglur um að ráðherra megi ekki skipa annan en þann sem er í fyrsta sæti hjá þessari nefnd, án þess þá að fara með það fyrir Alþingi. Þetta er ómögulegt kerfi og síðasta dæmið er nú frá því fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þjóðin fylgdist nú með því, að einn umsækjanda, sem hafði verið varadómari í réttinum í einhvern tíma, vildi rétturinn fá inn í hópinn fremur en hina. Allt í einu kom umsögn sem var á allt öðrum nótum en fyrri umsagnir og þessi maður var tekinn fram yfir m.a. þekktan fræðimann í lögfræði. Það var öllum ljóst að þetta var vegna þess að rétturinn vildi fá þennan dreng í hópinn en ekki hinn.“ Reiðir ekki of hátt til höggsJón Steinar hefur verið hávær í gagnrýni sinni. Reiðir þú aldrei of hátt til höggs? „Nei, það held ég ekki. Ég hef sett mér þá öguðu viðmiðun að vera alltaf málefnalegur. Ég fagna því ef einhver myndi svara sjónarmiðum mínum og sýna fram á að ég hefði farið með rangt mál. Þá skyldi ég vera fyrsti maður til að samþykkja það. Ég er ekki á eftir neinu öðru en umbótum á dómskerfinu.“ Hann segir gagnrýni sinni ekki svarað. „Það er þögnin ein. Þeir sem helst ættu um að fjalla, þeir þegja. Og hvers vegna? Ég held að það sé vegna þess að þeir vita ekkert hvað þeir eiga að segja.“ Þannig að þetta er ekki persónulegt? Óvild í garð dómara?„Alls ekki, ég held að flestir dómarar séu vænsta fólk. Það getur enginn unnið undir þessu álagi og þá er það bara þannig að menn hverfa alltaf inn í vígið í stað þess að ræða málin af hreinskilni. Í stað þess fara menn inn í vígið, inn í hópinn, þegja og segja svo kannski í kringum sig: „Þessi maður er bara í hefndarhug gagnvart okkur.“ Ég er nú svo farsæll í skapferli að þetta skiptir mig engu máli, skýringin er kannski sú að ég er ekki að reyna að ganga í augun á þeim né öðrum; ég er bara að fylgja minni sannfæringu.“ Almenningsálitið ræðurJón Steinar Gunnlaugsson lögmaðurJón Steinar tók ákvörðun á unglingsárum um að verða lögfræðingur. „Það er kannski lítil tilviljun sem ræður því hvað þú velur á þessu augnabliki en það markar alla framtíð þína. Það má segja að lífsferillinn í lögfræðinni sé þannig að maður sest á bekk í háskólanum og lærir um hvernig lagareglurnar eigi að ráða í samskiptum mannanna; þar á að vera hlutlægni, málefnaleg meðferð og niðurstöður. Maður hugsar með björtum huga að fá að taka þátt í þessum fagra heimi sem blasir við. Svo byrjar maður að starfa og smám saman rennur upp fyrir manni að þetta er svona í bókunum – ekki í raunveruleikanum. Það er allt fullt af einhverjum afstöðum sem menn eru að taka á öllum vígstöðum í öllu þessu kerfi sem mótast af huglægum þáttum. Þar sem menn geta ekki sett regluna í forgrunn heldur persónur sem eiga hlut að máli. Eitthvert almenningsálit, sem menn halda að sé til staðar, og er svo látið hafa áhrif á niðurstöðuna og jafnvel ráða henni. Kannski er þetta í stærri stíl hjá okkur, því við lifum í svo litlu samfélagi.“ Er réttarkerfið rotið?„Ég held að það sé ekki að skila því verki sem ég vil sjá það skila. Dæmin hafa verið um það í þessum dómsmálum út af hruninu og eftirmálum þess. Því miður held ég að dómstólarnir hafi í þessum önnum og írafári gerst sekir um að kveða upp dóma sem ekki hefðu átt að vera kveðnir upp. Ég veit ekkert hvers vegna. Ætli það sé ekki vegna þess að Hæstiréttur telji sig hafa einhverju hlutverki að gegna við að friðþægja almenningi; guð má vita hvað ræður svona vinnubrögðum.“Ertu að segja að Hæstiréttur stýri ákvörðunum eftir almenningsáliti? „Það er kannski ekki hægt að orða þetta alveg svona, ég held hins vegar að almenningsálitið hafi greinileg áhrif á störf réttarins. Rétturinn á að vera algjörlega yfir það hafinn, enda vita menn ekkert með þetta svokallaða almenningsálit, það breytist frá morgni til kvölds.“ Sakleysi uns sekt er sönnuðJón Steinar hefur gagnrýnt dóma í kynferðisbrotamálum og verið gagnrýndur fyrir. „Kynferðisbrot eru erfið brot því þau varða háttsemi sem, ef allt er með felldu, er þáttur í eðlilegu lífi manna. Þess vegna verða brotin á því sviði að mörgu leyti erfiðari viðfangs en önnur brot, til dæmis ef einhver er kýldur þá leikur ekki vafi á ummerkjum um það. Það sem ég segi um kynferðisbrot er að hafi t.d. karlmaður nauðgað konu, verðskuldar hann hina þyngstu refsingu. Mér finnst stundum að í sumum grófum nauðgunarmálum mætti refsingin vera meiri. En það gildir sama regla á þessu málasviði eins og öðrum; við verðum að sanna sökina. Þó að oft sé erfitt að sanna sökina, má það ekki leiða til þess að við hættum að beita reglunni helgu um sakleysi uns sekt er sönnuð.“ Þöggun er aldrei af hinu góðaMiðað við þann fjölda sem tjáir sig um kynferðisbrot, er ekki einkennilegt hversu fá þessara mála rata fyrir dómstóla? „Jú, sennilega hafa þetta verið feimnismál. Sem betur fer hefur þetta vonandi lagast. Fólk er fúsara til að koma fram og bera sakir á hendur þeim sem sekir eru. Það er hið besta mál. Ég fagna öllum breytingum í samfélaginu sem stuðla að opnun þess, hreinskilni og umfjöllun um samfélagið eins og það er. Í staðinn fyrir þöggun og tilhneigingu til að byrgja það inni sem miður fer.“ Jón Steinar er fjölskyldumaður og á átta börn. Hann átti þrjár dætur áður en hann kynntist eiginkonu sinni. „Svo eignaðist ég fimm börn með minni ástkæru eiginkonu og spyr hana stundum þegar húsið er fullt af afkomendum: Hefði þér dottið í hug, þegar ég dró þig með mér upp á Gamla Garð í gamla daga að þetta myndi enda svona? Hún er hjúkrunarfræðingur og hefur hugsað vel um mig. Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera við góða heilsu. Það er henni að þakka. Ég væri ábyggilega dauður ef hún héldi mér ekki við efnið. Ég hef oft sagt að hún haldi í mér lífinu en hún hefur aldrei fært nein rök fyrir nauðsyninni á því,“ segir hann hlæjandi. Svarta EimreiðarklíkanJón Steinar er hluti af stórum vinahópi sem margir kynntust í lögfræði í Háskólanum. „Hin svarta Eimreiðarklíka, sem hefur af mörgum verið talin rót alls ills á Íslandi. Þetta er mikil hugarsmíð því það var ekki um neitt annað að ræða en að það krúnkuðu sig saman nokkrir skoðanabræður sem voru þá í háskólanámi. Í þeim hópi voru margir sem höfðu töluverðan framgang í lífinu eftir það. T.d. þrír menn sem urðu formenn Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherrar; Þorsteinn Pálsson, Davíð Oddsson og Geir H. Haarde.“ Hópurinn gaf út Eimreiðina, tímarit um hugmyndir frelsisins. „Þannig sköpuðust mörg bönd. Ég eignaðist góðan vin í Davíð Oddssyni. Ég hef oft hlegið að því að við höfum tekið sömu afstöðu til mála þó að við höfum ekkert talað okkur saman. Svo hefur hann að mínu mati, og ég hef ekkert hikað við að segja það, leiðst út í einhverjar ákvarðanir sem hann hefði ekki átt að taka. Þetta er eins og stjórnmálamenn gera stundum. Þá reyndi ég bara að segja honum það af hreinskilni og hann hafði alveg stærð til þess að taka því vel. Það urðu aldrei vinslit.“ Lögmaður til lokadagsRifust þið ekkert? „Jú, við tókumst á en það var alltaf á málefnalegum nótum. Ég hef stundum heyrt að ég hafi verið einhver ráðgjafi eða ráðabruggari með Davíð, að hann hafi komið mér í Hæstarétt til að hafa áhrif á störf réttarins. Hvílíkt bull. Enda gætuð þið spurt Davíð að því hvort hann hefði einhvern tíma gert sér vonir um að hafa áhrif á skoðanir mínar á lögfræðilegum efnum.“Sinntir þú aldrei ráðgjafastörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn? „Nei, eiginlega ekki. Ég var ekki svo mikið að vinna fyrir stofnanir heldur fyrir venjulegt fólk gegn stofnunum.“ Eftir að Jón Steinar hætti sem dómari fór hann aftur í lögmennsku. „Þessi lögfræði fylgir manni alveg fram á grafarbakkann. Það er fínt. Það eru mikil lífsgæði að vera við góða heilsu. Fyrir utan að eiga maka og fjölskyldu eins og ég á, ég veit ekki hvað er hægt að hafa það betra. Ég hef alla krafta í lagi til þess að reyna bæta dómskerfið.“ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Það er öllum ljóst að málaálagið á Hæstarétti er alltof mikið. Hver dómari er að dæma kannski 300 mál eða meira á ári. Það hefur leitt til verkaskiptingar í réttinum, þar sem kannski bara einn undirbýr sig eða a.m.k. meira en hinir, skrifar atkvæði og hinir skrifa bara undir,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt. „Þetta ástand verður að laga. Ég held að það sé almennt samkomulag um að við verðum að stofna millidómsstig til að létta álaginu af Hæstarétti, en við þurfum að gera fleira,“ heldur Jón Steinar áfram. Hann vill fækka hæstaréttardómurum í fimm, sem dæma í öllum málum. Það treysti fordæmisgildi dómanna. Færri mál kæmu til kasta Hæstaréttar. „Segjum að kannski fimmtíu stærstu og þýðingarmestu dómsmálin á hverju ári myndu rata til Hæstaréttar. Í tillögum sem hafa verið á floti er talað um að Hæstiréttur yrði þriðja dómstig. Ég segi nei. Við eigum að fara með hvert mál á tvö dómstig, þau mál sem fara til Hæstaréttar eiga annars vegar að vera mál sem er áfrýjað beint frá fyrsta dómstigi eftir áfrýjunarleyfi sem Hæstiréttur veitir,“ útskýrir hann. Síðan eigi að vera möguleiki á að sækja um það til Hæstaréttar að byrja á millidómstiginu. Hæstiréttur veiti þá leyfi til þess eftir að hafa skoðað umsókn. Í slíku leyfi myndi felast leyfi til að áfrýja dómi millidómstigsins til Hæstaréttar. „Með þessum breytingum myndi Hæstiréttur sjálfur ákvarða hvaða mál yrðu þar tekin fyrir. Þannig erum við ekki að þyngja kerfið, auka umsvif eða lengja málsmeðferðartíma, heldur höldum við okkur við tvö dómstig, fækkum dómurum og höfum prinsippin skýr.“ Ekki hægt að fela sig í hópnumJón Steinar vill líka að dómarar skrifi undir atkvæði með fullu nafni. „Núna vitið þið þegar þið lesið dóma Hæstaréttar ekkert um hver skrifar atkvæðið, jafnvel þótt það komi fram í dómabók réttarins. Það er leyndarmál; almenningur má ekki vita um það.“Yrði það ekki bara til að ala á óvild í garð einstakra dómara? „Þetta er nú þekkt í Bandaríkjunum, við Mannréttindadómstól Evrópu og víðar. Af fenginni reynslu er ekkert sem virkar til jafn mikils aðhalds hjá einstaklingi sem fer með dómsvald eins og að þurfa að leggja nafn sitt við það sem frá honum kemur. Þá er ekki hægt að fela sig í hópnum.“ Yrði þetta raunin væri hver dómari ábyrgur fyrir sinni niðurstöðu. „Ég ætla að fullyrða að það er til þess fallið að vanda vinnubrögð. Ég var þarna í átta ár og ég veit um hvað ég er að tala. Menn lesa málin misjafnlega vel, stundum í öllum önnunum er það svo, að frummælandi hefur ekki einu sinni lesið málið nægilega vel. En gerum ráð fyrir að hann sé búinn að því og þá eru hinir að skrifa undir einhvern texta sem hann hefur samið án þess að þeir hafi varið sambærilegum tíma til málsins. Svo er annað sem leiðir að þessu samkrulli, menn setjast niður og fara yfir textann sem frummælandi býr til og kannski vilja menn setja einhverjar breytingar inn. Þá verður úr texti sem er kannski meira og minna óskiljanlegur því það er ekki lengur ein heil hugsun í textanum,“ útskýrir Jón Steinar og tekur dæmi þegar hann var skipaður í sérstaka nefnd þegar Hæstiréttur kvað upp dóm í svokölluðu öryrkjamáli, um aldamótin. „Og til hvers var ég settur í nefnd? Til að skilja dóminn. Því Alþingi þurfti að bregðast við og breyta lögunum, sem voru ekki talin standast. Menn skildu ekki dóminn þannig að skipa þurfti nefnd til að skilja dóminn. Þetta er gróft dæmi, en sami hlutur er að gerast í fjölda mála þó það sé ekki jafn skýrt og þarna.“ Megum ekki þegjaEru þetta ekki alvarlegar ásakanir í garð fagfólks? „Við viljum öll að dómskerfið virki og gangi vel, við viljum öll að Hæstiréttur sé óskeikull; hann getur kannski aldrei orðið það. En við viljum geta borið traust og virðingu til réttarins. Ef á það skortir að rétturinn uppfylli þær kröfur sem við gerum til hans megum við ekki þegja. Þá erum við að samþykkja að hafa þögn um það sem síst skyldi þegja um. Traust er gott ef það er verðskuldað, en ef verkin kalla á gagnrýni þá verðum við að gagnrýna. Það hef ég reynt að gera, málefnalega alltaf. Menn verða þá bara að svara því sem ég er að segja, málefnalega. Við eigum ekki að bera traust til þessara stofnana samfélagsins nema þær sýni að þær séu traustsins verðar.“ Jón Steinar telur líka að breyta þurfi fyrirkomulagi við skipan hæstaréttardómara. „Ég vil ekki að þeir sjái um það sjálfir, enda hafa þeir blessaðir sýnt sig í því að vera alveg óhæfir til þess,“ segir hann. „Núna er fyrirkomulagið þannig að það er sett niður nefnd sem þeir eiginlega ráða alveg, dómararnir. Þessi nefnd skrifar álit um hvern umsækjenda. Þar er mönnum raðað upp og hafa verið settar lagareglur um að ráðherra megi ekki skipa annan en þann sem er í fyrsta sæti hjá þessari nefnd, án þess þá að fara með það fyrir Alþingi. Þetta er ómögulegt kerfi og síðasta dæmið er nú frá því fyrir nokkrum mánuðum síðan. Þjóðin fylgdist nú með því, að einn umsækjanda, sem hafði verið varadómari í réttinum í einhvern tíma, vildi rétturinn fá inn í hópinn fremur en hina. Allt í einu kom umsögn sem var á allt öðrum nótum en fyrri umsagnir og þessi maður var tekinn fram yfir m.a. þekktan fræðimann í lögfræði. Það var öllum ljóst að þetta var vegna þess að rétturinn vildi fá þennan dreng í hópinn en ekki hinn.“ Reiðir ekki of hátt til höggsJón Steinar hefur verið hávær í gagnrýni sinni. Reiðir þú aldrei of hátt til höggs? „Nei, það held ég ekki. Ég hef sett mér þá öguðu viðmiðun að vera alltaf málefnalegur. Ég fagna því ef einhver myndi svara sjónarmiðum mínum og sýna fram á að ég hefði farið með rangt mál. Þá skyldi ég vera fyrsti maður til að samþykkja það. Ég er ekki á eftir neinu öðru en umbótum á dómskerfinu.“ Hann segir gagnrýni sinni ekki svarað. „Það er þögnin ein. Þeir sem helst ættu um að fjalla, þeir þegja. Og hvers vegna? Ég held að það sé vegna þess að þeir vita ekkert hvað þeir eiga að segja.“ Þannig að þetta er ekki persónulegt? Óvild í garð dómara?„Alls ekki, ég held að flestir dómarar séu vænsta fólk. Það getur enginn unnið undir þessu álagi og þá er það bara þannig að menn hverfa alltaf inn í vígið í stað þess að ræða málin af hreinskilni. Í stað þess fara menn inn í vígið, inn í hópinn, þegja og segja svo kannski í kringum sig: „Þessi maður er bara í hefndarhug gagnvart okkur.“ Ég er nú svo farsæll í skapferli að þetta skiptir mig engu máli, skýringin er kannski sú að ég er ekki að reyna að ganga í augun á þeim né öðrum; ég er bara að fylgja minni sannfæringu.“ Almenningsálitið ræðurJón Steinar Gunnlaugsson lögmaðurJón Steinar tók ákvörðun á unglingsárum um að verða lögfræðingur. „Það er kannski lítil tilviljun sem ræður því hvað þú velur á þessu augnabliki en það markar alla framtíð þína. Það má segja að lífsferillinn í lögfræðinni sé þannig að maður sest á bekk í háskólanum og lærir um hvernig lagareglurnar eigi að ráða í samskiptum mannanna; þar á að vera hlutlægni, málefnaleg meðferð og niðurstöður. Maður hugsar með björtum huga að fá að taka þátt í þessum fagra heimi sem blasir við. Svo byrjar maður að starfa og smám saman rennur upp fyrir manni að þetta er svona í bókunum – ekki í raunveruleikanum. Það er allt fullt af einhverjum afstöðum sem menn eru að taka á öllum vígstöðum í öllu þessu kerfi sem mótast af huglægum þáttum. Þar sem menn geta ekki sett regluna í forgrunn heldur persónur sem eiga hlut að máli. Eitthvert almenningsálit, sem menn halda að sé til staðar, og er svo látið hafa áhrif á niðurstöðuna og jafnvel ráða henni. Kannski er þetta í stærri stíl hjá okkur, því við lifum í svo litlu samfélagi.“ Er réttarkerfið rotið?„Ég held að það sé ekki að skila því verki sem ég vil sjá það skila. Dæmin hafa verið um það í þessum dómsmálum út af hruninu og eftirmálum þess. Því miður held ég að dómstólarnir hafi í þessum önnum og írafári gerst sekir um að kveða upp dóma sem ekki hefðu átt að vera kveðnir upp. Ég veit ekkert hvers vegna. Ætli það sé ekki vegna þess að Hæstiréttur telji sig hafa einhverju hlutverki að gegna við að friðþægja almenningi; guð má vita hvað ræður svona vinnubrögðum.“Ertu að segja að Hæstiréttur stýri ákvörðunum eftir almenningsáliti? „Það er kannski ekki hægt að orða þetta alveg svona, ég held hins vegar að almenningsálitið hafi greinileg áhrif á störf réttarins. Rétturinn á að vera algjörlega yfir það hafinn, enda vita menn ekkert með þetta svokallaða almenningsálit, það breytist frá morgni til kvölds.“ Sakleysi uns sekt er sönnuðJón Steinar hefur gagnrýnt dóma í kynferðisbrotamálum og verið gagnrýndur fyrir. „Kynferðisbrot eru erfið brot því þau varða háttsemi sem, ef allt er með felldu, er þáttur í eðlilegu lífi manna. Þess vegna verða brotin á því sviði að mörgu leyti erfiðari viðfangs en önnur brot, til dæmis ef einhver er kýldur þá leikur ekki vafi á ummerkjum um það. Það sem ég segi um kynferðisbrot er að hafi t.d. karlmaður nauðgað konu, verðskuldar hann hina þyngstu refsingu. Mér finnst stundum að í sumum grófum nauðgunarmálum mætti refsingin vera meiri. En það gildir sama regla á þessu málasviði eins og öðrum; við verðum að sanna sökina. Þó að oft sé erfitt að sanna sökina, má það ekki leiða til þess að við hættum að beita reglunni helgu um sakleysi uns sekt er sönnuð.“ Þöggun er aldrei af hinu góðaMiðað við þann fjölda sem tjáir sig um kynferðisbrot, er ekki einkennilegt hversu fá þessara mála rata fyrir dómstóla? „Jú, sennilega hafa þetta verið feimnismál. Sem betur fer hefur þetta vonandi lagast. Fólk er fúsara til að koma fram og bera sakir á hendur þeim sem sekir eru. Það er hið besta mál. Ég fagna öllum breytingum í samfélaginu sem stuðla að opnun þess, hreinskilni og umfjöllun um samfélagið eins og það er. Í staðinn fyrir þöggun og tilhneigingu til að byrgja það inni sem miður fer.“ Jón Steinar er fjölskyldumaður og á átta börn. Hann átti þrjár dætur áður en hann kynntist eiginkonu sinni. „Svo eignaðist ég fimm börn með minni ástkæru eiginkonu og spyr hana stundum þegar húsið er fullt af afkomendum: Hefði þér dottið í hug, þegar ég dró þig með mér upp á Gamla Garð í gamla daga að þetta myndi enda svona? Hún er hjúkrunarfræðingur og hefur hugsað vel um mig. Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að vera við góða heilsu. Það er henni að þakka. Ég væri ábyggilega dauður ef hún héldi mér ekki við efnið. Ég hef oft sagt að hún haldi í mér lífinu en hún hefur aldrei fært nein rök fyrir nauðsyninni á því,“ segir hann hlæjandi. Svarta EimreiðarklíkanJón Steinar er hluti af stórum vinahópi sem margir kynntust í lögfræði í Háskólanum. „Hin svarta Eimreiðarklíka, sem hefur af mörgum verið talin rót alls ills á Íslandi. Þetta er mikil hugarsmíð því það var ekki um neitt annað að ræða en að það krúnkuðu sig saman nokkrir skoðanabræður sem voru þá í háskólanámi. Í þeim hópi voru margir sem höfðu töluverðan framgang í lífinu eftir það. T.d. þrír menn sem urðu formenn Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherrar; Þorsteinn Pálsson, Davíð Oddsson og Geir H. Haarde.“ Hópurinn gaf út Eimreiðina, tímarit um hugmyndir frelsisins. „Þannig sköpuðust mörg bönd. Ég eignaðist góðan vin í Davíð Oddssyni. Ég hef oft hlegið að því að við höfum tekið sömu afstöðu til mála þó að við höfum ekkert talað okkur saman. Svo hefur hann að mínu mati, og ég hef ekkert hikað við að segja það, leiðst út í einhverjar ákvarðanir sem hann hefði ekki átt að taka. Þetta er eins og stjórnmálamenn gera stundum. Þá reyndi ég bara að segja honum það af hreinskilni og hann hafði alveg stærð til þess að taka því vel. Það urðu aldrei vinslit.“ Lögmaður til lokadagsRifust þið ekkert? „Jú, við tókumst á en það var alltaf á málefnalegum nótum. Ég hef stundum heyrt að ég hafi verið einhver ráðgjafi eða ráðabruggari með Davíð, að hann hafi komið mér í Hæstarétt til að hafa áhrif á störf réttarins. Hvílíkt bull. Enda gætuð þið spurt Davíð að því hvort hann hefði einhvern tíma gert sér vonir um að hafa áhrif á skoðanir mínar á lögfræðilegum efnum.“Sinntir þú aldrei ráðgjafastörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn? „Nei, eiginlega ekki. Ég var ekki svo mikið að vinna fyrir stofnanir heldur fyrir venjulegt fólk gegn stofnunum.“ Eftir að Jón Steinar hætti sem dómari fór hann aftur í lögmennsku. „Þessi lögfræði fylgir manni alveg fram á grafarbakkann. Það er fínt. Það eru mikil lífsgæði að vera við góða heilsu. Fyrir utan að eiga maka og fjölskyldu eins og ég á, ég veit ekki hvað er hægt að hafa það betra. Ég hef alla krafta í lagi til þess að reyna bæta dómskerfið.“
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira