Tónlist

Björk Guðmundsdóttir tilnefnd til Brit verðlauna

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir/getty
Björk Guðmundsdóttir hefur verið tilnefnd tilnefnd til Brit verðlauna sem besti kvenkyns sóló listamaðurinn. Tilnefningar til verðlaunanna voru kunngjörðar í dag en aðrir listamenn sem tilnefndir eru í flokki Bjarkar eru Ariana Grande, Lana Del Rey, Courtney Barnett og Meghan Trainor.

Þetta er í áttunda skipti sem Björk er tilnefnd í þessum flokki en hún hefur hlotið verðlaunin í þrígang. Það gerðist síðast árið 1998. Að auki vann Björk til verðlauna á hátíðinni árið 1994 sem besti alþjóðlegi nýliðinn. 

Á árinu 2015 gaf Björk út plötuna Vulnicura sem var tekið vel af gagnrýnendum víða um heim. Standi hún uppi sem sigurvegari, þegar verðlaunin verða afhent 24. febrúar næstkomandi í London, fer hún upp í þriðja sæti yfir þá alþjóðlegu listamenn sem flest verðlaun hafa hlotið á hátíðinni. Flest verðlaun hefur írska hljómsveitin U2 hlotið, sjö talsins, en Michael Jackson hefur hlotið sex. Björk yrði jöfn Prince í þriðja sæti með fimm verðlaun alls.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×